Opið bréf til ofbeldismanns Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Þegar ég tala um ofbeldi tala ég oftast við konuna sem þú beitir ofbeldi. Eða við foreldra hennar og vini eða fagfólk og stjórnvöld um ofbeldið sem þú beitir. En ég tala eiginlega aldrei við þig. Ég hef fengið innsýn í líf þitt í gegnum konuna þína. Vissulega heyri ég bara aðra hliðina, þú átt eftir að benda mér á það og líklega nefna í leiðinni að hún sé snargeðveik og lygin. Mér nægir að hitta hana og heyra sögur úr lífinu hennar. Ég veit að hún er oft þreytt og kvíðin og að stundum finnst henni þetta allt vonlaust. Sem betur fer veit ég líka að hún er sterk þó henni finnist það ekki sjálfri. Ég veit að hún vonar að lífið verði betra. Ég veit að hún hittir vinkonur sínar ekki eins oft og áður, eiginlega er hún hætt að gera margt af því sem henni þótti skemmtilegast, varstu búinn að taka eftir því? Ég veit, afsakaðu að ég hegg svona nærri, að henni líður ekki vel í kynlífinu. Að oft finnst henni það ekki vitund gott en segir ekki neitt því hún er hrædd. Ég veit að hún vonar að ofbeldið bitni ekki á börnunum ykkar. Ég held að þið vonið það bæði og trúið því líklega að þau taki ekki eftir neinu. Því miður segja rannsóknir að það séu litlar líkur á því að þetta sé rétt hjá ykkur, börn vita miklu meira um það sem fer fram heima hjá þeim en við höldum. Ég veit að margir velta því fyrir sér af hverju hún fer ekki frá þér en mér er það meiri ráðgáta af hverju þú gerir þetta. Hvernig þú getur dregið andann eftir að hafa sparkað í hana, hrækt á hana eða kallað hana viðbjóðslega hóru. Ég veit að þú iðrast þess þegar þú hefur verið sem verstur. Að þú skælir jafnvel og lofar að gera þetta aldrei aftur. Og ég held að þú meinir það á þeirri stundu. Það er til hjálp fyrir þig. Til dæmis meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar og raunar alls konar fagfólk sem gæti hjálpað þér við að læra að verða öðruvísi og jafnvel standa við loforðið um að síðasta skipti sem þú beittir konuna þína ofbeldi verði í rauninni það síðasta. Það verður erfitt en ég held að það gæti verið þess virði. Ekki viltu í alvörunni vera svona? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Þegar ég tala um ofbeldi tala ég oftast við konuna sem þú beitir ofbeldi. Eða við foreldra hennar og vini eða fagfólk og stjórnvöld um ofbeldið sem þú beitir. En ég tala eiginlega aldrei við þig. Ég hef fengið innsýn í líf þitt í gegnum konuna þína. Vissulega heyri ég bara aðra hliðina, þú átt eftir að benda mér á það og líklega nefna í leiðinni að hún sé snargeðveik og lygin. Mér nægir að hitta hana og heyra sögur úr lífinu hennar. Ég veit að hún er oft þreytt og kvíðin og að stundum finnst henni þetta allt vonlaust. Sem betur fer veit ég líka að hún er sterk þó henni finnist það ekki sjálfri. Ég veit að hún vonar að lífið verði betra. Ég veit að hún hittir vinkonur sínar ekki eins oft og áður, eiginlega er hún hætt að gera margt af því sem henni þótti skemmtilegast, varstu búinn að taka eftir því? Ég veit, afsakaðu að ég hegg svona nærri, að henni líður ekki vel í kynlífinu. Að oft finnst henni það ekki vitund gott en segir ekki neitt því hún er hrædd. Ég veit að hún vonar að ofbeldið bitni ekki á börnunum ykkar. Ég held að þið vonið það bæði og trúið því líklega að þau taki ekki eftir neinu. Því miður segja rannsóknir að það séu litlar líkur á því að þetta sé rétt hjá ykkur, börn vita miklu meira um það sem fer fram heima hjá þeim en við höldum. Ég veit að margir velta því fyrir sér af hverju hún fer ekki frá þér en mér er það meiri ráðgáta af hverju þú gerir þetta. Hvernig þú getur dregið andann eftir að hafa sparkað í hana, hrækt á hana eða kallað hana viðbjóðslega hóru. Ég veit að þú iðrast þess þegar þú hefur verið sem verstur. Að þú skælir jafnvel og lofar að gera þetta aldrei aftur. Og ég held að þú meinir það á þeirri stundu. Það er til hjálp fyrir þig. Til dæmis meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar og raunar alls konar fagfólk sem gæti hjálpað þér við að læra að verða öðruvísi og jafnvel standa við loforðið um að síðasta skipti sem þú beittir konuna þína ofbeldi verði í rauninni það síðasta. Það verður erfitt en ég held að það gæti verið þess virði. Ekki viltu í alvörunni vera svona?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun