Afríka verðskuldar einnig góða leiðtoga Dr. Mo Ibrahim og Fröken Iina Soiri skrifar 24. september 2014 13:44 Á síðastliðnum árum hefur athygli beinst að Afríku og efnahagsþróun hennar út um allan heim. Stöðugur efnahagsvöxtur, árangur við að ná sumum þúsaldarmarkmiðum í þróunarmálum og minni fátækt, sem og færri átök, hafa haft það í för með sér að margir hafa endurskoðað hugmyndir sínar um Afríku. Samkvæmt Mo Ibrahim Index búa 94% Afríkubúa í landi sem hefur sýnt fram á endurbætur almennt séð hvað varðar stjórnunarhætti síðan árið 2000. Eina leiðin til að viðhalda þessum jákvæða vexti í Afríku er með betri stjórnun á afrískum efnahag, félagslífi, rekstrarformum að lögum og stofnunum. Engar málamiðlanir standa til boða. Afríka þarfnast án tafar betri forystu og stjórnunarhætti. Leiðtoga sem eru nógu hugaðir og færir til að taka fast á spillingu, skorti á gagnsæi og brotum gegn mannréttindum. Leiðtoga sem hafa skuldbundið sig til að hanna stefnur og úthluta nægjanlegu fjármagni til að laga vegi með holur, mennta kennara, fylla læknastofur með menntuðu starfsfólki og lyfjum, einnig skapa störf í einkageiranum. Allt krefst þetta peninga en það sem skiptir öllu máli er betri forysta og sterkari stofnanir. Hvað varðar fjármagnið hefur meirihluti nýrra fjárfestinga komið frá Kína, Indlandi og Brasilíu sem hefur valdið áhyggjum hjá samstarfslöndum á borð við ESB og Bandaríkin. Mikið hefur því verið rætt um sterkari tengsl á milli Afríku og annarra nýmarkaðslanda í heiminum. Samskipti Afríku við eitt svæði í heiminum hafa verið stöðug og sjálfbær áratugum saman og halda áfram að vera það: við Norðurlöndin. Einstök tenging samstöðu og samstarfs hefur komið fram á milli Afríkubúa og Norðurlandanna. Þetta má sjá á heimsvísu með mikilli opinberri þróunaraðstoð og virkri samvinnu á mörgum stigum lífsins. Norðurlöndin halda áfram að vera efst á listum yfir tölfræði varðandi velferð, lífsgæði, heilsu þjóðfélags og jafnvel hamingju. Slíkt er oft útskýrt með svokölluðu Norræna módelinu byggt á sögulegri þróun þjóðfélaga með farsæl efnahagsleg umskipti, stigvaxandi skattlagningu og miklar fjárfestingar í félagslega geiranum og menntun. Á sama tíma geta löndin stært sig af af vera opin, gagnsæ og vera ábyrg, með öðrum orðum, miklum félagsauði, almannaöryggi og trausti á opinberum stofnunum. Góðir stjórnunarhættir á Norðurlöndunum er ekki aðeins tæknilegt hugtak; þeir eru hluti af lífinu. Að auki nær áhugi Norðurlandabúa á velferð út fyrir eigin landamæri þeirra og kemur slíkt fram í hagnýtri samstöðu með fátækum og kúguðum á heimsvísu. Getur Afríka því lært af Norðurlöndum hvað varðar forystu og sterkari stofnanir? Þegar allt kemur til alls hafa Afríkubúar og leiðtogar þeirra kallað eftir afrískum lausnum fyrir afrísk vandamál. Við búum í heimsþorpi þar sem sameiginlegur lærdómur og samstarf getur skapað hugmyndir og aðrar aðferðir þó ekki sé hægt að afrita beint félagsleg módel frá einu svæði og menningu til annars. Norðurlöndin efla og styðja lýðræði, mannréttindi og bætta stjórnhætti byggt á eigin reynslu og á þaulhugsaðan máta. Tiltöluleg fjarlægð Norðurlandanna frá nýlendusögu og hlutleysi hvað varðar stjórnmál stórvelda hefur veitt þeim leið til að þróa samskipti byggð á jafnrétti við umheiminn. Mikil fjárfesting í rannsóknum, nýjungasköpun og þekkingu hefur byggt upp þeirra eigin þjóðfélög og á sama tíma veitt lausnir fyrir vandamál á heimsvísu. Þegar stjórnvöld í Afríku leita lausna við stjórnun á nýjum auði og að skapa sjálfbæra velferð fyrir þegna sína snýst slíkt um gæði stjórnarhátta; betri forystu, meiri almenna þátttöku og sterkari stofnanir innanlands og innan heimsálfunnar. Afríka er að upplifa eftirtektarverða aukningu á ójafnrétti sem skapar álag á samfélagskerfið og eykur óánægju. Hérna getum við jafnvel lært eitthvað af kapítalíska kerfi Norðurlandanna fyrir alla. Við leit að afrískum lausnum fyrir afrísk vandamál þurfum við ekki að finna upp hjólið að nýju heldur að aðlaga hlutina, kannski er suðrænt dekk meira viðeigandi en vetrardekk norðursins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum hefur athygli beinst að Afríku og efnahagsþróun hennar út um allan heim. Stöðugur efnahagsvöxtur, árangur við að ná sumum þúsaldarmarkmiðum í þróunarmálum og minni fátækt, sem og færri átök, hafa haft það í för með sér að margir hafa endurskoðað hugmyndir sínar um Afríku. Samkvæmt Mo Ibrahim Index búa 94% Afríkubúa í landi sem hefur sýnt fram á endurbætur almennt séð hvað varðar stjórnunarhætti síðan árið 2000. Eina leiðin til að viðhalda þessum jákvæða vexti í Afríku er með betri stjórnun á afrískum efnahag, félagslífi, rekstrarformum að lögum og stofnunum. Engar málamiðlanir standa til boða. Afríka þarfnast án tafar betri forystu og stjórnunarhætti. Leiðtoga sem eru nógu hugaðir og færir til að taka fast á spillingu, skorti á gagnsæi og brotum gegn mannréttindum. Leiðtoga sem hafa skuldbundið sig til að hanna stefnur og úthluta nægjanlegu fjármagni til að laga vegi með holur, mennta kennara, fylla læknastofur með menntuðu starfsfólki og lyfjum, einnig skapa störf í einkageiranum. Allt krefst þetta peninga en það sem skiptir öllu máli er betri forysta og sterkari stofnanir. Hvað varðar fjármagnið hefur meirihluti nýrra fjárfestinga komið frá Kína, Indlandi og Brasilíu sem hefur valdið áhyggjum hjá samstarfslöndum á borð við ESB og Bandaríkin. Mikið hefur því verið rætt um sterkari tengsl á milli Afríku og annarra nýmarkaðslanda í heiminum. Samskipti Afríku við eitt svæði í heiminum hafa verið stöðug og sjálfbær áratugum saman og halda áfram að vera það: við Norðurlöndin. Einstök tenging samstöðu og samstarfs hefur komið fram á milli Afríkubúa og Norðurlandanna. Þetta má sjá á heimsvísu með mikilli opinberri þróunaraðstoð og virkri samvinnu á mörgum stigum lífsins. Norðurlöndin halda áfram að vera efst á listum yfir tölfræði varðandi velferð, lífsgæði, heilsu þjóðfélags og jafnvel hamingju. Slíkt er oft útskýrt með svokölluðu Norræna módelinu byggt á sögulegri þróun þjóðfélaga með farsæl efnahagsleg umskipti, stigvaxandi skattlagningu og miklar fjárfestingar í félagslega geiranum og menntun. Á sama tíma geta löndin stært sig af af vera opin, gagnsæ og vera ábyrg, með öðrum orðum, miklum félagsauði, almannaöryggi og trausti á opinberum stofnunum. Góðir stjórnunarhættir á Norðurlöndunum er ekki aðeins tæknilegt hugtak; þeir eru hluti af lífinu. Að auki nær áhugi Norðurlandabúa á velferð út fyrir eigin landamæri þeirra og kemur slíkt fram í hagnýtri samstöðu með fátækum og kúguðum á heimsvísu. Getur Afríka því lært af Norðurlöndum hvað varðar forystu og sterkari stofnanir? Þegar allt kemur til alls hafa Afríkubúar og leiðtogar þeirra kallað eftir afrískum lausnum fyrir afrísk vandamál. Við búum í heimsþorpi þar sem sameiginlegur lærdómur og samstarf getur skapað hugmyndir og aðrar aðferðir þó ekki sé hægt að afrita beint félagsleg módel frá einu svæði og menningu til annars. Norðurlöndin efla og styðja lýðræði, mannréttindi og bætta stjórnhætti byggt á eigin reynslu og á þaulhugsaðan máta. Tiltöluleg fjarlægð Norðurlandanna frá nýlendusögu og hlutleysi hvað varðar stjórnmál stórvelda hefur veitt þeim leið til að þróa samskipti byggð á jafnrétti við umheiminn. Mikil fjárfesting í rannsóknum, nýjungasköpun og þekkingu hefur byggt upp þeirra eigin þjóðfélög og á sama tíma veitt lausnir fyrir vandamál á heimsvísu. Þegar stjórnvöld í Afríku leita lausna við stjórnun á nýjum auði og að skapa sjálfbæra velferð fyrir þegna sína snýst slíkt um gæði stjórnarhátta; betri forystu, meiri almenna þátttöku og sterkari stofnanir innanlands og innan heimsálfunnar. Afríka er að upplifa eftirtektarverða aukningu á ójafnrétti sem skapar álag á samfélagskerfið og eykur óánægju. Hérna getum við jafnvel lært eitthvað af kapítalíska kerfi Norðurlandanna fyrir alla. Við leit að afrískum lausnum fyrir afrísk vandamál þurfum við ekki að finna upp hjólið að nýju heldur að aðlaga hlutina, kannski er suðrænt dekk meira viðeigandi en vetrardekk norðursins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun