Eru háskólaritgerðir kvöð eða tækifæri? Erik Christianson Chaillot skrifar 27. nóvember 2014 10:16 Í háskólanámi er oft gerð krafa um skil lokaritgerðar, hvort sem er á grunn-, meistara- eða doktorsstigi. Þessar ritgerðir eru viðamiklar og gríðarlega mikil vinna liggur að baki ef vandað er til verka. Sjálfur hef ég kynnst því vel hversu mikill munur getur verið á jafnt þeirri vinnu sem nemendur leggja í ritgerðirnar sjálfar sem þeirri hugmyndavinnu sem á sér stað áður en ritgerðarefni er valið. Á meðan sumir reyna að komast auðveldlega frá þessu leggja aðrir mikinn metnað í verkið. Oft velja nemendur ekki sjálfir ritgerðarefni heldur fá það úthlutað frá leiðbeinanda sínum. Þá er ritgerðin alla jafna rituð við lok náms og námsleiði því stundum farinn að hrjá nemendur sem gerir að verkum að þeir reyna að ljúka ritgerðinni í flýti til að ná útskrift. Við ritgerðarskrif fer oft mikill tími í heimildaöflun og fjöldi fræðigreina, bóka og ritgerða lesnar til að fá betri og dýpri innsýn í ritgerðarefnið. Það getur því auðveldað vinnuna talsvert ef nemendur hafa áhuga á viðfangsefni sínu og um leið er gott að hafa í huga að þekkingin getur komið að kærkomnu gagni síðar.Að skera sig úr fjöldanum Það ríkir gríðarleg samkeppni á vinnumarkaði og kröfur til umsækjenda eru miklar. Það getur því reynst erfitt fyrir nýútskrifaða háskólanemendur að skera sig úr fjöldanum og öðlast atvinnutækifæri. Fagleg starfsreynsla nýútskrifaðra er oftar en ekki lítil sem engin og áhersla viðkomandi í atvinnuumsóknum fyrir vikið á menntun, meðmæli, gáfnafar og aðra persónulega eiginleika. Þarna getur lokaritgerðin komið að góðum notum sem möguleg tenging við atvinnuveitanda og jafnvel ráðið úrslitum um hvort viðkomandi hlýtur starfið. Tökum dæmi: Lögfræðistofa leitar að lögfræðingi til starfa á sviði félagaréttar. Valið stendur á milli tveggja nýútskrifaðra lögfræðinga sem heita Jón og Gunnar. Hvorugur þeirra hefur starfsreynslu, þeir eru með svipaðar námseinkunnir, eru báðir mjög áhugasamir og stóðu sig jafn vel í viðtali. Eini sjáanlegi munurinn á umsækjendunum er sá að Jón skrifaði lokaritgerðina sína á sviði félagaréttar en Gunnar um eitthvað allt annað. Þessi munur kemur því til með að hjálpa Jóni í samanburðinum og gæti jafnvel orðið til þess að hann fái starfið. Mín ráð til háskólanemenda eru því þessi; Ekki líta á lokaritgerðina sem kvöð, eitthvað sem þú gerir einungis vegna þess að þú „verður“ að gera það. Áður en ritgerðarefni er valið mæli ég með því að nemendur velti vel fyrir sér hvað þeim þyki áhugavert, við hvað þeir væru til í að starfa og hvað gæti mögulega nýst þeim þegar á vinnumarkaðinn er komið. Einnig er sniðugt að hafa samband beint við fyrirtæki hafi nemendur áhugaverð lokaverkefni sem geta nýst þeim og þannig komið sjálfum sér á framfæri og myndað tengsl. Það mun mikill tími og vinna fara í þetta verkefni sem lokaritgerðin er og aldrei að vita nema hægt sé að uppskera starf fyrir vikið. Það er því eins gott að vanda vel til verka og líta á ritgerðina sem tækifæri til að aðgreina sig og jafnvel skara fram úr.Erik Christianson Chaillot, ráðgjafi Capacent á sviði stefnumótunar og mannauðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í háskólanámi er oft gerð krafa um skil lokaritgerðar, hvort sem er á grunn-, meistara- eða doktorsstigi. Þessar ritgerðir eru viðamiklar og gríðarlega mikil vinna liggur að baki ef vandað er til verka. Sjálfur hef ég kynnst því vel hversu mikill munur getur verið á jafnt þeirri vinnu sem nemendur leggja í ritgerðirnar sjálfar sem þeirri hugmyndavinnu sem á sér stað áður en ritgerðarefni er valið. Á meðan sumir reyna að komast auðveldlega frá þessu leggja aðrir mikinn metnað í verkið. Oft velja nemendur ekki sjálfir ritgerðarefni heldur fá það úthlutað frá leiðbeinanda sínum. Þá er ritgerðin alla jafna rituð við lok náms og námsleiði því stundum farinn að hrjá nemendur sem gerir að verkum að þeir reyna að ljúka ritgerðinni í flýti til að ná útskrift. Við ritgerðarskrif fer oft mikill tími í heimildaöflun og fjöldi fræðigreina, bóka og ritgerða lesnar til að fá betri og dýpri innsýn í ritgerðarefnið. Það getur því auðveldað vinnuna talsvert ef nemendur hafa áhuga á viðfangsefni sínu og um leið er gott að hafa í huga að þekkingin getur komið að kærkomnu gagni síðar.Að skera sig úr fjöldanum Það ríkir gríðarleg samkeppni á vinnumarkaði og kröfur til umsækjenda eru miklar. Það getur því reynst erfitt fyrir nýútskrifaða háskólanemendur að skera sig úr fjöldanum og öðlast atvinnutækifæri. Fagleg starfsreynsla nýútskrifaðra er oftar en ekki lítil sem engin og áhersla viðkomandi í atvinnuumsóknum fyrir vikið á menntun, meðmæli, gáfnafar og aðra persónulega eiginleika. Þarna getur lokaritgerðin komið að góðum notum sem möguleg tenging við atvinnuveitanda og jafnvel ráðið úrslitum um hvort viðkomandi hlýtur starfið. Tökum dæmi: Lögfræðistofa leitar að lögfræðingi til starfa á sviði félagaréttar. Valið stendur á milli tveggja nýútskrifaðra lögfræðinga sem heita Jón og Gunnar. Hvorugur þeirra hefur starfsreynslu, þeir eru með svipaðar námseinkunnir, eru báðir mjög áhugasamir og stóðu sig jafn vel í viðtali. Eini sjáanlegi munurinn á umsækjendunum er sá að Jón skrifaði lokaritgerðina sína á sviði félagaréttar en Gunnar um eitthvað allt annað. Þessi munur kemur því til með að hjálpa Jóni í samanburðinum og gæti jafnvel orðið til þess að hann fái starfið. Mín ráð til háskólanemenda eru því þessi; Ekki líta á lokaritgerðina sem kvöð, eitthvað sem þú gerir einungis vegna þess að þú „verður“ að gera það. Áður en ritgerðarefni er valið mæli ég með því að nemendur velti vel fyrir sér hvað þeim þyki áhugavert, við hvað þeir væru til í að starfa og hvað gæti mögulega nýst þeim þegar á vinnumarkaðinn er komið. Einnig er sniðugt að hafa samband beint við fyrirtæki hafi nemendur áhugaverð lokaverkefni sem geta nýst þeim og þannig komið sjálfum sér á framfæri og myndað tengsl. Það mun mikill tími og vinna fara í þetta verkefni sem lokaritgerðin er og aldrei að vita nema hægt sé að uppskera starf fyrir vikið. Það er því eins gott að vanda vel til verka og líta á ritgerðina sem tækifæri til að aðgreina sig og jafnvel skara fram úr.Erik Christianson Chaillot, ráðgjafi Capacent á sviði stefnumótunar og mannauðs
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar