Auðkennisþjófar á Íslandi Helgi Teitur Helgason skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Við sem á Íslandi búum höfum blessunarlega verið að mestu verið laus við þá ógn sem felst í þjófnaði á auðkennum og persónuupplýsingum, m.a. greiðsluupplýsingum. Fámenn þjóð hefur til þessa ekki vakið áhuga glæpamanna sem þessa rányrkju stunda. Hinsvegar virðist nú vera breyting orðin á. Það er því ástæða til vekja athygli almennings á þessari stöðu. Í sumar bárust fréttir af því að afritunarbúnaði hefði verið komið fyrir á hraðbönkum á Íslandi. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem slíkur búnaður finnst hérlendis, oftast hefur hann verið fremur viðvaningslegur þó breyting hafi orðið á því á síðustu árum. Afritunarbúnaðurinn sem uppgötvaðist í sumar var hinsvegar af fullkominni gerð. Þessi tegund þjófnaðar er þekkt víða um heim. Hún felst í því að stela greiðsluupplýsingum og persónuauðkennum greiðslukorthafa sem nota sjálfsafgreiðslutæki. Þetta geta verið hraðbankar, bensínsjálfsalar, stöðumælar og í raun öll tæki sem taka við greiðslu með greiðslukortum. Persónulegum greiðsluupplýsingum og pin-númerum notenda þessara tækja er stolið og þær seldar á netinu þeim sem áhuga hafa á að gera sér þær að féþúfu. Eftirspurnin eykst sífellt enda er fjarlægðin milli glæpamannanna og brotaþolanna mikil og óveruleg hætta á að þeir sem auðgast mest náist nokkru sinni. Framleiðendur öryggisbúnaðar fyrir sjálfsafgreiðslutæki þróa varnir gegn auðkennisþjófnaði af þessu tagi. Sú þróun er alltaf eftir á eðli málsins samkvæmt. Notendur geta samt viðhaft einfaldar varúðarráðstafanir sem gera þjófum ómögulegt að komast í fjármuni þeirra þrátt fyrir afritun og er rétt og skylt að vekja athygli á þeim.Vísbending Sjálfsafgreiðslutæki eiga alltaf að vera í fullkomnu lagi. Auðkennisþjófar eiga gjarnan við tækin með einhverjum hætti og eru biluð ljós á tækinu, losarabragur á því, utanáliggjandi snúrur eða annað óeðlilegt ástand þeirra gjarnan vísbending um að ekki sé allt með felldu. Raufin sem greiðslukorti er stungið í á alltaf að vera laus við aðskotahluti. Afritun greiðsluupplýsinga á sér stað með búnaði sem notendur renna greiðslukortum sínum í gegnum þegar þeir stinga kortinu í tækið. Hægt er að koma auga á afritunarbúnaðinn með því að kíkja inn í raufina og hann fer sjaldnast framhjá notendum sé hann til staðar. Auðkennisþjófar koma myndavélum fyrir á tækjunum til að taka upp pin-númer notenda, sem þeir para svo við greiðsluupplýsingar greiðslukortanna. Við innslátt pin-númers er góð regla að hylja lyklaborðið með veski eða lófa, þannig að ekki sé hægt að sjá hvaða tölur eru slegnar inn. Sem betur fer hefur fjárhagstjón vegna atvika af þessu tagi verið óverulegt til þessa. Óþægindi notenda þegar persónuauðkennum þeirra er stolið eru hinsvegar talsverð. Almenn vitund og mótaðgerðir eru til þess fallnar að auðkennisþjófnaður af þessu tagi mistakist og það er þannig með þessa þjófa, eins og aðra, að rýr árangur af verkum þeirra er besta vörnin gegn þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem á Íslandi búum höfum blessunarlega verið að mestu verið laus við þá ógn sem felst í þjófnaði á auðkennum og persónuupplýsingum, m.a. greiðsluupplýsingum. Fámenn þjóð hefur til þessa ekki vakið áhuga glæpamanna sem þessa rányrkju stunda. Hinsvegar virðist nú vera breyting orðin á. Það er því ástæða til vekja athygli almennings á þessari stöðu. Í sumar bárust fréttir af því að afritunarbúnaði hefði verið komið fyrir á hraðbönkum á Íslandi. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem slíkur búnaður finnst hérlendis, oftast hefur hann verið fremur viðvaningslegur þó breyting hafi orðið á því á síðustu árum. Afritunarbúnaðurinn sem uppgötvaðist í sumar var hinsvegar af fullkominni gerð. Þessi tegund þjófnaðar er þekkt víða um heim. Hún felst í því að stela greiðsluupplýsingum og persónuauðkennum greiðslukorthafa sem nota sjálfsafgreiðslutæki. Þetta geta verið hraðbankar, bensínsjálfsalar, stöðumælar og í raun öll tæki sem taka við greiðslu með greiðslukortum. Persónulegum greiðsluupplýsingum og pin-númerum notenda þessara tækja er stolið og þær seldar á netinu þeim sem áhuga hafa á að gera sér þær að féþúfu. Eftirspurnin eykst sífellt enda er fjarlægðin milli glæpamannanna og brotaþolanna mikil og óveruleg hætta á að þeir sem auðgast mest náist nokkru sinni. Framleiðendur öryggisbúnaðar fyrir sjálfsafgreiðslutæki þróa varnir gegn auðkennisþjófnaði af þessu tagi. Sú þróun er alltaf eftir á eðli málsins samkvæmt. Notendur geta samt viðhaft einfaldar varúðarráðstafanir sem gera þjófum ómögulegt að komast í fjármuni þeirra þrátt fyrir afritun og er rétt og skylt að vekja athygli á þeim.Vísbending Sjálfsafgreiðslutæki eiga alltaf að vera í fullkomnu lagi. Auðkennisþjófar eiga gjarnan við tækin með einhverjum hætti og eru biluð ljós á tækinu, losarabragur á því, utanáliggjandi snúrur eða annað óeðlilegt ástand þeirra gjarnan vísbending um að ekki sé allt með felldu. Raufin sem greiðslukorti er stungið í á alltaf að vera laus við aðskotahluti. Afritun greiðsluupplýsinga á sér stað með búnaði sem notendur renna greiðslukortum sínum í gegnum þegar þeir stinga kortinu í tækið. Hægt er að koma auga á afritunarbúnaðinn með því að kíkja inn í raufina og hann fer sjaldnast framhjá notendum sé hann til staðar. Auðkennisþjófar koma myndavélum fyrir á tækjunum til að taka upp pin-númer notenda, sem þeir para svo við greiðsluupplýsingar greiðslukortanna. Við innslátt pin-númers er góð regla að hylja lyklaborðið með veski eða lófa, þannig að ekki sé hægt að sjá hvaða tölur eru slegnar inn. Sem betur fer hefur fjárhagstjón vegna atvika af þessu tagi verið óverulegt til þessa. Óþægindi notenda þegar persónuauðkennum þeirra er stolið eru hinsvegar talsverð. Almenn vitund og mótaðgerðir eru til þess fallnar að auðkennisþjófnaður af þessu tagi mistakist og það er þannig með þessa þjófa, eins og aðra, að rýr árangur af verkum þeirra er besta vörnin gegn þeim.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun