Allt stefnir í algjört neyðarástand Kári Örn Hinriksson skrifar 11. nóvember 2014 10:02 Ég heiti Kári Örn Hinriksson og ég er blaðamaður. Ég er giftur, bý í Mosfellsbæ og er 26 ára gamall krabbameinssjúklingur. Ég ætla að byrja þetta á einu, og það er að þakka öllu því heilbrigðisstarfsfólki sem hefur undanfarin ár þurft að starfa, fyrir allt of lág laun, við gífurlega erfiðar aðstæður í óásættanlegu vinnuumhverfi. Þetta fólk á hrós skilið fyrir að reyna að halda úti grunnþjónustu á Landspítalanum, nánast með hjartahlýju eina að vopni. Því það fækkar alltaf björgunum sem það hefur að vinna með. Það er þannig, að þegar að við tölum um ástandið á landspítalanum, þá erum við ekki að tala um hversu vanhæft starfsfólkið er, því þvert á móti höfum við heilbrigðisstarfsfólk í heimsklassa. Það er samt ekki gefið, og allt stefnir í að við munum ekki ganga að því vísu í nánustu framtíð, og það er ein af ástæðunum fyrir því að ég stend fyrir framan ykkur hérna í dag. Ég stend hérna í dag, því það stefnir í að íslenskur almenningur geti ekki gengið að lífsnauðsynlegri sérfræðiþjónustu vísu, því launin sem við bjóðum hámenntuðu heilbrigðisstarfsfólki upp á, sem er kannski með 15 ára nám á bakinu og námslán við hæfi, eru einfaldlega ekki samkeppnishæf. Þetta fólk lærir líka á tæki og tækni í sínu námi sem við höfum ekki yfir að ráða á Landspítalanum í dag, því við höfum vanrækt að kaupa nýjustu tæki og einfaldlega því að bygging gamla landspítalans getur ekki staðið undir þeim. Þetta fólk vill eflaust vinna á vinnustað þar sem mygla og maurar grassera ekki, í húsi sem ekki lekur og á deildum þar sem álagið er ekki nánast ómannlegt. Það er nánast almennt viðhorf íslenskra lækna í sérfræðinámi, að koma ekki heim, og ég skil þá alveg. Læknakjaradeilan, sem margir sjúklingar hafa fundið fyrir á undanförnum dögum, er því ekki græðgi þeirra lækna sem starfa hér á landi í dag, heldur gera þessir læknar sér grein fyrir að við þurfum að hækka laun þessa fólks, svo að þessi sérfræðiþekking sem við höfum gengið að vísu undanfarna áratugi, hverfi ekki úr landi. Ég stend hérna líka í dag af því því að við erum að senda fársjúkt fólk, eitt til útlanda til þess eins að fá almennilega myndgreiningu á sínu krabbameini, í tækjum sem eru orðin staðabúnaður á öllum stórum vestrænum sjúkrastofnunum, nema hér á Íslandi. Ég stend hérna líka af því að krabbameinslæknar á Landspítalanum hafi gefið út að við séum ekki að taka upp ný krabbameinslyf eins hratt og aðrar þjóðir vegna fjárskorts. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á krabbameinsdeildinni kom í fréttum um daginn og sagði að við værum dottinn úr efstu deild í krabbameinslækningum, og ég er alveg sammála honum.Kári Örn HinrikssonÉg stend hérna í dag því ég er einn þeirra sem hef þurft að bíða lengi eftir því að komast í rannsóknir á mínum lífsógnandi sjúkdómi vegna þess að myndgreiningartækin eru biluð, eða það er bannað að vinna yfirvinnu á röntgengreiningadeild. Ég stend hérna líka af því að það eru lög brotin á sjúklingum á hverjum einasta degi á spítalanum. Og það er staðreynd. Gangainnlagnir á sumum deildum eru daglegt brauð þar sem rúmanýting er vel yfir 100%. Þetta eykur ekki bara álag á fárveiku fólki og þeim sem eiga að hjúkra því, heldur er þetta einfaldlega brot á lögum um friðhelg einkalífs sjúklinga. Talandi um lög um réttindi sjúklinga, en þar stendur orðrétt, í þriðju grein frá 1997 um réttindi sjúklinga að „ sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita og að hann eigi rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á.“ Þetta er ekki í gangi á Íslandi í dag. Ég stend hérna fyrir framan Austurvöll, fyrir framan Alþingi allra Íslendinga og fullyrði að lög um réttindi sjúklinga séu brotin á hverjum degi. Ég stend líka fyrir framan ykkur hérna í kvöld af því að ég veit að ástandið er ekkert að fara að skána nema að eitthvað róttækt verði gert, nýr spítali og betri kjör heilbrigðisstarfsfólks er svarið. Þekktir og reyndir læknar hafa komið í fjölmiðla og sagt okkur að þjóðin sé að eldast, að það séu að koma stórir árgangar sem fæddust eftir seinna stríð á þann aldur sem þarf hvað mesta spítalaþjónustu. Álagið á allt heilbrigðiskerfið á bara eftir að aukast á næstu árum og það stefnir í algert neyðarástand á Landspítalanum ef ekkert verður gert, og það strax. Í loforðaflaumi Framsóknar fyrir síðustu kosningar kom fólk eins og Sigmundur Davíð og Vigdís Hauks með alls konar loforð um bragarbót í heilbrigðismálum, en eins og nánast allt sem þetta blessaða fólk hefur sagt og gert, þá hefur það verið svikið. Það þarf ekki að líta nema á síðustu tvö fjárlög, flóttahátt ráðamanna þegar að heilbrigðiskerfið ber á góma, og hlægilegt boð ríkisins um 3% launahækkun lækna, til að sjá að þetta hefur verið svikið. Og nýjasta nýtt er að ekki er gert fyrir aukafjárveitingu til spítalans á fjáraukalögum í ár. Það er algert rothögg inn í þetta umhverfi, enda hefur það komið fram að allt stefni í spítalinn verði rekinn með tapi í ár. Og þetta sýnir bara svart á hvítu hvað ríkisstjórnin hefur ekki hugmynd um, eða er alveg drullu sama um, heilbrigðiskerfi allra Íslendinga. Og gagnrýni á stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki hefur verið svarað með týpískum hroka og skætingi, frá mönnum eins og Karli Garðarssyni og Brynjari Níelssyni. Brynjar skrifaði um daginn að gáfnaljós á vinstri vængnum hefðu með aðstoð fjölmiðla náð að telja almenningi trú um að heilbrigðiskerfið hérna væri svo slæmt. Þetta segir hann á sama tíma og fréttir berast af því að vel stæðir Íslendingar séu að sækja læknisþjónustu erlendis í auknum mæli. Svo vitnar hann í gamlar tölum um ungbarnadauða, sem er svona staðall sem þriðju heims löndin í Afríku eru að nota til að mæla heilbrigðiskerfið sitt. Maðurinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala um. Þetta er allt að gerast núna, á sama tíma og kostnaðarhlutdeild fársjúks fólks, er að aukast gífurlega og margir þurfa hreinlega að neita sér um nauðsynlega þjónustu eða lyf vegna fjárskorts. Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur þegar að ég hugsa um þetta fólk sem er að stjórna landinu, sem þarf að gera sér grein fyrir því, að þjáning sjúklinga er meiri hér á landi en hún ætti að vera, álagið á starfsfólkinu er miklu meira en það ætti að vera og allt stefnir í algert neyðarástand í orðsins fyllstu merkingu ef ekkert verður gert neitt. Góðar stundirKári Örn Hinriksson flutti ræðuna á mótmælunum á Austurvelli þann 10. nóvember Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Kári Örn Hinriksson og ég er blaðamaður. Ég er giftur, bý í Mosfellsbæ og er 26 ára gamall krabbameinssjúklingur. Ég ætla að byrja þetta á einu, og það er að þakka öllu því heilbrigðisstarfsfólki sem hefur undanfarin ár þurft að starfa, fyrir allt of lág laun, við gífurlega erfiðar aðstæður í óásættanlegu vinnuumhverfi. Þetta fólk á hrós skilið fyrir að reyna að halda úti grunnþjónustu á Landspítalanum, nánast með hjartahlýju eina að vopni. Því það fækkar alltaf björgunum sem það hefur að vinna með. Það er þannig, að þegar að við tölum um ástandið á landspítalanum, þá erum við ekki að tala um hversu vanhæft starfsfólkið er, því þvert á móti höfum við heilbrigðisstarfsfólk í heimsklassa. Það er samt ekki gefið, og allt stefnir í að við munum ekki ganga að því vísu í nánustu framtíð, og það er ein af ástæðunum fyrir því að ég stend fyrir framan ykkur hérna í dag. Ég stend hérna í dag, því það stefnir í að íslenskur almenningur geti ekki gengið að lífsnauðsynlegri sérfræðiþjónustu vísu, því launin sem við bjóðum hámenntuðu heilbrigðisstarfsfólki upp á, sem er kannski með 15 ára nám á bakinu og námslán við hæfi, eru einfaldlega ekki samkeppnishæf. Þetta fólk lærir líka á tæki og tækni í sínu námi sem við höfum ekki yfir að ráða á Landspítalanum í dag, því við höfum vanrækt að kaupa nýjustu tæki og einfaldlega því að bygging gamla landspítalans getur ekki staðið undir þeim. Þetta fólk vill eflaust vinna á vinnustað þar sem mygla og maurar grassera ekki, í húsi sem ekki lekur og á deildum þar sem álagið er ekki nánast ómannlegt. Það er nánast almennt viðhorf íslenskra lækna í sérfræðinámi, að koma ekki heim, og ég skil þá alveg. Læknakjaradeilan, sem margir sjúklingar hafa fundið fyrir á undanförnum dögum, er því ekki græðgi þeirra lækna sem starfa hér á landi í dag, heldur gera þessir læknar sér grein fyrir að við þurfum að hækka laun þessa fólks, svo að þessi sérfræðiþekking sem við höfum gengið að vísu undanfarna áratugi, hverfi ekki úr landi. Ég stend hérna líka í dag af því því að við erum að senda fársjúkt fólk, eitt til útlanda til þess eins að fá almennilega myndgreiningu á sínu krabbameini, í tækjum sem eru orðin staðabúnaður á öllum stórum vestrænum sjúkrastofnunum, nema hér á Íslandi. Ég stend hérna líka af því að krabbameinslæknar á Landspítalanum hafi gefið út að við séum ekki að taka upp ný krabbameinslyf eins hratt og aðrar þjóðir vegna fjárskorts. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á krabbameinsdeildinni kom í fréttum um daginn og sagði að við værum dottinn úr efstu deild í krabbameinslækningum, og ég er alveg sammála honum.Kári Örn HinrikssonÉg stend hérna í dag því ég er einn þeirra sem hef þurft að bíða lengi eftir því að komast í rannsóknir á mínum lífsógnandi sjúkdómi vegna þess að myndgreiningartækin eru biluð, eða það er bannað að vinna yfirvinnu á röntgengreiningadeild. Ég stend hérna líka af því að það eru lög brotin á sjúklingum á hverjum einasta degi á spítalanum. Og það er staðreynd. Gangainnlagnir á sumum deildum eru daglegt brauð þar sem rúmanýting er vel yfir 100%. Þetta eykur ekki bara álag á fárveiku fólki og þeim sem eiga að hjúkra því, heldur er þetta einfaldlega brot á lögum um friðhelg einkalífs sjúklinga. Talandi um lög um réttindi sjúklinga, en þar stendur orðrétt, í þriðju grein frá 1997 um réttindi sjúklinga að „ sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita og að hann eigi rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á.“ Þetta er ekki í gangi á Íslandi í dag. Ég stend hérna fyrir framan Austurvöll, fyrir framan Alþingi allra Íslendinga og fullyrði að lög um réttindi sjúklinga séu brotin á hverjum degi. Ég stend líka fyrir framan ykkur hérna í kvöld af því að ég veit að ástandið er ekkert að fara að skána nema að eitthvað róttækt verði gert, nýr spítali og betri kjör heilbrigðisstarfsfólks er svarið. Þekktir og reyndir læknar hafa komið í fjölmiðla og sagt okkur að þjóðin sé að eldast, að það séu að koma stórir árgangar sem fæddust eftir seinna stríð á þann aldur sem þarf hvað mesta spítalaþjónustu. Álagið á allt heilbrigðiskerfið á bara eftir að aukast á næstu árum og það stefnir í algert neyðarástand á Landspítalanum ef ekkert verður gert, og það strax. Í loforðaflaumi Framsóknar fyrir síðustu kosningar kom fólk eins og Sigmundur Davíð og Vigdís Hauks með alls konar loforð um bragarbót í heilbrigðismálum, en eins og nánast allt sem þetta blessaða fólk hefur sagt og gert, þá hefur það verið svikið. Það þarf ekki að líta nema á síðustu tvö fjárlög, flóttahátt ráðamanna þegar að heilbrigðiskerfið ber á góma, og hlægilegt boð ríkisins um 3% launahækkun lækna, til að sjá að þetta hefur verið svikið. Og nýjasta nýtt er að ekki er gert fyrir aukafjárveitingu til spítalans á fjáraukalögum í ár. Það er algert rothögg inn í þetta umhverfi, enda hefur það komið fram að allt stefni í spítalinn verði rekinn með tapi í ár. Og þetta sýnir bara svart á hvítu hvað ríkisstjórnin hefur ekki hugmynd um, eða er alveg drullu sama um, heilbrigðiskerfi allra Íslendinga. Og gagnrýni á stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki hefur verið svarað með týpískum hroka og skætingi, frá mönnum eins og Karli Garðarssyni og Brynjari Níelssyni. Brynjar skrifaði um daginn að gáfnaljós á vinstri vængnum hefðu með aðstoð fjölmiðla náð að telja almenningi trú um að heilbrigðiskerfið hérna væri svo slæmt. Þetta segir hann á sama tíma og fréttir berast af því að vel stæðir Íslendingar séu að sækja læknisþjónustu erlendis í auknum mæli. Svo vitnar hann í gamlar tölum um ungbarnadauða, sem er svona staðall sem þriðju heims löndin í Afríku eru að nota til að mæla heilbrigðiskerfið sitt. Maðurinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala um. Þetta er allt að gerast núna, á sama tíma og kostnaðarhlutdeild fársjúks fólks, er að aukast gífurlega og margir þurfa hreinlega að neita sér um nauðsynlega þjónustu eða lyf vegna fjárskorts. Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur þegar að ég hugsa um þetta fólk sem er að stjórna landinu, sem þarf að gera sér grein fyrir því, að þjáning sjúklinga er meiri hér á landi en hún ætti að vera, álagið á starfsfólkinu er miklu meira en það ætti að vera og allt stefnir í algert neyðarástand í orðsins fyllstu merkingu ef ekkert verður gert neitt. Góðar stundirKári Örn Hinriksson flutti ræðuna á mótmælunum á Austurvelli þann 10. nóvember
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun