Kryddað samtal um Hörpu Ástríður Magnúsdóttir skrifar 16. janúar 2014 06:00 Svar við innsendu bréfi Örnólfs Hall sem birtist í Fréttablaðinu 15. janúar 2014 „Málheft“ málþing í og um tónlistarhúsið Hörpu“. Í dag, fimmtudag, verður málþingið Skóflustunga haldið í Hörpu kl. 15-17 í Norðurljósum. Ákveðið var að fara nýjar leiðir í fyrirkomulagi málþingsins en uppstillingin verður eins og sjónvarpsþáttur í beinni, eins konar „Kryddsíld“ sem verður stjórnað af þáttarstjórnanda, sem spyr spurninganna og áhorfendur fylgjast með úr sal. Þetta er alþjóðlega þekkt og viðurkennt fyrirkomulag en telst heldur til nýbreytni hér á landi. Þar verður rætt um Hörpu út frá arkitektúrnum, nýtingu hússins, hvernig hún er að reynast okkur, hvaða áhrif hún hefur á borgarumhverfið og mannlífið í Reykjavík. Dagskráin hefst með stuttum innleggjum frummælenda og í kjölfarið verður efnt til hringborðsumræðna undir stjórn Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa og fyrrverandi útvarpsmanns. Umræðan verður ekki bara út frá arkitektúrnum heldur líka notandanum og hinum almenna borgara, svo hún ætti að höfða til breiðs hóps. Gott fólk, fulltrúar ólíkra sjónarmiða, tekur þátt í umræðunum svo óhætt er að búast við gagnrýninni, lifandi og skemmtilegri umræðu. Það er alls ekki meiningin að þetta verði einhver hyllingarsamkoma og þeir sem taka þátt hafa ólíkar skoðanir. Þarna mætir fulltrúi hönnuða hússins, Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu Arkitektum, Hilmar Þór Björnsson, arkitekt Á stofunni og bloggari, með bloggið Arkitektúr, skipulag og staðarprýði, eina lifandi umræðuvettvang um arkitektúr og skipulag á Íslandi, Ólöf Örvarsdóttir, arkitekt og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fulltrúi eins helsta notanda hússins, Eyjólfur Pálsson húsgagnahönnuður, eigandi Epal, fulltrúi þjónustuaðila og Egill Helgason, sinfóníuunnandi, nágranni Hörpu, menningarrýnir, þáttastjórnandi og bloggari, fulltrúi hins gagnrýna borgara og almenna notanda Hörpu. Reykvíkingar, Sinfóníuunnendur, arkitektar, embættismenn, popptónlistarmenn, Eurovison-aðdáendur, skipulagsfræðingar, hönnuðir og nágrannar Hörpu eru hvattir til að mæta og hlusta á áhugverða, lifandi og gagnrýna umræðu um Hörpu kl. 15-17 í Norðurljósum í dag. Boðið verður til móttöku eftir málþingið við afmælissýningu Mies van der Rohe-verðlaunanna, en þetta er síðasti dagurinn sem hún er uppi í húsinu. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Viðburðurinn er haldinn og skipulagður í samstarfi Hönnunarmiðstöðvar, Arkitektafélags Íslands og Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Svar við innsendu bréfi Örnólfs Hall sem birtist í Fréttablaðinu 15. janúar 2014 „Málheft“ málþing í og um tónlistarhúsið Hörpu“. Í dag, fimmtudag, verður málþingið Skóflustunga haldið í Hörpu kl. 15-17 í Norðurljósum. Ákveðið var að fara nýjar leiðir í fyrirkomulagi málþingsins en uppstillingin verður eins og sjónvarpsþáttur í beinni, eins konar „Kryddsíld“ sem verður stjórnað af þáttarstjórnanda, sem spyr spurninganna og áhorfendur fylgjast með úr sal. Þetta er alþjóðlega þekkt og viðurkennt fyrirkomulag en telst heldur til nýbreytni hér á landi. Þar verður rætt um Hörpu út frá arkitektúrnum, nýtingu hússins, hvernig hún er að reynast okkur, hvaða áhrif hún hefur á borgarumhverfið og mannlífið í Reykjavík. Dagskráin hefst með stuttum innleggjum frummælenda og í kjölfarið verður efnt til hringborðsumræðna undir stjórn Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa og fyrrverandi útvarpsmanns. Umræðan verður ekki bara út frá arkitektúrnum heldur líka notandanum og hinum almenna borgara, svo hún ætti að höfða til breiðs hóps. Gott fólk, fulltrúar ólíkra sjónarmiða, tekur þátt í umræðunum svo óhætt er að búast við gagnrýninni, lifandi og skemmtilegri umræðu. Það er alls ekki meiningin að þetta verði einhver hyllingarsamkoma og þeir sem taka þátt hafa ólíkar skoðanir. Þarna mætir fulltrúi hönnuða hússins, Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu Arkitektum, Hilmar Þór Björnsson, arkitekt Á stofunni og bloggari, með bloggið Arkitektúr, skipulag og staðarprýði, eina lifandi umræðuvettvang um arkitektúr og skipulag á Íslandi, Ólöf Örvarsdóttir, arkitekt og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fulltrúi eins helsta notanda hússins, Eyjólfur Pálsson húsgagnahönnuður, eigandi Epal, fulltrúi þjónustuaðila og Egill Helgason, sinfóníuunnandi, nágranni Hörpu, menningarrýnir, þáttastjórnandi og bloggari, fulltrúi hins gagnrýna borgara og almenna notanda Hörpu. Reykvíkingar, Sinfóníuunnendur, arkitektar, embættismenn, popptónlistarmenn, Eurovison-aðdáendur, skipulagsfræðingar, hönnuðir og nágrannar Hörpu eru hvattir til að mæta og hlusta á áhugverða, lifandi og gagnrýna umræðu um Hörpu kl. 15-17 í Norðurljósum í dag. Boðið verður til móttöku eftir málþingið við afmælissýningu Mies van der Rohe-verðlaunanna, en þetta er síðasti dagurinn sem hún er uppi í húsinu. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Viðburðurinn er haldinn og skipulagður í samstarfi Hönnunarmiðstöðvar, Arkitektafélags Íslands og Hörpu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar