Úr neikvæðu í jákvætt Helgi Haukur Hauksson formaður SUF og Ágúst Bjarni Garðarson varaformaður SUF skrifar 20. nóvember 2014 07:00 Frá árinu 2009 hefur það verið baráttumál Framsóknarflokksins að koma til móts við heimilin í landinu með niðurfellingu skulda. Hér hefur aldrei verið um neinn populisma að ræða, heldur hefur það snúist um réttlæti og sanngirni frá upphafi. Í október 2008 féll heilt bankakerfi á Íslandi eins og alþjóð veit. Bankarnir fóru of geyst sem varð til þess að almenningur sat uppi með verulegt tjón. Frá fyrsta degi hefur Framsóknarflokkurinn sagt að rétt væri að sækja fjármuni til þrotabúa föllnu bankanna og nota hluta þeirra fjármuna til að leiðrétta þann forsendubrest sem heimilin urðu fyrir. Á undanförnum árum hafa hundruð milljarða verið afskrifuð af fyrirtækjum ásamt því að hundruð milljarða gengislána hafa verið afskrifuð. Þegar kom svo að því að aðstoða venjuleg heimili með verðtryggð húsnæðislán hefur ekki verið hægt að gera meira. Nú hefur því verið breytt og er leiðréttingin fjármögnuð með sérstökum skatti á þrotabú föllnu bankanna. Heimilin eru undirstaðan Heimilin eru undirstaða efnahagslífsins. Há skuldsetning heimilanna dregur úr krafti efnahagslífsins. Um 30% heimila voru nærri vanskilum eða í vanskilum og greiðslubyrði lána var almennt of há. Í kjölfar leiðréttingarinnar er gert ráð fyrir að hagkerfið fái viðspyrnu til frekari vaxtar. Þegar við náum að styrkja enn frekar efnahagslífið getum við haldið áfram að styrkja þá innviði sem við erum flest sammála um að standa beri vörð um, s.s. heilbrigðis- og menntakerfið.Dreifing 110% leiðarinnar Í 110% leið fyrri ríkisstjórnar var heildarniðurfærsla verðtryggðra húsnæðiskulda um 45 milljarðar. Aðgerðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir, rúmlega sjö þúsund heimilum. Aðeins eitt prósent heimilanna (775 heimili) fékk um helming niðurfærslunnar eða rúmlega tuttugu milljarða. Þessi 775 heimili fengu öll yfir fimmtán milljóna króna niðurfærslu og meðaltal þeirra var um 26 milljónir.Dreifing leiðréttingarinnar Einstaklingar sem skulda minna en fimmtán milljónir króna og heimili sem skulda minna en þrjátíu milljónir króna fá rúmlega 70% af fjárhæð leiðréttingarinnar. Flestar fjölskyldur fá 1,4 milljónir króna í höfuðstólslækkun vegna leiðréttingarinnar og flestir einstaklingar fá um 800 þúsund krónur. Um 75% af fjárhæð leiðréttingarinnar renna til einstaklinga með sjö milljónir eða minna í árstekjur og heimila með minna en 16 milljónir króna í árstekjur. Fólk sem var yngra en 50 ára við forsendubrestinn fær 68% af fjárhæð leiðréttingarinnar í sinn hlut. Þeir einstaklingar sem eiga minna en fjórar milljónir króna í eigið fé og heimili sem eiga minna en 13 milljónir króna í eigið fé fá um 55% fjárhæðar leiðréttingarinnar. Mest fá þeir sem ekkert eiga. Meira en helmingur af heildarfjárhæð leiðréttingarinnar rennur til fólks sem er undir meðallaunum.Áhrifin Ráðstöfunartekjur hjá þeim sem nýttu sér leiðréttinguna munu aukast um 17% eða 130-200 þúsund krónur á ári á árunum 2015-2017. Afborganir og vaxtagjöld heimilanna lækka um 22% til ársins 2017. Eiginfjárstaða 54 þúsund heimila styrkist með beinum hætti og fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekki neitt, yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2009 hefur það verið baráttumál Framsóknarflokksins að koma til móts við heimilin í landinu með niðurfellingu skulda. Hér hefur aldrei verið um neinn populisma að ræða, heldur hefur það snúist um réttlæti og sanngirni frá upphafi. Í október 2008 féll heilt bankakerfi á Íslandi eins og alþjóð veit. Bankarnir fóru of geyst sem varð til þess að almenningur sat uppi með verulegt tjón. Frá fyrsta degi hefur Framsóknarflokkurinn sagt að rétt væri að sækja fjármuni til þrotabúa föllnu bankanna og nota hluta þeirra fjármuna til að leiðrétta þann forsendubrest sem heimilin urðu fyrir. Á undanförnum árum hafa hundruð milljarða verið afskrifuð af fyrirtækjum ásamt því að hundruð milljarða gengislána hafa verið afskrifuð. Þegar kom svo að því að aðstoða venjuleg heimili með verðtryggð húsnæðislán hefur ekki verið hægt að gera meira. Nú hefur því verið breytt og er leiðréttingin fjármögnuð með sérstökum skatti á þrotabú föllnu bankanna. Heimilin eru undirstaðan Heimilin eru undirstaða efnahagslífsins. Há skuldsetning heimilanna dregur úr krafti efnahagslífsins. Um 30% heimila voru nærri vanskilum eða í vanskilum og greiðslubyrði lána var almennt of há. Í kjölfar leiðréttingarinnar er gert ráð fyrir að hagkerfið fái viðspyrnu til frekari vaxtar. Þegar við náum að styrkja enn frekar efnahagslífið getum við haldið áfram að styrkja þá innviði sem við erum flest sammála um að standa beri vörð um, s.s. heilbrigðis- og menntakerfið.Dreifing 110% leiðarinnar Í 110% leið fyrri ríkisstjórnar var heildarniðurfærsla verðtryggðra húsnæðiskulda um 45 milljarðar. Aðgerðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir, rúmlega sjö þúsund heimilum. Aðeins eitt prósent heimilanna (775 heimili) fékk um helming niðurfærslunnar eða rúmlega tuttugu milljarða. Þessi 775 heimili fengu öll yfir fimmtán milljóna króna niðurfærslu og meðaltal þeirra var um 26 milljónir.Dreifing leiðréttingarinnar Einstaklingar sem skulda minna en fimmtán milljónir króna og heimili sem skulda minna en þrjátíu milljónir króna fá rúmlega 70% af fjárhæð leiðréttingarinnar. Flestar fjölskyldur fá 1,4 milljónir króna í höfuðstólslækkun vegna leiðréttingarinnar og flestir einstaklingar fá um 800 þúsund krónur. Um 75% af fjárhæð leiðréttingarinnar renna til einstaklinga með sjö milljónir eða minna í árstekjur og heimila með minna en 16 milljónir króna í árstekjur. Fólk sem var yngra en 50 ára við forsendubrestinn fær 68% af fjárhæð leiðréttingarinnar í sinn hlut. Þeir einstaklingar sem eiga minna en fjórar milljónir króna í eigið fé og heimili sem eiga minna en 13 milljónir króna í eigið fé fá um 55% fjárhæðar leiðréttingarinnar. Mest fá þeir sem ekkert eiga. Meira en helmingur af heildarfjárhæð leiðréttingarinnar rennur til fólks sem er undir meðallaunum.Áhrifin Ráðstöfunartekjur hjá þeim sem nýttu sér leiðréttinguna munu aukast um 17% eða 130-200 þúsund krónur á ári á árunum 2015-2017. Afborganir og vaxtagjöld heimilanna lækka um 22% til ársins 2017. Eiginfjárstaða 54 þúsund heimila styrkist með beinum hætti og fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekki neitt, yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar