Afríka verðskuldar einnig góða leiðtoga Dr. Mo Ibrahim og Fröken Iina Soiri skrifar 24. september 2014 13:44 Á síðastliðnum árum hefur athygli beinst að Afríku og efnahagsþróun hennar út um allan heim. Stöðugur efnahagsvöxtur, árangur við að ná sumum þúsaldarmarkmiðum í þróunarmálum og minni fátækt, sem og færri átök, hafa haft það í för með sér að margir hafa endurskoðað hugmyndir sínar um Afríku. Samkvæmt Mo Ibrahim Index búa 94% Afríkubúa í landi sem hefur sýnt fram á endurbætur almennt séð hvað varðar stjórnunarhætti síðan árið 2000. Eina leiðin til að viðhalda þessum jákvæða vexti í Afríku er með betri stjórnun á afrískum efnahag, félagslífi, rekstrarformum að lögum og stofnunum. Engar málamiðlanir standa til boða. Afríka þarfnast án tafar betri forystu og stjórnunarhætti. Leiðtoga sem eru nógu hugaðir og færir til að taka fast á spillingu, skorti á gagnsæi og brotum gegn mannréttindum. Leiðtoga sem hafa skuldbundið sig til að hanna stefnur og úthluta nægjanlegu fjármagni til að laga vegi með holur, mennta kennara, fylla læknastofur með menntuðu starfsfólki og lyfjum, einnig skapa störf í einkageiranum. Allt krefst þetta peninga en það sem skiptir öllu máli er betri forysta og sterkari stofnanir. Hvað varðar fjármagnið hefur meirihluti nýrra fjárfestinga komið frá Kína, Indlandi og Brasilíu sem hefur valdið áhyggjum hjá samstarfslöndum á borð við ESB og Bandaríkin. Mikið hefur því verið rætt um sterkari tengsl á milli Afríku og annarra nýmarkaðslanda í heiminum. Samskipti Afríku við eitt svæði í heiminum hafa verið stöðug og sjálfbær áratugum saman og halda áfram að vera það: við Norðurlöndin. Einstök tenging samstöðu og samstarfs hefur komið fram á milli Afríkubúa og Norðurlandanna. Þetta má sjá á heimsvísu með mikilli opinberri þróunaraðstoð og virkri samvinnu á mörgum stigum lífsins. Norðurlöndin halda áfram að vera efst á listum yfir tölfræði varðandi velferð, lífsgæði, heilsu þjóðfélags og jafnvel hamingju. Slíkt er oft útskýrt með svokölluðu Norræna módelinu byggt á sögulegri þróun þjóðfélaga með farsæl efnahagsleg umskipti, stigvaxandi skattlagningu og miklar fjárfestingar í félagslega geiranum og menntun. Á sama tíma geta löndin stært sig af af vera opin, gagnsæ og vera ábyrg, með öðrum orðum, miklum félagsauði, almannaöryggi og trausti á opinberum stofnunum. Góðir stjórnunarhættir á Norðurlöndunum er ekki aðeins tæknilegt hugtak; þeir eru hluti af lífinu. Að auki nær áhugi Norðurlandabúa á velferð út fyrir eigin landamæri þeirra og kemur slíkt fram í hagnýtri samstöðu með fátækum og kúguðum á heimsvísu. Getur Afríka því lært af Norðurlöndum hvað varðar forystu og sterkari stofnanir? Þegar allt kemur til alls hafa Afríkubúar og leiðtogar þeirra kallað eftir afrískum lausnum fyrir afrísk vandamál. Við búum í heimsþorpi þar sem sameiginlegur lærdómur og samstarf getur skapað hugmyndir og aðrar aðferðir þó ekki sé hægt að afrita beint félagsleg módel frá einu svæði og menningu til annars. Norðurlöndin efla og styðja lýðræði, mannréttindi og bætta stjórnhætti byggt á eigin reynslu og á þaulhugsaðan máta. Tiltöluleg fjarlægð Norðurlandanna frá nýlendusögu og hlutleysi hvað varðar stjórnmál stórvelda hefur veitt þeim leið til að þróa samskipti byggð á jafnrétti við umheiminn. Mikil fjárfesting í rannsóknum, nýjungasköpun og þekkingu hefur byggt upp þeirra eigin þjóðfélög og á sama tíma veitt lausnir fyrir vandamál á heimsvísu. Þegar stjórnvöld í Afríku leita lausna við stjórnun á nýjum auði og að skapa sjálfbæra velferð fyrir þegna sína snýst slíkt um gæði stjórnarhátta; betri forystu, meiri almenna þátttöku og sterkari stofnanir innanlands og innan heimsálfunnar. Afríka er að upplifa eftirtektarverða aukningu á ójafnrétti sem skapar álag á samfélagskerfið og eykur óánægju. Hérna getum við jafnvel lært eitthvað af kapítalíska kerfi Norðurlandanna fyrir alla. Við leit að afrískum lausnum fyrir afrísk vandamál þurfum við ekki að finna upp hjólið að nýju heldur að aðlaga hlutina, kannski er suðrænt dekk meira viðeigandi en vetrardekk norðursins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum hefur athygli beinst að Afríku og efnahagsþróun hennar út um allan heim. Stöðugur efnahagsvöxtur, árangur við að ná sumum þúsaldarmarkmiðum í þróunarmálum og minni fátækt, sem og færri átök, hafa haft það í för með sér að margir hafa endurskoðað hugmyndir sínar um Afríku. Samkvæmt Mo Ibrahim Index búa 94% Afríkubúa í landi sem hefur sýnt fram á endurbætur almennt séð hvað varðar stjórnunarhætti síðan árið 2000. Eina leiðin til að viðhalda þessum jákvæða vexti í Afríku er með betri stjórnun á afrískum efnahag, félagslífi, rekstrarformum að lögum og stofnunum. Engar málamiðlanir standa til boða. Afríka þarfnast án tafar betri forystu og stjórnunarhætti. Leiðtoga sem eru nógu hugaðir og færir til að taka fast á spillingu, skorti á gagnsæi og brotum gegn mannréttindum. Leiðtoga sem hafa skuldbundið sig til að hanna stefnur og úthluta nægjanlegu fjármagni til að laga vegi með holur, mennta kennara, fylla læknastofur með menntuðu starfsfólki og lyfjum, einnig skapa störf í einkageiranum. Allt krefst þetta peninga en það sem skiptir öllu máli er betri forysta og sterkari stofnanir. Hvað varðar fjármagnið hefur meirihluti nýrra fjárfestinga komið frá Kína, Indlandi og Brasilíu sem hefur valdið áhyggjum hjá samstarfslöndum á borð við ESB og Bandaríkin. Mikið hefur því verið rætt um sterkari tengsl á milli Afríku og annarra nýmarkaðslanda í heiminum. Samskipti Afríku við eitt svæði í heiminum hafa verið stöðug og sjálfbær áratugum saman og halda áfram að vera það: við Norðurlöndin. Einstök tenging samstöðu og samstarfs hefur komið fram á milli Afríkubúa og Norðurlandanna. Þetta má sjá á heimsvísu með mikilli opinberri þróunaraðstoð og virkri samvinnu á mörgum stigum lífsins. Norðurlöndin halda áfram að vera efst á listum yfir tölfræði varðandi velferð, lífsgæði, heilsu þjóðfélags og jafnvel hamingju. Slíkt er oft útskýrt með svokölluðu Norræna módelinu byggt á sögulegri þróun þjóðfélaga með farsæl efnahagsleg umskipti, stigvaxandi skattlagningu og miklar fjárfestingar í félagslega geiranum og menntun. Á sama tíma geta löndin stært sig af af vera opin, gagnsæ og vera ábyrg, með öðrum orðum, miklum félagsauði, almannaöryggi og trausti á opinberum stofnunum. Góðir stjórnunarhættir á Norðurlöndunum er ekki aðeins tæknilegt hugtak; þeir eru hluti af lífinu. Að auki nær áhugi Norðurlandabúa á velferð út fyrir eigin landamæri þeirra og kemur slíkt fram í hagnýtri samstöðu með fátækum og kúguðum á heimsvísu. Getur Afríka því lært af Norðurlöndum hvað varðar forystu og sterkari stofnanir? Þegar allt kemur til alls hafa Afríkubúar og leiðtogar þeirra kallað eftir afrískum lausnum fyrir afrísk vandamál. Við búum í heimsþorpi þar sem sameiginlegur lærdómur og samstarf getur skapað hugmyndir og aðrar aðferðir þó ekki sé hægt að afrita beint félagsleg módel frá einu svæði og menningu til annars. Norðurlöndin efla og styðja lýðræði, mannréttindi og bætta stjórnhætti byggt á eigin reynslu og á þaulhugsaðan máta. Tiltöluleg fjarlægð Norðurlandanna frá nýlendusögu og hlutleysi hvað varðar stjórnmál stórvelda hefur veitt þeim leið til að þróa samskipti byggð á jafnrétti við umheiminn. Mikil fjárfesting í rannsóknum, nýjungasköpun og þekkingu hefur byggt upp þeirra eigin þjóðfélög og á sama tíma veitt lausnir fyrir vandamál á heimsvísu. Þegar stjórnvöld í Afríku leita lausna við stjórnun á nýjum auði og að skapa sjálfbæra velferð fyrir þegna sína snýst slíkt um gæði stjórnarhátta; betri forystu, meiri almenna þátttöku og sterkari stofnanir innanlands og innan heimsálfunnar. Afríka er að upplifa eftirtektarverða aukningu á ójafnrétti sem skapar álag á samfélagskerfið og eykur óánægju. Hérna getum við jafnvel lært eitthvað af kapítalíska kerfi Norðurlandanna fyrir alla. Við leit að afrískum lausnum fyrir afrísk vandamál þurfum við ekki að finna upp hjólið að nýju heldur að aðlaga hlutina, kannski er suðrænt dekk meira viðeigandi en vetrardekk norðursins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar