Maísmengaðir plastpokar Sigurður Oddsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Ég bar saman venjulega plastpoka og pappírspoka í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu og skrifaði „Plastpokar eru umhverfisvænstu umbúðirnar“, en hefði átt að bæta við: sé maís ekki blandað í plastið. Undanfarið hafa svokallaðir maís-plastburðarpokar verið í umræðunni. Þeir eru sagðir umhverfisvænir, sem ekki er rétt. Upphaf blöndunar maís í plast hófst í Bandaríkjunum fyrir um 40 árum, þegar pappírspokum var skipt út fyrir plastpoka í kjörbúðum. Þeir töldu plast með maís umhverfisvænna en sáu fljótt að að svo var ekki. Seinna fóru Þjóðverjar sömu leið. Tvær stærstu verslunarkeðjurnar ALDI og REWE supu seyðið af því, áður en þær af umhyggju fyrir umhverfinu fyrirskipuðu að taka alla maísblandaða poka úr verslunum sínum. Síðan er markaður fyrir maíspoka í Þýskalandi dauður og hélt ég, að maísblöndun í plast væri út af borðinu. Umhverfisvænstu burðarpokarnir eru þeir sem eru nógu sterkir til að vera notaðir aftur og aftur. Þar eru plastburðarpokar með yfirburða stöðu. Eftirfarandi staðreyndir sýna að maísblandað plast er ekki umhverfisvænt samanborið við poka úr plasti án maís: Maís er framleiddur á grænmetisökrum, sem betur væru nýttir til ræktunar matvöru. Plast án maís er framleitt úr hliðarafurð olíuvinnslu, sem annars yrði eytt. Það er ekki hægt að endurvinna maísblandað plast eða framleiða það úr endurunnu plasti. Einfalt og ódýrt er að endurvinna plast ómengað af maís. Maísblandað plast brotnar hratt niður í CO2, sem er gróðurhúsalofttegund. Plast án maís brotnar hægt niður í frumefni sín án mengunar. Við urðun maísblandaðs plasts myndast metan, sem er sterk gróðurhúsalofttegund. Plast án maís brotnar niður án mengunar. Framleiðsla maísblandaðs plasts er 400% dýrari en framleiðsla plasts. Til að ná sama styrk og plast án maís verður maísblandað plast að vera minnst tvisvar sinnum þykkara en plast án maís. Maís, sem blandað er við plast getur innihaldið erfðabreytt efni (GM), sem ekki eru í ómenguðu plasti. Til framleiðslu á maís þarf ræktarland, áburð, skordýraeitur og vatn. Ekkert af þessu þarf til framleiðslu plasts án maísíblöndunar. Dráttarvélar og trukkar framleiða stöðugt CO2 allt frá því land er plægt, fræjum sáð, áburði og eiturefnum dreift og uppskera keyrð af akri. Maísblandaða plastið er svo helmingi þyngra og þar af leiðandi fer meiri orka í flutninga. Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér, hversu miklu eldsneyti var brennt? Augljóst má vera að þessi framleiðsla maísplastpoka er ekki umhverfisvæn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bar saman venjulega plastpoka og pappírspoka í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu og skrifaði „Plastpokar eru umhverfisvænstu umbúðirnar“, en hefði átt að bæta við: sé maís ekki blandað í plastið. Undanfarið hafa svokallaðir maís-plastburðarpokar verið í umræðunni. Þeir eru sagðir umhverfisvænir, sem ekki er rétt. Upphaf blöndunar maís í plast hófst í Bandaríkjunum fyrir um 40 árum, þegar pappírspokum var skipt út fyrir plastpoka í kjörbúðum. Þeir töldu plast með maís umhverfisvænna en sáu fljótt að að svo var ekki. Seinna fóru Þjóðverjar sömu leið. Tvær stærstu verslunarkeðjurnar ALDI og REWE supu seyðið af því, áður en þær af umhyggju fyrir umhverfinu fyrirskipuðu að taka alla maísblandaða poka úr verslunum sínum. Síðan er markaður fyrir maíspoka í Þýskalandi dauður og hélt ég, að maísblöndun í plast væri út af borðinu. Umhverfisvænstu burðarpokarnir eru þeir sem eru nógu sterkir til að vera notaðir aftur og aftur. Þar eru plastburðarpokar með yfirburða stöðu. Eftirfarandi staðreyndir sýna að maísblandað plast er ekki umhverfisvænt samanborið við poka úr plasti án maís: Maís er framleiddur á grænmetisökrum, sem betur væru nýttir til ræktunar matvöru. Plast án maís er framleitt úr hliðarafurð olíuvinnslu, sem annars yrði eytt. Það er ekki hægt að endurvinna maísblandað plast eða framleiða það úr endurunnu plasti. Einfalt og ódýrt er að endurvinna plast ómengað af maís. Maísblandað plast brotnar hratt niður í CO2, sem er gróðurhúsalofttegund. Plast án maís brotnar hægt niður í frumefni sín án mengunar. Við urðun maísblandaðs plasts myndast metan, sem er sterk gróðurhúsalofttegund. Plast án maís brotnar niður án mengunar. Framleiðsla maísblandaðs plasts er 400% dýrari en framleiðsla plasts. Til að ná sama styrk og plast án maís verður maísblandað plast að vera minnst tvisvar sinnum þykkara en plast án maís. Maís, sem blandað er við plast getur innihaldið erfðabreytt efni (GM), sem ekki eru í ómenguðu plasti. Til framleiðslu á maís þarf ræktarland, áburð, skordýraeitur og vatn. Ekkert af þessu þarf til framleiðslu plasts án maísíblöndunar. Dráttarvélar og trukkar framleiða stöðugt CO2 allt frá því land er plægt, fræjum sáð, áburði og eiturefnum dreift og uppskera keyrð af akri. Maísblandaða plastið er svo helmingi þyngra og þar af leiðandi fer meiri orka í flutninga. Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér, hversu miklu eldsneyti var brennt? Augljóst má vera að þessi framleiðsla maísplastpoka er ekki umhverfisvæn.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar