Svar við skoðun Pawels Ólafur Teitur Guðnason skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Sæll, Pawel, og þakka þér fyrir góð og málefnaleg greinaskrif á undanförnum árum. Mig langar að bregðast við nokkrum atriðum í grein þinni um orkumál sem birtist nýverið í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Mín skoðun“. Mér þótti leitt að sjá þig ýja að því – á milli línanna en þó ótvírætt – að ungt fólk dreymi varla um að vinna í álveri að loknu námi. Í fyrsta lagi finnst mér þetta ekki málefnalegt innlegg heldur aukaatriði, eins og ég vík betur að á eftir. Í öðru lagi er staðreyndin sú að störf í álverum eru mjög eftirsótt. Bara nú á undanförnum dögum hefur Rio Tinto Alcan ráðið til starfa doktor í efnafræði með mastersgráðu í vélaverkfræði, umhverfisverkfræðing með BS-gráðu í vélaverkfræði og lokaársnema í rekstrarverkfræði. Allt ungar konur vel að merkja. Áhugi á störfum hér er ekki bundinn við fólk með háskólagráður en mér sýndist hugsun þín vera á þeim miðum og því nefni ég þessi dæmi. Aðalatriðið er þó að þetta er aukaatriði, eins og ég nefndi. Svo ég umorði rök sem þú notar sjálfur annars staðar í greininni: Ákvörðun um að hverfa frá uppbyggingu stóriðju af því að ungt fólk dreymi almennt ekki um að vinna í álverum væri álíka skynsamleg og ef Norðmenn hefðu ákveðið að hverfa frá uppbyggingu olíuiðnaðarins af því að ungt fólk dreymdi almennt ekki um að vinna á olíuborpöllum. Meginverkefnið er ekki að búa til störf heldur að nýta auðlindina á sem arðbærastan hátt. Störfin eru ekki upphaf og endir alls; þau eru aðeins hluti af ávinningnum. Verðið sem fæst fyrir raforkuna er ekki heldur upphaf og endir alls; það er aðeins hluti af ávinningnum. Arðsemina þarf að meta heildstætt, á þjóðhagslegum grunni með tilliti til allra þátta.Stórir þættir gleymast Stórir þættir vilja einmitt gleymast þegar kemur að álverunum. Samantekt Samáls í fyrra leiddi í ljós að árið 2012 skildu álverin eftir 100 milljarða á Íslandi: um 40 með orkukaupum, 40 með kaupum á annarri vöru og þjónustu og 20 í formi launa og skatta. Þetta leikkerfi, 4-4-2, er einfalt að muna. Fáir ef nokkrir efast um að orkusala til álvera hafi verið arðbær á heildina litið. Ekki nóg með það heldur var hún nær örugglega arðbærasta nýting orkunnar sem völ var á, því að áratugum saman seldist orkan ekki þótt hún stæði til boða á hagstæðu verði. Öðrum betri orkunýtingarkostum hefur því ekki verið fórnað í þágu áliðnaðar. (Ekki heldur friðun í þágu ferðaþjónustu, því hún vex sem aldrei fyrr þótt orkuframleiðsla hafi margfaldast.) Spurningin er þá hvort betri kostir standi til boða í dag. Þú nefnir sæstreng og sjálfsagt er að skoða þann möguleika vel. Við samanburðinn er mikilvægt að muna að álverin kaupa ekki bara orku fyrir u.þ.b. 40 milljarða heldur skilja hér eftir um 60 milljarða til viðbótar. Þú manst kerfið: 4-4-2. Þú nefnir að markaðurinn eigi að ráða sem mestu um uppbyggingu atvinnugreina. Þá hlýtur þú reyndar að gera alvarlegar athugasemdir við sæstrenginn því vonir um gróða af honum byggjast að mestu á stórfelldum ríkisstyrkjum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld nota skattfé til að kaupa endurnýjanlega orku á ofurverði. Ef aðeins fengist markaðsverð í Bretlandi fyrir orkuna myndi strengurinn skila tapi samkvæmt greiningu hagdeildar Landsbankans nú í október. Hér á landi hlýtur öll ráðstöfun orkuauðlinda – hvort sem er friðun þeirra eða virkjun – að markast nokkuð af því að bæði auðlindirnar og orkufyrirtækin eru að mestu leyti á hendi hins opinbera. Við getum ekki vitað hver niðurstaða hreinræktaðra markaðsafla hefði orðið en spyrja má: Hefði einkaaðili, sem ætti Ísland með húð og hári, farið öðruvísi að? Sjálfum þykir mér sennilegt að hann hefði einmitt talið vænlegt að virkja orkuna og hafa þannig bæði arð af orkusölu og tekjur af umsvifum iðnfyrirtækjanna. Að lokum þetta: Af því að þú og fleiri vísa gjarnan til Noregs og mæla með að við gerum eins og Norðmenn er ekki úr vegi að minna á þá staðreynd að Norðmenn eru einhverjir mestu álframleiðendur heims. Þeir eru meira að segja nokkuð ánægðir með þá stöðu sína og stefna á að auka álframleiðslu. Það er vissulega fordæmi sem við mættum taka til athugunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Orka = vinna? Raforkuverð í Bretlandi er tvöfalt hærra en á Íslandi. Einungis af þeirri ástæðu ætti lagning sæstrengs að vera á borðinu. 22. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll, Pawel, og þakka þér fyrir góð og málefnaleg greinaskrif á undanförnum árum. Mig langar að bregðast við nokkrum atriðum í grein þinni um orkumál sem birtist nýverið í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Mín skoðun“. Mér þótti leitt að sjá þig ýja að því – á milli línanna en þó ótvírætt – að ungt fólk dreymi varla um að vinna í álveri að loknu námi. Í fyrsta lagi finnst mér þetta ekki málefnalegt innlegg heldur aukaatriði, eins og ég vík betur að á eftir. Í öðru lagi er staðreyndin sú að störf í álverum eru mjög eftirsótt. Bara nú á undanförnum dögum hefur Rio Tinto Alcan ráðið til starfa doktor í efnafræði með mastersgráðu í vélaverkfræði, umhverfisverkfræðing með BS-gráðu í vélaverkfræði og lokaársnema í rekstrarverkfræði. Allt ungar konur vel að merkja. Áhugi á störfum hér er ekki bundinn við fólk með háskólagráður en mér sýndist hugsun þín vera á þeim miðum og því nefni ég þessi dæmi. Aðalatriðið er þó að þetta er aukaatriði, eins og ég nefndi. Svo ég umorði rök sem þú notar sjálfur annars staðar í greininni: Ákvörðun um að hverfa frá uppbyggingu stóriðju af því að ungt fólk dreymi almennt ekki um að vinna í álverum væri álíka skynsamleg og ef Norðmenn hefðu ákveðið að hverfa frá uppbyggingu olíuiðnaðarins af því að ungt fólk dreymdi almennt ekki um að vinna á olíuborpöllum. Meginverkefnið er ekki að búa til störf heldur að nýta auðlindina á sem arðbærastan hátt. Störfin eru ekki upphaf og endir alls; þau eru aðeins hluti af ávinningnum. Verðið sem fæst fyrir raforkuna er ekki heldur upphaf og endir alls; það er aðeins hluti af ávinningnum. Arðsemina þarf að meta heildstætt, á þjóðhagslegum grunni með tilliti til allra þátta.Stórir þættir gleymast Stórir þættir vilja einmitt gleymast þegar kemur að álverunum. Samantekt Samáls í fyrra leiddi í ljós að árið 2012 skildu álverin eftir 100 milljarða á Íslandi: um 40 með orkukaupum, 40 með kaupum á annarri vöru og þjónustu og 20 í formi launa og skatta. Þetta leikkerfi, 4-4-2, er einfalt að muna. Fáir ef nokkrir efast um að orkusala til álvera hafi verið arðbær á heildina litið. Ekki nóg með það heldur var hún nær örugglega arðbærasta nýting orkunnar sem völ var á, því að áratugum saman seldist orkan ekki þótt hún stæði til boða á hagstæðu verði. Öðrum betri orkunýtingarkostum hefur því ekki verið fórnað í þágu áliðnaðar. (Ekki heldur friðun í þágu ferðaþjónustu, því hún vex sem aldrei fyrr þótt orkuframleiðsla hafi margfaldast.) Spurningin er þá hvort betri kostir standi til boða í dag. Þú nefnir sæstreng og sjálfsagt er að skoða þann möguleika vel. Við samanburðinn er mikilvægt að muna að álverin kaupa ekki bara orku fyrir u.þ.b. 40 milljarða heldur skilja hér eftir um 60 milljarða til viðbótar. Þú manst kerfið: 4-4-2. Þú nefnir að markaðurinn eigi að ráða sem mestu um uppbyggingu atvinnugreina. Þá hlýtur þú reyndar að gera alvarlegar athugasemdir við sæstrenginn því vonir um gróða af honum byggjast að mestu á stórfelldum ríkisstyrkjum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld nota skattfé til að kaupa endurnýjanlega orku á ofurverði. Ef aðeins fengist markaðsverð í Bretlandi fyrir orkuna myndi strengurinn skila tapi samkvæmt greiningu hagdeildar Landsbankans nú í október. Hér á landi hlýtur öll ráðstöfun orkuauðlinda – hvort sem er friðun þeirra eða virkjun – að markast nokkuð af því að bæði auðlindirnar og orkufyrirtækin eru að mestu leyti á hendi hins opinbera. Við getum ekki vitað hver niðurstaða hreinræktaðra markaðsafla hefði orðið en spyrja má: Hefði einkaaðili, sem ætti Ísland með húð og hári, farið öðruvísi að? Sjálfum þykir mér sennilegt að hann hefði einmitt talið vænlegt að virkja orkuna og hafa þannig bæði arð af orkusölu og tekjur af umsvifum iðnfyrirtækjanna. Að lokum þetta: Af því að þú og fleiri vísa gjarnan til Noregs og mæla með að við gerum eins og Norðmenn er ekki úr vegi að minna á þá staðreynd að Norðmenn eru einhverjir mestu álframleiðendur heims. Þeir eru meira að segja nokkuð ánægðir með þá stöðu sína og stefna á að auka álframleiðslu. Það er vissulega fordæmi sem við mættum taka til athugunar.
Orka = vinna? Raforkuverð í Bretlandi er tvöfalt hærra en á Íslandi. Einungis af þeirri ástæðu ætti lagning sæstrengs að vera á borðinu. 22. nóvember 2014 07:00
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar