Hvað varð um heilbrigðiskerfið? Guðrún Bryndís Karlsdóttir skrifar 31. október 2014 07:00 Draumurinn um nýjan Landspítala er búinn að umturna heilbrigðiskerfinu, það gleymdist bara að láta vita af því. Fyrir tuttugu árum eða þar um bil hófst þessi draumsýn einhverra sem enginn veit lengur hver er.Sjúkrahúsin í Reykjavík Einu sinni voru þrjú sjúkrahús starfrækt í Reykjavík, hvert og eitt með sitt sérkenni, sérhæfingu og samkeppni um gæði þjónustu, mannskap og fjármagn. Uppbygging heilbrigðisþjónustunnar miðaðist við landið allt, það var ákveðið að sérhæfðasta þjónustan væri í Reykjavík, bæði vegna samgangna og vegna þess að á höfuðborgarsvæðinu búa flestir landsmenn. Tækjabúnaður og aðstaða á stóru sjúkrahúsunum miðaðist því við það hversu mikla þjónustu þarf að veita á landsvísu.Landsbyggðarsjúkrahúsin Úti á landi voru misstór sjúkrahús með heilsugæslu, þjónustan miðaðist við hvaða þjónustu var skynsamlegt að veita. Stærð sjúkrahúsa og starfsemi tók mið af hversu afskekktur byggðarkjarninn var, hvað varðar landfræðilega legu og öryggi samgangna. Sjúkrahúsin voru flest vel útbúin tækjum sem fyrirtæki og hollvinasamtök gáfu, til að tryggja heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Öryggið fólst í því að sjúklingar fengu eins mikla þjónustu á sínu sjúkrahúsi og skynsamlegt var að veita, en sendir „suður“ ef ástæða þótti til. Til að spara fólki ferðir komu farandsérfræðingar og sinntu sjúklingum, sama átti við um aðgerðir: Þegar þörf var á, var skurðstofan mönnuð af teymi farandsérfræðinga. Þetta fyrirkomulag var byggt upp til að heilbrigðisþjónustan myndaði öryggisnet fyrir landsmenn.Sameiningar sjúkrahúsa Þegar Reykvíkingar höfðu lokið við byggingu Borgarspítalans, hófust sameiningar sjúkrahúsa. Fyrsta tilraunin var gerð á sameiningu Landakots og Borgarspítala, aðferðin var einföld: Það kom út skýrsla, fjárveitingar til Landakots voru skertar og Landakot sameinað Borgarspítala. Skömmu síðar var Borgarspítali sameinaður Landspítala. Sameiningarnar áttu að skila rekstrarhagræði, samþjöppun þekkingar, betri nýtingu aðstöðu og ýmislegu öðru tilfallandi. Þegar Ríkisendurskoðun gerði úttektir á sameiningum, kom í ljós að hagræðið fólst í því að það var hægt að fækka eldhúsum og að alls konar stjórnunarkostnaður bættist við, ásamt því að sameinuð sjúkrahús þurftu meiri pening en ekki minni – án þess að hægt væri að sjá að þjónustan hefði aukist. Landspítalinn svaraði þessari úttekt með skýrslu og niðurstaðan var nokkurn veginn á þá leið að það þyrfti að byggja nýjan spítala.Nýr Landspítali fyrir alla Næstu árin var mikill uppgangur í nefndum, erlendum ráðgjöfum og skýrslum um nýjan spítala. Í upphafi var gert ráð fyrir því að halda áfram að veita heilbrigðisþjónustu úti á landi. Upp úr aldamótum skoðuðu nefndir þann möguleika að byggja eitt sjúkrahús, fá um leið háskólasjúkrahús og aðlaga heilbrigðiskerfið að starfsemi þess. Einhvers staðar í einhverjum nefndum, af einhverju fólki var ákveðið að byggja eitt stórt sjúkrahús við Hringbraut fyrir alla landsmenn, þannig fengju allir sömu þjónustu á sama stað. Undanfarin ár hefur heilbrigðiskerfinu verið breytt til að uppfylla þær breytingar sem gerðar voru á heilbrigðislöggjöfinni árið 2007. Í skjóli kreppufjárlaga var breytingum laumað inn svo lítið bæri á, afleiðingarnar sem þessar breytingar hafa eru ekki teknar til greina og umræðan er falin á bakvið háværa umræðu um „ástandið á LSH“ – ástand sem hefur þá einu lausn að byggja Þjóðarsjúkrahús utan um heilbrigðiskerfi allra landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Draumurinn um nýjan Landspítala er búinn að umturna heilbrigðiskerfinu, það gleymdist bara að láta vita af því. Fyrir tuttugu árum eða þar um bil hófst þessi draumsýn einhverra sem enginn veit lengur hver er.Sjúkrahúsin í Reykjavík Einu sinni voru þrjú sjúkrahús starfrækt í Reykjavík, hvert og eitt með sitt sérkenni, sérhæfingu og samkeppni um gæði þjónustu, mannskap og fjármagn. Uppbygging heilbrigðisþjónustunnar miðaðist við landið allt, það var ákveðið að sérhæfðasta þjónustan væri í Reykjavík, bæði vegna samgangna og vegna þess að á höfuðborgarsvæðinu búa flestir landsmenn. Tækjabúnaður og aðstaða á stóru sjúkrahúsunum miðaðist því við það hversu mikla þjónustu þarf að veita á landsvísu.Landsbyggðarsjúkrahúsin Úti á landi voru misstór sjúkrahús með heilsugæslu, þjónustan miðaðist við hvaða þjónustu var skynsamlegt að veita. Stærð sjúkrahúsa og starfsemi tók mið af hversu afskekktur byggðarkjarninn var, hvað varðar landfræðilega legu og öryggi samgangna. Sjúkrahúsin voru flest vel útbúin tækjum sem fyrirtæki og hollvinasamtök gáfu, til að tryggja heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Öryggið fólst í því að sjúklingar fengu eins mikla þjónustu á sínu sjúkrahúsi og skynsamlegt var að veita, en sendir „suður“ ef ástæða þótti til. Til að spara fólki ferðir komu farandsérfræðingar og sinntu sjúklingum, sama átti við um aðgerðir: Þegar þörf var á, var skurðstofan mönnuð af teymi farandsérfræðinga. Þetta fyrirkomulag var byggt upp til að heilbrigðisþjónustan myndaði öryggisnet fyrir landsmenn.Sameiningar sjúkrahúsa Þegar Reykvíkingar höfðu lokið við byggingu Borgarspítalans, hófust sameiningar sjúkrahúsa. Fyrsta tilraunin var gerð á sameiningu Landakots og Borgarspítala, aðferðin var einföld: Það kom út skýrsla, fjárveitingar til Landakots voru skertar og Landakot sameinað Borgarspítala. Skömmu síðar var Borgarspítali sameinaður Landspítala. Sameiningarnar áttu að skila rekstrarhagræði, samþjöppun þekkingar, betri nýtingu aðstöðu og ýmislegu öðru tilfallandi. Þegar Ríkisendurskoðun gerði úttektir á sameiningum, kom í ljós að hagræðið fólst í því að það var hægt að fækka eldhúsum og að alls konar stjórnunarkostnaður bættist við, ásamt því að sameinuð sjúkrahús þurftu meiri pening en ekki minni – án þess að hægt væri að sjá að þjónustan hefði aukist. Landspítalinn svaraði þessari úttekt með skýrslu og niðurstaðan var nokkurn veginn á þá leið að það þyrfti að byggja nýjan spítala.Nýr Landspítali fyrir alla Næstu árin var mikill uppgangur í nefndum, erlendum ráðgjöfum og skýrslum um nýjan spítala. Í upphafi var gert ráð fyrir því að halda áfram að veita heilbrigðisþjónustu úti á landi. Upp úr aldamótum skoðuðu nefndir þann möguleika að byggja eitt sjúkrahús, fá um leið háskólasjúkrahús og aðlaga heilbrigðiskerfið að starfsemi þess. Einhvers staðar í einhverjum nefndum, af einhverju fólki var ákveðið að byggja eitt stórt sjúkrahús við Hringbraut fyrir alla landsmenn, þannig fengju allir sömu þjónustu á sama stað. Undanfarin ár hefur heilbrigðiskerfinu verið breytt til að uppfylla þær breytingar sem gerðar voru á heilbrigðislöggjöfinni árið 2007. Í skjóli kreppufjárlaga var breytingum laumað inn svo lítið bæri á, afleiðingarnar sem þessar breytingar hafa eru ekki teknar til greina og umræðan er falin á bakvið háværa umræðu um „ástandið á LSH“ – ástand sem hefur þá einu lausn að byggja Þjóðarsjúkrahús utan um heilbrigðiskerfi allra landsmanna.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun