Opið bréf til Alþingis Garðar Baldvinsson skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Alþingi hefur nú til meðferðar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015. Skv. kynningu ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að afnema skerðingar þær sem lögbundnar voru árið 2009 á lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins hjá öryrkjum og öldruðum. Þær skerðingar voru sagðar króna fyrir krónu af lífeyri frá TR vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum til þessara hópa, að u.þ.b. kr. 70.000. Skerðing þessi var eins konar lán eða framlag öryrkja og eldri borgara til samfélagsins sem eðlilegt er að verði afnumið. 1. janúar sl. var hluti skerðingarinnar endurgreiddur frá sama tíma, þó aðeins þannig t.d. að manneskja, sem fékk 60.000 kr. frá lífeyrissjóði f. skatt og var lífeyrir frá TR skertur sem því nam, fékk aðeins 8.500 kr. eftir skatt (um 13.000 f. skatt), þ.e. aðeins liðlega 20% skerðingarinnar hafa verið afnumin. Fjármálaráðherra gerir hins vegar tillögu um að koma til móts við öryrkja með því að halda áfram núverandi frítekjumarki, sem er um 1.390.000 kr. á ári. Af þessu tilefni er rétt að nefna eftirfarandi tölur sem fengnar eru frá TR og eru nýjastar frá 2012.Skerðing hjá öllum Öryrkjar sem þiggja greiðslur frá TR eru samtals 16.483. Um leið þiggja 16.503 greiðslur frá lífeyrissjóði (20 fleiri en þiggja greiðslur frá TR). 4.999 fá frá lífeyrissjóði meira en nemur 70.000 kr. f. skatt, sem þýðir að 11.504 þiggja greiðslur frá lífeyrissjóði sem nema á bilinu 1 til 70.000 kr. Þetta þýðir með öðrum orðum að allir öryrkjar búa við skerðingu á sínum greiðslum frá TR og hlutfallslega mest þeir sem minnst mega sín. Af 16.483 öryrkjum sem þiggja greiðslur frá TR hafa 3.858 hins vegar einhverjar atvinnutekjur, 2.304 hafa meiri atvinnutekjur en nemur frítekjumarkinu. Sem sé, 1.554 lífeyrisþegar hafa atvinnutekjur undir markinu. Af þessum tveimur hópum, öryrkjum sem hafa atvinnutekjur annars vegar og hins vegar öryrkjar sem hafa greiðslur frá lífeyrissjóði, er seinni hópurinn miklu fjölmennari. Því kæmi afnám skerðingar frá 2009 til bóta fyrir miklu fleiri öryrkja (16.483) en viðhald frítekjumarksins (1.554). Vil ég því leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að endurskoða þennan þátt fjárlagafrumvarpsins sem lýtur að öryrkjum og afnema frekar skerðinguna frá 2009, hvort sem er að öllu eða verulegu leyti. Tekjur til þessa verkefnis gætu fengist með auknu veiðigjaldi og/eða því að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki t.d. í áliðnaði flytji afrakstur starfsemi sinnar úr landi með útflutningi vaxta og skulda, svo ekki sé minnst á aflandsfélög þau sem virðast skv. nýjustu gögnum hafa komist undan skattgreiðslum svo milljörðum skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til meðferðar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015. Skv. kynningu ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að afnema skerðingar þær sem lögbundnar voru árið 2009 á lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins hjá öryrkjum og öldruðum. Þær skerðingar voru sagðar króna fyrir krónu af lífeyri frá TR vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum til þessara hópa, að u.þ.b. kr. 70.000. Skerðing þessi var eins konar lán eða framlag öryrkja og eldri borgara til samfélagsins sem eðlilegt er að verði afnumið. 1. janúar sl. var hluti skerðingarinnar endurgreiddur frá sama tíma, þó aðeins þannig t.d. að manneskja, sem fékk 60.000 kr. frá lífeyrissjóði f. skatt og var lífeyrir frá TR skertur sem því nam, fékk aðeins 8.500 kr. eftir skatt (um 13.000 f. skatt), þ.e. aðeins liðlega 20% skerðingarinnar hafa verið afnumin. Fjármálaráðherra gerir hins vegar tillögu um að koma til móts við öryrkja með því að halda áfram núverandi frítekjumarki, sem er um 1.390.000 kr. á ári. Af þessu tilefni er rétt að nefna eftirfarandi tölur sem fengnar eru frá TR og eru nýjastar frá 2012.Skerðing hjá öllum Öryrkjar sem þiggja greiðslur frá TR eru samtals 16.483. Um leið þiggja 16.503 greiðslur frá lífeyrissjóði (20 fleiri en þiggja greiðslur frá TR). 4.999 fá frá lífeyrissjóði meira en nemur 70.000 kr. f. skatt, sem þýðir að 11.504 þiggja greiðslur frá lífeyrissjóði sem nema á bilinu 1 til 70.000 kr. Þetta þýðir með öðrum orðum að allir öryrkjar búa við skerðingu á sínum greiðslum frá TR og hlutfallslega mest þeir sem minnst mega sín. Af 16.483 öryrkjum sem þiggja greiðslur frá TR hafa 3.858 hins vegar einhverjar atvinnutekjur, 2.304 hafa meiri atvinnutekjur en nemur frítekjumarkinu. Sem sé, 1.554 lífeyrisþegar hafa atvinnutekjur undir markinu. Af þessum tveimur hópum, öryrkjum sem hafa atvinnutekjur annars vegar og hins vegar öryrkjar sem hafa greiðslur frá lífeyrissjóði, er seinni hópurinn miklu fjölmennari. Því kæmi afnám skerðingar frá 2009 til bóta fyrir miklu fleiri öryrkja (16.483) en viðhald frítekjumarksins (1.554). Vil ég því leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að endurskoða þennan þátt fjárlagafrumvarpsins sem lýtur að öryrkjum og afnema frekar skerðinguna frá 2009, hvort sem er að öllu eða verulegu leyti. Tekjur til þessa verkefnis gætu fengist með auknu veiðigjaldi og/eða því að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki t.d. í áliðnaði flytji afrakstur starfsemi sinnar úr landi með útflutningi vaxta og skulda, svo ekki sé minnst á aflandsfélög þau sem virðast skv. nýjustu gögnum hafa komist undan skattgreiðslum svo milljörðum skiptir.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun