Vegna hugmynda Illuga Hjalti Þór Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2014 12:25 Menntamálaráðherra hefur nú í hyggju að stytta nám til stúdentsprófs því fýsilegt sé að íslensk ungmenni ljúki þessum áfanga um svipað leyti og jafnaldrar þeirra í öðrum löndum og að slík aðgerð eigi að geta spornað við brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Hann á hrós skilið fyrir að vilja nemendum vel en þó er vert að gera nokkrar athugasemdir við hugmyndir hans.Markmið og styttingNiðurstöður kannana gefa sterklega til kynna að grunnskólanemendur frá Íslandi standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Er það miður en hins vegar hafa menntaskólar jafnan bætt upp fyrir það og skilað nemendum af sér í háskóla jafnvígum nemendum annarra landa á þessum tímamótum þótt það sé ekki algilt. Til marks um þetta má til dæmis nefna að íslenskt stúdentspróf hefur jafnan nægt til inngöngu í virta erlenda háskóla, árangur Íslendinga í háskólum erlendis og alþjóðlegum keppnum svo dæmi séu tekin. Markmið menntakerfa er að sjálfsögðu að undirbúa nemendur undir frekari áskoranir lífsins og þá sér í lagi tryggja þeim gott veganesti til iðkunar ýmissa fræða sér til ánægju, upplýsingar og undirbúnings fyrir þarfir atvinnulífsins. Það yrði gríðarlegt áhyggjuefni ef íslenska skólakerfið færðist fjær þessu marki því viljum við tryggja hér góð lífsgæði, samanborið við aðrar þjóðir, er algjört grundvallarskilyrði að héðan komi einstaklingar samkeppnishæfir öðrum á alþjóðavinnumarkaði. Með þetta markmið að leiðarljósi og miðað við hvernig íslenskir nemendur standa í grunnskólum annars vegar og menntaskólum hins vegar virðist ekki skynsamlegt að stytta framhaldsskólann og auka þar með vægi grunnskóla fram að stúdentsprófi. Það er vel hugsanlegt fyrir íslenska menntakerfið að skila nemendum af sér með gott stúdentspróf á sama tíma og aðrar þjóðir án þess að stytta framhaldsskólann. Til að mynda mætti vel stytta grunnskólann en álag í honum er ekki mikið samanborið við það sem þekkist annars staðar. Auk þeirra ástæðna sem nefndar voru í síðustu efnisgrein og þess að kennarar í menntaskólum eru allajafna betur að sér í sínum fögum er að öllum líkindum skynsamlegra að klippa ár af grunnskólanum en framhaldsskólanum eigi að gera það á annað borð. Margan grunar að ástæða þess hví Illugi áformar að stytta framhaldsskólann, frekar en grunnskólann, sé að þá skrifist sparnaðurinn, sem af styttingu hlytist, á ríkið en annars á sveitarfélögin. Það á samt ekki að hafa áhrif á fyrirætlanir ráðherra því hægur vandi er að gera kerfisbreytingu sem fæli í sér að ríkið tæki yfir rekstur grunnskólanna og þá skrifaðist sparnaðurinn, hvort heldur sem yrði valið, á ríkissjóð.BrottfallNú er það yfirlýst markmið menntamálaráðherra að minnka brottfall úr framhaldsskólum og stuðla að því að þrír af hverjum fimm nemendum útskrifist úr þeim á tilsettum tíma en núna er hlutfallið undir helmingi. Það er hins vegar mikilvægt að skoða hvernig þetta hlutfall er eftir námsleiðum en þá kemur í ljós að þetta markmið næst og gott betur á hefðbundnum bóknámsbrautum. Því er spurning hvort ekki ætti að reyna að beina aðgerðum, til úrbóta þessum vanda, hnitmiðað þangað sem við á en ekki ráðast á allt kerfið því ljóst er að hann er heldur staðbundinn. Áður en það er gert þarf þó að íhuga hvað veldur því að sumir nemendur útskrifast ekki á tilsettum tíma, ljúki þeir námi á annað borð. Ástæður þess eru ekki augljósar og eflaust engin ein sem skýrir þetta. Þó er ekki fráleitt að geta sér til um að hluta brottfalls úr skólum megi skýra með því að sumir nemendur eru í námi sem þeir hafa engan áhuga á, ekkert gaman af og fái ekki að nálgast það á eigin forsendum. Að þessu gefnu þarf að auka sveigjanleika námsins og auka valfrelsi nemenda. Fækka boðum úr ráðuneyti um að sitja þurfi ógrynni fyrirframákveðinna námskeiða vilji maður ljúka prófi á framhaldsskólastigi heldur geti hann valið sína námsleið sniðna að sinni hentisemi eftir því sem kostur er. Skólarnir eiga að njóta frelsis til að bjóða upp á sínar eigin leiðir og koma til móts við nemendur eftir eigin höfði en sú leið er vænlegri til árangurs, eigi að koma til móts við sem flesta nemendur, en sú að skólarnir starfi eftir stífum ramma frá ráðuneytinu. Vonandi mun Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, halda áfram að stuðla að úrbótum í menntakerfinu með hag nemenda fyrir brjósti en þá þarf hann líka að hlusta á þá er málið varðar og fólk sem hefur reynslu af málaflokknum í stað þess að vaða áfram í blindni, haldandi fyrir eyrun og ætla, sama hvað hver segir, að stytta framhaldsskólann. Fórnarkostnaður vegna slæmra ákvarðana í menntamálum þjóðar getur verið gríðarlegur og því rétt að fara með gát. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur nú í hyggju að stytta nám til stúdentsprófs því fýsilegt sé að íslensk ungmenni ljúki þessum áfanga um svipað leyti og jafnaldrar þeirra í öðrum löndum og að slík aðgerð eigi að geta spornað við brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Hann á hrós skilið fyrir að vilja nemendum vel en þó er vert að gera nokkrar athugasemdir við hugmyndir hans.Markmið og styttingNiðurstöður kannana gefa sterklega til kynna að grunnskólanemendur frá Íslandi standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Er það miður en hins vegar hafa menntaskólar jafnan bætt upp fyrir það og skilað nemendum af sér í háskóla jafnvígum nemendum annarra landa á þessum tímamótum þótt það sé ekki algilt. Til marks um þetta má til dæmis nefna að íslenskt stúdentspróf hefur jafnan nægt til inngöngu í virta erlenda háskóla, árangur Íslendinga í háskólum erlendis og alþjóðlegum keppnum svo dæmi séu tekin. Markmið menntakerfa er að sjálfsögðu að undirbúa nemendur undir frekari áskoranir lífsins og þá sér í lagi tryggja þeim gott veganesti til iðkunar ýmissa fræða sér til ánægju, upplýsingar og undirbúnings fyrir þarfir atvinnulífsins. Það yrði gríðarlegt áhyggjuefni ef íslenska skólakerfið færðist fjær þessu marki því viljum við tryggja hér góð lífsgæði, samanborið við aðrar þjóðir, er algjört grundvallarskilyrði að héðan komi einstaklingar samkeppnishæfir öðrum á alþjóðavinnumarkaði. Með þetta markmið að leiðarljósi og miðað við hvernig íslenskir nemendur standa í grunnskólum annars vegar og menntaskólum hins vegar virðist ekki skynsamlegt að stytta framhaldsskólann og auka þar með vægi grunnskóla fram að stúdentsprófi. Það er vel hugsanlegt fyrir íslenska menntakerfið að skila nemendum af sér með gott stúdentspróf á sama tíma og aðrar þjóðir án þess að stytta framhaldsskólann. Til að mynda mætti vel stytta grunnskólann en álag í honum er ekki mikið samanborið við það sem þekkist annars staðar. Auk þeirra ástæðna sem nefndar voru í síðustu efnisgrein og þess að kennarar í menntaskólum eru allajafna betur að sér í sínum fögum er að öllum líkindum skynsamlegra að klippa ár af grunnskólanum en framhaldsskólanum eigi að gera það á annað borð. Margan grunar að ástæða þess hví Illugi áformar að stytta framhaldsskólann, frekar en grunnskólann, sé að þá skrifist sparnaðurinn, sem af styttingu hlytist, á ríkið en annars á sveitarfélögin. Það á samt ekki að hafa áhrif á fyrirætlanir ráðherra því hægur vandi er að gera kerfisbreytingu sem fæli í sér að ríkið tæki yfir rekstur grunnskólanna og þá skrifaðist sparnaðurinn, hvort heldur sem yrði valið, á ríkissjóð.BrottfallNú er það yfirlýst markmið menntamálaráðherra að minnka brottfall úr framhaldsskólum og stuðla að því að þrír af hverjum fimm nemendum útskrifist úr þeim á tilsettum tíma en núna er hlutfallið undir helmingi. Það er hins vegar mikilvægt að skoða hvernig þetta hlutfall er eftir námsleiðum en þá kemur í ljós að þetta markmið næst og gott betur á hefðbundnum bóknámsbrautum. Því er spurning hvort ekki ætti að reyna að beina aðgerðum, til úrbóta þessum vanda, hnitmiðað þangað sem við á en ekki ráðast á allt kerfið því ljóst er að hann er heldur staðbundinn. Áður en það er gert þarf þó að íhuga hvað veldur því að sumir nemendur útskrifast ekki á tilsettum tíma, ljúki þeir námi á annað borð. Ástæður þess eru ekki augljósar og eflaust engin ein sem skýrir þetta. Þó er ekki fráleitt að geta sér til um að hluta brottfalls úr skólum megi skýra með því að sumir nemendur eru í námi sem þeir hafa engan áhuga á, ekkert gaman af og fái ekki að nálgast það á eigin forsendum. Að þessu gefnu þarf að auka sveigjanleika námsins og auka valfrelsi nemenda. Fækka boðum úr ráðuneyti um að sitja þurfi ógrynni fyrirframákveðinna námskeiða vilji maður ljúka prófi á framhaldsskólastigi heldur geti hann valið sína námsleið sniðna að sinni hentisemi eftir því sem kostur er. Skólarnir eiga að njóta frelsis til að bjóða upp á sínar eigin leiðir og koma til móts við nemendur eftir eigin höfði en sú leið er vænlegri til árangurs, eigi að koma til móts við sem flesta nemendur, en sú að skólarnir starfi eftir stífum ramma frá ráðuneytinu. Vonandi mun Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, halda áfram að stuðla að úrbótum í menntakerfinu með hag nemenda fyrir brjósti en þá þarf hann líka að hlusta á þá er málið varðar og fólk sem hefur reynslu af málaflokknum í stað þess að vaða áfram í blindni, haldandi fyrir eyrun og ætla, sama hvað hver segir, að stytta framhaldsskólann. Fórnarkostnaður vegna slæmra ákvarðana í menntamálum þjóðar getur verið gríðarlegur og því rétt að fara með gát.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun