Svar við skoðun Pawels Ólafur Teitur Guðnason skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Sæll, Pawel, og þakka þér fyrir góð og málefnaleg greinaskrif á undanförnum árum. Mig langar að bregðast við nokkrum atriðum í grein þinni um orkumál sem birtist nýverið í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Mín skoðun“. Mér þótti leitt að sjá þig ýja að því – á milli línanna en þó ótvírætt – að ungt fólk dreymi varla um að vinna í álveri að loknu námi. Í fyrsta lagi finnst mér þetta ekki málefnalegt innlegg heldur aukaatriði, eins og ég vík betur að á eftir. Í öðru lagi er staðreyndin sú að störf í álverum eru mjög eftirsótt. Bara nú á undanförnum dögum hefur Rio Tinto Alcan ráðið til starfa doktor í efnafræði með mastersgráðu í vélaverkfræði, umhverfisverkfræðing með BS-gráðu í vélaverkfræði og lokaársnema í rekstrarverkfræði. Allt ungar konur vel að merkja. Áhugi á störfum hér er ekki bundinn við fólk með háskólagráður en mér sýndist hugsun þín vera á þeim miðum og því nefni ég þessi dæmi. Aðalatriðið er þó að þetta er aukaatriði, eins og ég nefndi. Svo ég umorði rök sem þú notar sjálfur annars staðar í greininni: Ákvörðun um að hverfa frá uppbyggingu stóriðju af því að ungt fólk dreymi almennt ekki um að vinna í álverum væri álíka skynsamleg og ef Norðmenn hefðu ákveðið að hverfa frá uppbyggingu olíuiðnaðarins af því að ungt fólk dreymdi almennt ekki um að vinna á olíuborpöllum. Meginverkefnið er ekki að búa til störf heldur að nýta auðlindina á sem arðbærastan hátt. Störfin eru ekki upphaf og endir alls; þau eru aðeins hluti af ávinningnum. Verðið sem fæst fyrir raforkuna er ekki heldur upphaf og endir alls; það er aðeins hluti af ávinningnum. Arðsemina þarf að meta heildstætt, á þjóðhagslegum grunni með tilliti til allra þátta.Stórir þættir gleymast Stórir þættir vilja einmitt gleymast þegar kemur að álverunum. Samantekt Samáls í fyrra leiddi í ljós að árið 2012 skildu álverin eftir 100 milljarða á Íslandi: um 40 með orkukaupum, 40 með kaupum á annarri vöru og þjónustu og 20 í formi launa og skatta. Þetta leikkerfi, 4-4-2, er einfalt að muna. Fáir ef nokkrir efast um að orkusala til álvera hafi verið arðbær á heildina litið. Ekki nóg með það heldur var hún nær örugglega arðbærasta nýting orkunnar sem völ var á, því að áratugum saman seldist orkan ekki þótt hún stæði til boða á hagstæðu verði. Öðrum betri orkunýtingarkostum hefur því ekki verið fórnað í þágu áliðnaðar. (Ekki heldur friðun í þágu ferðaþjónustu, því hún vex sem aldrei fyrr þótt orkuframleiðsla hafi margfaldast.) Spurningin er þá hvort betri kostir standi til boða í dag. Þú nefnir sæstreng og sjálfsagt er að skoða þann möguleika vel. Við samanburðinn er mikilvægt að muna að álverin kaupa ekki bara orku fyrir u.þ.b. 40 milljarða heldur skilja hér eftir um 60 milljarða til viðbótar. Þú manst kerfið: 4-4-2. Þú nefnir að markaðurinn eigi að ráða sem mestu um uppbyggingu atvinnugreina. Þá hlýtur þú reyndar að gera alvarlegar athugasemdir við sæstrenginn því vonir um gróða af honum byggjast að mestu á stórfelldum ríkisstyrkjum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld nota skattfé til að kaupa endurnýjanlega orku á ofurverði. Ef aðeins fengist markaðsverð í Bretlandi fyrir orkuna myndi strengurinn skila tapi samkvæmt greiningu hagdeildar Landsbankans nú í október. Hér á landi hlýtur öll ráðstöfun orkuauðlinda – hvort sem er friðun þeirra eða virkjun – að markast nokkuð af því að bæði auðlindirnar og orkufyrirtækin eru að mestu leyti á hendi hins opinbera. Við getum ekki vitað hver niðurstaða hreinræktaðra markaðsafla hefði orðið en spyrja má: Hefði einkaaðili, sem ætti Ísland með húð og hári, farið öðruvísi að? Sjálfum þykir mér sennilegt að hann hefði einmitt talið vænlegt að virkja orkuna og hafa þannig bæði arð af orkusölu og tekjur af umsvifum iðnfyrirtækjanna. Að lokum þetta: Af því að þú og fleiri vísa gjarnan til Noregs og mæla með að við gerum eins og Norðmenn er ekki úr vegi að minna á þá staðreynd að Norðmenn eru einhverjir mestu álframleiðendur heims. Þeir eru meira að segja nokkuð ánægðir með þá stöðu sína og stefna á að auka álframleiðslu. Það er vissulega fordæmi sem við mættum taka til athugunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Orka = vinna? Raforkuverð í Bretlandi er tvöfalt hærra en á Íslandi. Einungis af þeirri ástæðu ætti lagning sæstrengs að vera á borðinu. 22. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll, Pawel, og þakka þér fyrir góð og málefnaleg greinaskrif á undanförnum árum. Mig langar að bregðast við nokkrum atriðum í grein þinni um orkumál sem birtist nýverið í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Mín skoðun“. Mér þótti leitt að sjá þig ýja að því – á milli línanna en þó ótvírætt – að ungt fólk dreymi varla um að vinna í álveri að loknu námi. Í fyrsta lagi finnst mér þetta ekki málefnalegt innlegg heldur aukaatriði, eins og ég vík betur að á eftir. Í öðru lagi er staðreyndin sú að störf í álverum eru mjög eftirsótt. Bara nú á undanförnum dögum hefur Rio Tinto Alcan ráðið til starfa doktor í efnafræði með mastersgráðu í vélaverkfræði, umhverfisverkfræðing með BS-gráðu í vélaverkfræði og lokaársnema í rekstrarverkfræði. Allt ungar konur vel að merkja. Áhugi á störfum hér er ekki bundinn við fólk með háskólagráður en mér sýndist hugsun þín vera á þeim miðum og því nefni ég þessi dæmi. Aðalatriðið er þó að þetta er aukaatriði, eins og ég nefndi. Svo ég umorði rök sem þú notar sjálfur annars staðar í greininni: Ákvörðun um að hverfa frá uppbyggingu stóriðju af því að ungt fólk dreymi almennt ekki um að vinna í álverum væri álíka skynsamleg og ef Norðmenn hefðu ákveðið að hverfa frá uppbyggingu olíuiðnaðarins af því að ungt fólk dreymdi almennt ekki um að vinna á olíuborpöllum. Meginverkefnið er ekki að búa til störf heldur að nýta auðlindina á sem arðbærastan hátt. Störfin eru ekki upphaf og endir alls; þau eru aðeins hluti af ávinningnum. Verðið sem fæst fyrir raforkuna er ekki heldur upphaf og endir alls; það er aðeins hluti af ávinningnum. Arðsemina þarf að meta heildstætt, á þjóðhagslegum grunni með tilliti til allra þátta.Stórir þættir gleymast Stórir þættir vilja einmitt gleymast þegar kemur að álverunum. Samantekt Samáls í fyrra leiddi í ljós að árið 2012 skildu álverin eftir 100 milljarða á Íslandi: um 40 með orkukaupum, 40 með kaupum á annarri vöru og þjónustu og 20 í formi launa og skatta. Þetta leikkerfi, 4-4-2, er einfalt að muna. Fáir ef nokkrir efast um að orkusala til álvera hafi verið arðbær á heildina litið. Ekki nóg með það heldur var hún nær örugglega arðbærasta nýting orkunnar sem völ var á, því að áratugum saman seldist orkan ekki þótt hún stæði til boða á hagstæðu verði. Öðrum betri orkunýtingarkostum hefur því ekki verið fórnað í þágu áliðnaðar. (Ekki heldur friðun í þágu ferðaþjónustu, því hún vex sem aldrei fyrr þótt orkuframleiðsla hafi margfaldast.) Spurningin er þá hvort betri kostir standi til boða í dag. Þú nefnir sæstreng og sjálfsagt er að skoða þann möguleika vel. Við samanburðinn er mikilvægt að muna að álverin kaupa ekki bara orku fyrir u.þ.b. 40 milljarða heldur skilja hér eftir um 60 milljarða til viðbótar. Þú manst kerfið: 4-4-2. Þú nefnir að markaðurinn eigi að ráða sem mestu um uppbyggingu atvinnugreina. Þá hlýtur þú reyndar að gera alvarlegar athugasemdir við sæstrenginn því vonir um gróða af honum byggjast að mestu á stórfelldum ríkisstyrkjum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld nota skattfé til að kaupa endurnýjanlega orku á ofurverði. Ef aðeins fengist markaðsverð í Bretlandi fyrir orkuna myndi strengurinn skila tapi samkvæmt greiningu hagdeildar Landsbankans nú í október. Hér á landi hlýtur öll ráðstöfun orkuauðlinda – hvort sem er friðun þeirra eða virkjun – að markast nokkuð af því að bæði auðlindirnar og orkufyrirtækin eru að mestu leyti á hendi hins opinbera. Við getum ekki vitað hver niðurstaða hreinræktaðra markaðsafla hefði orðið en spyrja má: Hefði einkaaðili, sem ætti Ísland með húð og hári, farið öðruvísi að? Sjálfum þykir mér sennilegt að hann hefði einmitt talið vænlegt að virkja orkuna og hafa þannig bæði arð af orkusölu og tekjur af umsvifum iðnfyrirtækjanna. Að lokum þetta: Af því að þú og fleiri vísa gjarnan til Noregs og mæla með að við gerum eins og Norðmenn er ekki úr vegi að minna á þá staðreynd að Norðmenn eru einhverjir mestu álframleiðendur heims. Þeir eru meira að segja nokkuð ánægðir með þá stöðu sína og stefna á að auka álframleiðslu. Það er vissulega fordæmi sem við mættum taka til athugunar.
Orka = vinna? Raforkuverð í Bretlandi er tvöfalt hærra en á Íslandi. Einungis af þeirri ástæðu ætti lagning sæstrengs að vera á borðinu. 22. nóvember 2014 07:00
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar