Lúxusbílamerkin með 10-11% af markaðnum Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2014 14:28 Mercedes Benz CLA 250 Þrátt fyrir að mikill vöxtur hafi verið í sölu bíla í Bandaríkjunum, sem bendir til ágæts efnahagslegs ástands, hafa lúxusbílaframleiðendurnir ekki aukið við hlutdeild sína. Áfram eru þeir með á bilinu 10 til 11% af heildarsölunni. Þróunin hefur verið sú að kaupendur þeirra hafa frekar valið sér jepplinga en fólksbíla. Þýsku framleiðendurnir hafa aukið nokkuð við sölu sína, þ.e. Mercedes Benz, Audi, BMW og Porsche en lúxusmerkin Lexus og Lincoln töpuðu hlutdeild. Einnig er vert að hafa í huga að tveir framleiðendur sem einnig töldust meðal þeirra, Hummer og Saab hurfu af markaðnum. Einn framleiðandi bættist þó við, rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sem fór úr engu í 0,12% allra seldra bíla og viðbúið að það muni enn aukast. Einnig er hætt við því að nýir jepplingar lúxusbílaframleiðendanna, þ.e. Mercedes Benz GLA, Audi Q1 og Porsche Macan muni enn auka veg þeirra á kostnað fólksbíla þeirra. Það kemur í ljós á þessu ári. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent
Þrátt fyrir að mikill vöxtur hafi verið í sölu bíla í Bandaríkjunum, sem bendir til ágæts efnahagslegs ástands, hafa lúxusbílaframleiðendurnir ekki aukið við hlutdeild sína. Áfram eru þeir með á bilinu 10 til 11% af heildarsölunni. Þróunin hefur verið sú að kaupendur þeirra hafa frekar valið sér jepplinga en fólksbíla. Þýsku framleiðendurnir hafa aukið nokkuð við sölu sína, þ.e. Mercedes Benz, Audi, BMW og Porsche en lúxusmerkin Lexus og Lincoln töpuðu hlutdeild. Einnig er vert að hafa í huga að tveir framleiðendur sem einnig töldust meðal þeirra, Hummer og Saab hurfu af markaðnum. Einn framleiðandi bættist þó við, rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sem fór úr engu í 0,12% allra seldra bíla og viðbúið að það muni enn aukast. Einnig er hætt við því að nýir jepplingar lúxusbílaframleiðendanna, þ.e. Mercedes Benz GLA, Audi Q1 og Porsche Macan muni enn auka veg þeirra á kostnað fólksbíla þeirra. Það kemur í ljós á þessu ári.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent