Opið bréf til ofbeldismanns Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Þegar ég tala um ofbeldi tala ég oftast við konuna sem þú beitir ofbeldi. Eða við foreldra hennar og vini eða fagfólk og stjórnvöld um ofbeldið sem þú beitir. En ég tala eiginlega aldrei við þig. Ég hef fengið innsýn í líf þitt í gegnum konuna þína. Vissulega heyri ég bara aðra hliðina, þú átt eftir að benda mér á það og líklega nefna í leiðinni að hún sé snargeðveik og lygin. Mér nægir að hitta hana og heyra sögur úr lífinu hennar. Ég veit að hún er oft þreytt og kvíðin og að stundum finnst henni þetta allt vonlaust. Sem betur fer veit ég líka að hún er sterk þó henni finnist það ekki sjálfri. Ég veit að hún vonar að lífið verði betra. Ég veit að hún hittir vinkonur sínar ekki eins oft og áður, eiginlega er hún hætt að gera margt af því sem henni þótti skemmtilegast, varstu búinn að taka eftir því? Ég veit, afsakaðu að ég hegg svona nærri, að henni líður ekki vel í kynlífinu. Að oft finnst henni það ekki vitund gott en segir ekki neitt því hún er hrædd. Ég veit að hún vonar að ofbeldið bitni ekki á börnunum ykkar. Ég held að þið vonið það bæði og trúið því líklega að þau taki ekki eftir neinu. Því miður segja rannsóknir að það séu litlar líkur á því að þetta sé rétt hjá ykkur, börn vita miklu meira um það sem fer fram heima hjá þeim en við höldum. Ég veit að margir velta því fyrir sér af hverju hún fer ekki frá þér en mér er það meiri ráðgáta af hverju þú gerir þetta. Hvernig þú getur dregið andann eftir að hafa sparkað í hana, hrækt á hana eða kallað hana viðbjóðslega hóru. Ég veit að þú iðrast þess þegar þú hefur verið sem verstur. Að þú skælir jafnvel og lofar að gera þetta aldrei aftur. Og ég held að þú meinir það á þeirri stundu. Það er til hjálp fyrir þig. Til dæmis meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar og raunar alls konar fagfólk sem gæti hjálpað þér við að læra að verða öðruvísi og jafnvel standa við loforðið um að síðasta skipti sem þú beittir konuna þína ofbeldi verði í rauninni það síðasta. Það verður erfitt en ég held að það gæti verið þess virði. Ekki viltu í alvörunni vera svona? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þegar ég tala um ofbeldi tala ég oftast við konuna sem þú beitir ofbeldi. Eða við foreldra hennar og vini eða fagfólk og stjórnvöld um ofbeldið sem þú beitir. En ég tala eiginlega aldrei við þig. Ég hef fengið innsýn í líf þitt í gegnum konuna þína. Vissulega heyri ég bara aðra hliðina, þú átt eftir að benda mér á það og líklega nefna í leiðinni að hún sé snargeðveik og lygin. Mér nægir að hitta hana og heyra sögur úr lífinu hennar. Ég veit að hún er oft þreytt og kvíðin og að stundum finnst henni þetta allt vonlaust. Sem betur fer veit ég líka að hún er sterk þó henni finnist það ekki sjálfri. Ég veit að hún vonar að lífið verði betra. Ég veit að hún hittir vinkonur sínar ekki eins oft og áður, eiginlega er hún hætt að gera margt af því sem henni þótti skemmtilegast, varstu búinn að taka eftir því? Ég veit, afsakaðu að ég hegg svona nærri, að henni líður ekki vel í kynlífinu. Að oft finnst henni það ekki vitund gott en segir ekki neitt því hún er hrædd. Ég veit að hún vonar að ofbeldið bitni ekki á börnunum ykkar. Ég held að þið vonið það bæði og trúið því líklega að þau taki ekki eftir neinu. Því miður segja rannsóknir að það séu litlar líkur á því að þetta sé rétt hjá ykkur, börn vita miklu meira um það sem fer fram heima hjá þeim en við höldum. Ég veit að margir velta því fyrir sér af hverju hún fer ekki frá þér en mér er það meiri ráðgáta af hverju þú gerir þetta. Hvernig þú getur dregið andann eftir að hafa sparkað í hana, hrækt á hana eða kallað hana viðbjóðslega hóru. Ég veit að þú iðrast þess þegar þú hefur verið sem verstur. Að þú skælir jafnvel og lofar að gera þetta aldrei aftur. Og ég held að þú meinir það á þeirri stundu. Það er til hjálp fyrir þig. Til dæmis meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar og raunar alls konar fagfólk sem gæti hjálpað þér við að læra að verða öðruvísi og jafnvel standa við loforðið um að síðasta skipti sem þú beittir konuna þína ofbeldi verði í rauninni það síðasta. Það verður erfitt en ég held að það gæti verið þess virði. Ekki viltu í alvörunni vera svona?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar