Er vatnið í kringum Ísland salt? Bryndís Kristjánsdóttir skrifar 20. júní 2014 07:00 Þetta er raunveruleg spurning sem rútubílstjóri í ferð með útlendinga fékk nú á dögunum. Spurningin kom frá „leiðsögumanninum“ sem var útlendingur og hafði aldrei komið til Íslands áður! Sem betur fer talaði þessi bílstjóri annað tungumál en bara íslensku og gat því svarað spurningunni. En hvorki hann né „leiðsögumaðurinn“ sögðu ferðamönnunum frá því hvernig hafstraumunum í kringum landið er háttað sem leiðir til þess að Ísland er byggilegt og fiskimiðin jafn gjöful og raun ber vitni. Enda ekki í verkahring bílstjórans að fræða útlenda „leiðsögumenn“ svo þeir geti sagt fólkinu, sem þeir eru að fara með um landið, rétt og vel frá landinu og þjóðinni sem þar býr. Það á eingöngu að vera í verkahring leiðsögumanna sem hlotið hafa viðurkennda fagmenntun á Íslandi. Umræddur rútubílstjóri hafði frá fleiru ótrúlegu að segja úr ferð sinni með útlenda „leiðsögumanninn“ sem aldrei hafði komið hingað áður, til dæmis að hann vildi fá staðfestingu bílstjórans á því að í öllum jöklum byggju útilegumenn með fjölskyldur sínar. Bílstjórinn reyndi auðvitað að malda í móinn en „leiðsögumaðurinn“ sagði ferðafólkinu engu að síður að svona háttaði til á Íslandi.Öryggi og landvernd Þessi dæmi eru bara tvö af ótal slíkum sem við leiðsögumenn heyrum á ferðum okkar með ferðamenn um landið. Hér eru alls konar „leiðsögumenn“, útlendir sem innlendir, á ferð með stóra og smáa hópa ferðamanna og guð má vita hvaða bull þeim er sagt í ferðunum, því oft er ekki einu sinni innlendur bílstjóri með í ferð. Að ekki sé minnst á að ferðamenn, sem þannig háttar til með, virðast ekki fá neina leiðsögn í því hvernig ganga þarf um landið svo vernda megi viðkvæman gróður, fuglar á eggjum séu ekki truflaðir eða að þeir fari sér ekki að voða á hættulegum stöðum – sem eru óteljandi á Íslandi. Í minni síðustu ferð sá ég rennandi blauta konu í Reynisfjöru; væntanlega hafði enginn sagt henni frá hættulegu öldunum þar og ein þeirra því gripið hana. Gott að ekki fór verr í þetta sinn. Í Dyrhólaey sá ég svo ferðamannahóp sem fór beinustu leið yfir varnargirðingu og út á ystu klettabrún. Hópurinn virti þannig að vettugi aðgerðir sem við á Íslandi erum að grípa til til varnar gróðri og fuglum – og til að stuðla að öryggi þeirra sjálfra.Vönduð ferðaþjónusta Einföld leið til að koma í veg fyrir bullið, átroðninginn og slysahættuna er að ferðamenn fái vandaða fræðslu um landið og hópar séu alls ekki á ferð með öðrum en fagmenntuðum leiðsögumönnum. Einhverjir hafa reynt að koma þeim kvitti á kreik að ekki séu til nógu margir slíkir í landinu, sem er fjarri sannleikanum. Hjá Félagi leiðsögumanna er skrá yfir rúmlega 600 fagmenntaða félagsmenn og þeim til viðbótar er stór hópur sem ekki hefur starfað við fagið þar sem ekki var vinnu að fá. Þar sem ferðaþjónustan er nú orðinn sá máttugi stólpi í íslensku samfélagi sem raun ber vitni þá þarf að gæta þess afar vel að hún viðhaldist sem slík og eflist. Það gerist ekki nema með góðri innri uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landinu öllu og þar verða fagmennska og vönduð vinnubrögð að ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þetta er raunveruleg spurning sem rútubílstjóri í ferð með útlendinga fékk nú á dögunum. Spurningin kom frá „leiðsögumanninum“ sem var útlendingur og hafði aldrei komið til Íslands áður! Sem betur fer talaði þessi bílstjóri annað tungumál en bara íslensku og gat því svarað spurningunni. En hvorki hann né „leiðsögumaðurinn“ sögðu ferðamönnunum frá því hvernig hafstraumunum í kringum landið er háttað sem leiðir til þess að Ísland er byggilegt og fiskimiðin jafn gjöful og raun ber vitni. Enda ekki í verkahring bílstjórans að fræða útlenda „leiðsögumenn“ svo þeir geti sagt fólkinu, sem þeir eru að fara með um landið, rétt og vel frá landinu og þjóðinni sem þar býr. Það á eingöngu að vera í verkahring leiðsögumanna sem hlotið hafa viðurkennda fagmenntun á Íslandi. Umræddur rútubílstjóri hafði frá fleiru ótrúlegu að segja úr ferð sinni með útlenda „leiðsögumanninn“ sem aldrei hafði komið hingað áður, til dæmis að hann vildi fá staðfestingu bílstjórans á því að í öllum jöklum byggju útilegumenn með fjölskyldur sínar. Bílstjórinn reyndi auðvitað að malda í móinn en „leiðsögumaðurinn“ sagði ferðafólkinu engu að síður að svona háttaði til á Íslandi.Öryggi og landvernd Þessi dæmi eru bara tvö af ótal slíkum sem við leiðsögumenn heyrum á ferðum okkar með ferðamenn um landið. Hér eru alls konar „leiðsögumenn“, útlendir sem innlendir, á ferð með stóra og smáa hópa ferðamanna og guð má vita hvaða bull þeim er sagt í ferðunum, því oft er ekki einu sinni innlendur bílstjóri með í ferð. Að ekki sé minnst á að ferðamenn, sem þannig háttar til með, virðast ekki fá neina leiðsögn í því hvernig ganga þarf um landið svo vernda megi viðkvæman gróður, fuglar á eggjum séu ekki truflaðir eða að þeir fari sér ekki að voða á hættulegum stöðum – sem eru óteljandi á Íslandi. Í minni síðustu ferð sá ég rennandi blauta konu í Reynisfjöru; væntanlega hafði enginn sagt henni frá hættulegu öldunum þar og ein þeirra því gripið hana. Gott að ekki fór verr í þetta sinn. Í Dyrhólaey sá ég svo ferðamannahóp sem fór beinustu leið yfir varnargirðingu og út á ystu klettabrún. Hópurinn virti þannig að vettugi aðgerðir sem við á Íslandi erum að grípa til til varnar gróðri og fuglum – og til að stuðla að öryggi þeirra sjálfra.Vönduð ferðaþjónusta Einföld leið til að koma í veg fyrir bullið, átroðninginn og slysahættuna er að ferðamenn fái vandaða fræðslu um landið og hópar séu alls ekki á ferð með öðrum en fagmenntuðum leiðsögumönnum. Einhverjir hafa reynt að koma þeim kvitti á kreik að ekki séu til nógu margir slíkir í landinu, sem er fjarri sannleikanum. Hjá Félagi leiðsögumanna er skrá yfir rúmlega 600 fagmenntaða félagsmenn og þeim til viðbótar er stór hópur sem ekki hefur starfað við fagið þar sem ekki var vinnu að fá. Þar sem ferðaþjónustan er nú orðinn sá máttugi stólpi í íslensku samfélagi sem raun ber vitni þá þarf að gæta þess afar vel að hún viðhaldist sem slík og eflist. Það gerist ekki nema með góðri innri uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landinu öllu og þar verða fagmennska og vönduð vinnubrögð að ráða.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar