Úr neikvæðu í jákvætt Helgi Haukur Hauksson formaður SUF og Ágúst Bjarni Garðarson varaformaður SUF skrifar 20. nóvember 2014 07:00 Frá árinu 2009 hefur það verið baráttumál Framsóknarflokksins að koma til móts við heimilin í landinu með niðurfellingu skulda. Hér hefur aldrei verið um neinn populisma að ræða, heldur hefur það snúist um réttlæti og sanngirni frá upphafi. Í október 2008 féll heilt bankakerfi á Íslandi eins og alþjóð veit. Bankarnir fóru of geyst sem varð til þess að almenningur sat uppi með verulegt tjón. Frá fyrsta degi hefur Framsóknarflokkurinn sagt að rétt væri að sækja fjármuni til þrotabúa föllnu bankanna og nota hluta þeirra fjármuna til að leiðrétta þann forsendubrest sem heimilin urðu fyrir. Á undanförnum árum hafa hundruð milljarða verið afskrifuð af fyrirtækjum ásamt því að hundruð milljarða gengislána hafa verið afskrifuð. Þegar kom svo að því að aðstoða venjuleg heimili með verðtryggð húsnæðislán hefur ekki verið hægt að gera meira. Nú hefur því verið breytt og er leiðréttingin fjármögnuð með sérstökum skatti á þrotabú föllnu bankanna. Heimilin eru undirstaðan Heimilin eru undirstaða efnahagslífsins. Há skuldsetning heimilanna dregur úr krafti efnahagslífsins. Um 30% heimila voru nærri vanskilum eða í vanskilum og greiðslubyrði lána var almennt of há. Í kjölfar leiðréttingarinnar er gert ráð fyrir að hagkerfið fái viðspyrnu til frekari vaxtar. Þegar við náum að styrkja enn frekar efnahagslífið getum við haldið áfram að styrkja þá innviði sem við erum flest sammála um að standa beri vörð um, s.s. heilbrigðis- og menntakerfið.Dreifing 110% leiðarinnar Í 110% leið fyrri ríkisstjórnar var heildarniðurfærsla verðtryggðra húsnæðiskulda um 45 milljarðar. Aðgerðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir, rúmlega sjö þúsund heimilum. Aðeins eitt prósent heimilanna (775 heimili) fékk um helming niðurfærslunnar eða rúmlega tuttugu milljarða. Þessi 775 heimili fengu öll yfir fimmtán milljóna króna niðurfærslu og meðaltal þeirra var um 26 milljónir.Dreifing leiðréttingarinnar Einstaklingar sem skulda minna en fimmtán milljónir króna og heimili sem skulda minna en þrjátíu milljónir króna fá rúmlega 70% af fjárhæð leiðréttingarinnar. Flestar fjölskyldur fá 1,4 milljónir króna í höfuðstólslækkun vegna leiðréttingarinnar og flestir einstaklingar fá um 800 þúsund krónur. Um 75% af fjárhæð leiðréttingarinnar renna til einstaklinga með sjö milljónir eða minna í árstekjur og heimila með minna en 16 milljónir króna í árstekjur. Fólk sem var yngra en 50 ára við forsendubrestinn fær 68% af fjárhæð leiðréttingarinnar í sinn hlut. Þeir einstaklingar sem eiga minna en fjórar milljónir króna í eigið fé og heimili sem eiga minna en 13 milljónir króna í eigið fé fá um 55% fjárhæðar leiðréttingarinnar. Mest fá þeir sem ekkert eiga. Meira en helmingur af heildarfjárhæð leiðréttingarinnar rennur til fólks sem er undir meðallaunum.Áhrifin Ráðstöfunartekjur hjá þeim sem nýttu sér leiðréttinguna munu aukast um 17% eða 130-200 þúsund krónur á ári á árunum 2015-2017. Afborganir og vaxtagjöld heimilanna lækka um 22% til ársins 2017. Eiginfjárstaða 54 þúsund heimila styrkist með beinum hætti og fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekki neitt, yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2009 hefur það verið baráttumál Framsóknarflokksins að koma til móts við heimilin í landinu með niðurfellingu skulda. Hér hefur aldrei verið um neinn populisma að ræða, heldur hefur það snúist um réttlæti og sanngirni frá upphafi. Í október 2008 féll heilt bankakerfi á Íslandi eins og alþjóð veit. Bankarnir fóru of geyst sem varð til þess að almenningur sat uppi með verulegt tjón. Frá fyrsta degi hefur Framsóknarflokkurinn sagt að rétt væri að sækja fjármuni til þrotabúa föllnu bankanna og nota hluta þeirra fjármuna til að leiðrétta þann forsendubrest sem heimilin urðu fyrir. Á undanförnum árum hafa hundruð milljarða verið afskrifuð af fyrirtækjum ásamt því að hundruð milljarða gengislána hafa verið afskrifuð. Þegar kom svo að því að aðstoða venjuleg heimili með verðtryggð húsnæðislán hefur ekki verið hægt að gera meira. Nú hefur því verið breytt og er leiðréttingin fjármögnuð með sérstökum skatti á þrotabú föllnu bankanna. Heimilin eru undirstaðan Heimilin eru undirstaða efnahagslífsins. Há skuldsetning heimilanna dregur úr krafti efnahagslífsins. Um 30% heimila voru nærri vanskilum eða í vanskilum og greiðslubyrði lána var almennt of há. Í kjölfar leiðréttingarinnar er gert ráð fyrir að hagkerfið fái viðspyrnu til frekari vaxtar. Þegar við náum að styrkja enn frekar efnahagslífið getum við haldið áfram að styrkja þá innviði sem við erum flest sammála um að standa beri vörð um, s.s. heilbrigðis- og menntakerfið.Dreifing 110% leiðarinnar Í 110% leið fyrri ríkisstjórnar var heildarniðurfærsla verðtryggðra húsnæðiskulda um 45 milljarðar. Aðgerðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir, rúmlega sjö þúsund heimilum. Aðeins eitt prósent heimilanna (775 heimili) fékk um helming niðurfærslunnar eða rúmlega tuttugu milljarða. Þessi 775 heimili fengu öll yfir fimmtán milljóna króna niðurfærslu og meðaltal þeirra var um 26 milljónir.Dreifing leiðréttingarinnar Einstaklingar sem skulda minna en fimmtán milljónir króna og heimili sem skulda minna en þrjátíu milljónir króna fá rúmlega 70% af fjárhæð leiðréttingarinnar. Flestar fjölskyldur fá 1,4 milljónir króna í höfuðstólslækkun vegna leiðréttingarinnar og flestir einstaklingar fá um 800 þúsund krónur. Um 75% af fjárhæð leiðréttingarinnar renna til einstaklinga með sjö milljónir eða minna í árstekjur og heimila með minna en 16 milljónir króna í árstekjur. Fólk sem var yngra en 50 ára við forsendubrestinn fær 68% af fjárhæð leiðréttingarinnar í sinn hlut. Þeir einstaklingar sem eiga minna en fjórar milljónir króna í eigið fé og heimili sem eiga minna en 13 milljónir króna í eigið fé fá um 55% fjárhæðar leiðréttingarinnar. Mest fá þeir sem ekkert eiga. Meira en helmingur af heildarfjárhæð leiðréttingarinnar rennur til fólks sem er undir meðallaunum.Áhrifin Ráðstöfunartekjur hjá þeim sem nýttu sér leiðréttinguna munu aukast um 17% eða 130-200 þúsund krónur á ári á árunum 2015-2017. Afborganir og vaxtagjöld heimilanna lækka um 22% til ársins 2017. Eiginfjárstaða 54 þúsund heimila styrkist með beinum hætti og fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekki neitt, yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun