Eru háskólaritgerðir kvöð eða tækifæri? Erik Christianson Chaillot skrifar 27. nóvember 2014 10:16 Í háskólanámi er oft gerð krafa um skil lokaritgerðar, hvort sem er á grunn-, meistara- eða doktorsstigi. Þessar ritgerðir eru viðamiklar og gríðarlega mikil vinna liggur að baki ef vandað er til verka. Sjálfur hef ég kynnst því vel hversu mikill munur getur verið á jafnt þeirri vinnu sem nemendur leggja í ritgerðirnar sjálfar sem þeirri hugmyndavinnu sem á sér stað áður en ritgerðarefni er valið. Á meðan sumir reyna að komast auðveldlega frá þessu leggja aðrir mikinn metnað í verkið. Oft velja nemendur ekki sjálfir ritgerðarefni heldur fá það úthlutað frá leiðbeinanda sínum. Þá er ritgerðin alla jafna rituð við lok náms og námsleiði því stundum farinn að hrjá nemendur sem gerir að verkum að þeir reyna að ljúka ritgerðinni í flýti til að ná útskrift. Við ritgerðarskrif fer oft mikill tími í heimildaöflun og fjöldi fræðigreina, bóka og ritgerða lesnar til að fá betri og dýpri innsýn í ritgerðarefnið. Það getur því auðveldað vinnuna talsvert ef nemendur hafa áhuga á viðfangsefni sínu og um leið er gott að hafa í huga að þekkingin getur komið að kærkomnu gagni síðar.Að skera sig úr fjöldanum Það ríkir gríðarleg samkeppni á vinnumarkaði og kröfur til umsækjenda eru miklar. Það getur því reynst erfitt fyrir nýútskrifaða háskólanemendur að skera sig úr fjöldanum og öðlast atvinnutækifæri. Fagleg starfsreynsla nýútskrifaðra er oftar en ekki lítil sem engin og áhersla viðkomandi í atvinnuumsóknum fyrir vikið á menntun, meðmæli, gáfnafar og aðra persónulega eiginleika. Þarna getur lokaritgerðin komið að góðum notum sem möguleg tenging við atvinnuveitanda og jafnvel ráðið úrslitum um hvort viðkomandi hlýtur starfið. Tökum dæmi: Lögfræðistofa leitar að lögfræðingi til starfa á sviði félagaréttar. Valið stendur á milli tveggja nýútskrifaðra lögfræðinga sem heita Jón og Gunnar. Hvorugur þeirra hefur starfsreynslu, þeir eru með svipaðar námseinkunnir, eru báðir mjög áhugasamir og stóðu sig jafn vel í viðtali. Eini sjáanlegi munurinn á umsækjendunum er sá að Jón skrifaði lokaritgerðina sína á sviði félagaréttar en Gunnar um eitthvað allt annað. Þessi munur kemur því til með að hjálpa Jóni í samanburðinum og gæti jafnvel orðið til þess að hann fái starfið. Mín ráð til háskólanemenda eru því þessi; Ekki líta á lokaritgerðina sem kvöð, eitthvað sem þú gerir einungis vegna þess að þú „verður“ að gera það. Áður en ritgerðarefni er valið mæli ég með því að nemendur velti vel fyrir sér hvað þeim þyki áhugavert, við hvað þeir væru til í að starfa og hvað gæti mögulega nýst þeim þegar á vinnumarkaðinn er komið. Einnig er sniðugt að hafa samband beint við fyrirtæki hafi nemendur áhugaverð lokaverkefni sem geta nýst þeim og þannig komið sjálfum sér á framfæri og myndað tengsl. Það mun mikill tími og vinna fara í þetta verkefni sem lokaritgerðin er og aldrei að vita nema hægt sé að uppskera starf fyrir vikið. Það er því eins gott að vanda vel til verka og líta á ritgerðina sem tækifæri til að aðgreina sig og jafnvel skara fram úr.Erik Christianson Chaillot, ráðgjafi Capacent á sviði stefnumótunar og mannauðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í háskólanámi er oft gerð krafa um skil lokaritgerðar, hvort sem er á grunn-, meistara- eða doktorsstigi. Þessar ritgerðir eru viðamiklar og gríðarlega mikil vinna liggur að baki ef vandað er til verka. Sjálfur hef ég kynnst því vel hversu mikill munur getur verið á jafnt þeirri vinnu sem nemendur leggja í ritgerðirnar sjálfar sem þeirri hugmyndavinnu sem á sér stað áður en ritgerðarefni er valið. Á meðan sumir reyna að komast auðveldlega frá þessu leggja aðrir mikinn metnað í verkið. Oft velja nemendur ekki sjálfir ritgerðarefni heldur fá það úthlutað frá leiðbeinanda sínum. Þá er ritgerðin alla jafna rituð við lok náms og námsleiði því stundum farinn að hrjá nemendur sem gerir að verkum að þeir reyna að ljúka ritgerðinni í flýti til að ná útskrift. Við ritgerðarskrif fer oft mikill tími í heimildaöflun og fjöldi fræðigreina, bóka og ritgerða lesnar til að fá betri og dýpri innsýn í ritgerðarefnið. Það getur því auðveldað vinnuna talsvert ef nemendur hafa áhuga á viðfangsefni sínu og um leið er gott að hafa í huga að þekkingin getur komið að kærkomnu gagni síðar.Að skera sig úr fjöldanum Það ríkir gríðarleg samkeppni á vinnumarkaði og kröfur til umsækjenda eru miklar. Það getur því reynst erfitt fyrir nýútskrifaða háskólanemendur að skera sig úr fjöldanum og öðlast atvinnutækifæri. Fagleg starfsreynsla nýútskrifaðra er oftar en ekki lítil sem engin og áhersla viðkomandi í atvinnuumsóknum fyrir vikið á menntun, meðmæli, gáfnafar og aðra persónulega eiginleika. Þarna getur lokaritgerðin komið að góðum notum sem möguleg tenging við atvinnuveitanda og jafnvel ráðið úrslitum um hvort viðkomandi hlýtur starfið. Tökum dæmi: Lögfræðistofa leitar að lögfræðingi til starfa á sviði félagaréttar. Valið stendur á milli tveggja nýútskrifaðra lögfræðinga sem heita Jón og Gunnar. Hvorugur þeirra hefur starfsreynslu, þeir eru með svipaðar námseinkunnir, eru báðir mjög áhugasamir og stóðu sig jafn vel í viðtali. Eini sjáanlegi munurinn á umsækjendunum er sá að Jón skrifaði lokaritgerðina sína á sviði félagaréttar en Gunnar um eitthvað allt annað. Þessi munur kemur því til með að hjálpa Jóni í samanburðinum og gæti jafnvel orðið til þess að hann fái starfið. Mín ráð til háskólanemenda eru því þessi; Ekki líta á lokaritgerðina sem kvöð, eitthvað sem þú gerir einungis vegna þess að þú „verður“ að gera það. Áður en ritgerðarefni er valið mæli ég með því að nemendur velti vel fyrir sér hvað þeim þyki áhugavert, við hvað þeir væru til í að starfa og hvað gæti mögulega nýst þeim þegar á vinnumarkaðinn er komið. Einnig er sniðugt að hafa samband beint við fyrirtæki hafi nemendur áhugaverð lokaverkefni sem geta nýst þeim og þannig komið sjálfum sér á framfæri og myndað tengsl. Það mun mikill tími og vinna fara í þetta verkefni sem lokaritgerðin er og aldrei að vita nema hægt sé að uppskera starf fyrir vikið. Það er því eins gott að vanda vel til verka og líta á ritgerðina sem tækifæri til að aðgreina sig og jafnvel skara fram úr.Erik Christianson Chaillot, ráðgjafi Capacent á sviði stefnumótunar og mannauðs
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar