Var frjálshyggja fyrir hrun? Guðmundur Edgarsson skrifar 4. desember 2014 00:00 Þótt ýmislegt á Íslandi hafi borið keim af frjálshyggju á árunum fyrir hrun, t.d. lækkun skatta, einkavæðing ýmissa ríkisfyrirtækja og sjálfbær sjávarútvegur, er ljóst að sjónarmið félagshyggju urðu æ meira áberandi. Látum nægja hér að benda á nokkur dæmi því til staðfestingar.Ríkið þandist út Þótt skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafi lækkað jafnt og þétt á árunum fyrir hrun, jukust skatttekjur hins opinbera um tæpan fimmtung á einungis tíu árum. Samhliða auknum skatttekjum jukust umsvif ríkis- og sveitarfélaga verulega. Þá jókst lagasetning um helming og eftirlitsstofnanir urðu dýrari, fjölmennari og umsvifameiri en nokkru sinni fyrr. Með öðrum orðum, báknið þandist út og frjálshyggjan lét í minni pokann fyrir víðtækri félagshyggju.Ríkisábyrgð á bönkum Hér á landi sem erlendis var til staðar bein eða óbein ríkisábyrgð á innistæðum. Af þessu tóku matsfyrirtækin mið og gáfu bönkunum hærri einkunn því tryggari sem ríkisábyrgðin var. Slík ríkisábyrgð eykur áhættuhegðun bankanna og stuðlar að lánsfjárbólu. Nákvæmlega þetta gerðist á Íslandi sem og um mestallan hinn vestræna heim. Þar sem ríkisábyrgð á einkafyrirtækjum gengur í berhögg við grundvallarhugmyndir frjálshyggju, gefur augaleið að ríkisábyrgð á bankainnistæðum eða bönkum yfirleitt er andstæð frjálshyggju af hvaða tagi sem er.Kárahnjúkavirkjun Margir telja að bygging Kárahnjúkavirkjunar hafi valdið því hagkerfið hafi ofhitnað. Þeir hinir sömu telja að við þessa framkvæmd hafi gífurlegt magn af erlendum gjaldeyri flætt inn í landið og þar með hafi möguleikar bankanna til enn frekari umsvifa í skjóli væntanlegrar ríkisábyrgðar aukist til muna. Hvað sem hæft er í því er það óhagganleg staðreynd að bygging Kárahnjúkavirkjunar var ríkisframkvæmd og sú stærsta sinnar tegundar í sögu landsins. Að bendla þessa risaframkvæmd ríkisins við frjálshyggju er því öfugmæli hvað sem mönnum kann að þykja um verkefnið að öðru leyti.Heimatilbúinn lóðaskortur Á skjön við markaðslögmál setti R-listinn lóðaframboð í Reykjavík í frost í heilan áratug. Þessi frysting leiddi til slíkrar umframspurnar eftir lóðum að húsnæðisverð á gjörvöllu höfuðborgarsvæðinu fór upp úr öllu valdi. Þótt nágrannasveitarfélögin hafi boðið út talsverðan fjölda af lóðum hafði það lítið að segja til mótvægis þar sem höfuðborgarsvæðið allt er eitt markaðssvæði og Reykjavík, sem langstærsta sveitarfélagið, allsráðandi hvað varðar verðmyndun á fasteignamarkaði. Í kjölfarið tók fólk á sig meiri húsnæðisskuldir sem gerði svo kreppuna öllu verri við að eiga en ella hefði verið.90% lánin Framsóknarflokkurinn á svo heiðurinn af þeirri misráðnu ákvörðun ríkisstjórnarinnar á sínum tíma að að heimila hinum ríkisrekna húsnæðisbanka, Íbúðalánasjóði, að veita 90% lán. Bankar á frjálsum markaði veittu einungis 65% lán en buðu upp á skammtímalán ef íbúðarkaupendur vantaði upp á útborgun. Með 90% lánunum var grundvellinum því kippt undan mikilvægri tekjulind banka á húsnæðislánamarkaði og þeir því knúnir til að fara í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð. Í kjölfarið tók húsnæðisverð annan rækilegan kipp og skuldsetning heimilanna að sama skapi.Æ meiri félagshyggja Útþensla ríkisins, ríkisábyrgð á bankainnistæðum, stærsta ríkisframkvæmd í Íslandssögunni og veruleg afskipti stjórnmálamanna af húsnæðismarkaðnum eru allt dæmi um aðgerðir sem einkennast af víðtækum ríkisumsvifum og áætlunarbúskap. Og þótt ýmislegt hafi færst í frjálsræðisátt á þessum árum, þá varð félagshyggjan æ fyrirferðarmeiri eftir því sem á leið. Að rekja orsakir hrunsins til frjálshyggju verður því að teljast stórfurðulegur málflutningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Þótt ýmislegt á Íslandi hafi borið keim af frjálshyggju á árunum fyrir hrun, t.d. lækkun skatta, einkavæðing ýmissa ríkisfyrirtækja og sjálfbær sjávarútvegur, er ljóst að sjónarmið félagshyggju urðu æ meira áberandi. Látum nægja hér að benda á nokkur dæmi því til staðfestingar.Ríkið þandist út Þótt skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafi lækkað jafnt og þétt á árunum fyrir hrun, jukust skatttekjur hins opinbera um tæpan fimmtung á einungis tíu árum. Samhliða auknum skatttekjum jukust umsvif ríkis- og sveitarfélaga verulega. Þá jókst lagasetning um helming og eftirlitsstofnanir urðu dýrari, fjölmennari og umsvifameiri en nokkru sinni fyrr. Með öðrum orðum, báknið þandist út og frjálshyggjan lét í minni pokann fyrir víðtækri félagshyggju.Ríkisábyrgð á bönkum Hér á landi sem erlendis var til staðar bein eða óbein ríkisábyrgð á innistæðum. Af þessu tóku matsfyrirtækin mið og gáfu bönkunum hærri einkunn því tryggari sem ríkisábyrgðin var. Slík ríkisábyrgð eykur áhættuhegðun bankanna og stuðlar að lánsfjárbólu. Nákvæmlega þetta gerðist á Íslandi sem og um mestallan hinn vestræna heim. Þar sem ríkisábyrgð á einkafyrirtækjum gengur í berhögg við grundvallarhugmyndir frjálshyggju, gefur augaleið að ríkisábyrgð á bankainnistæðum eða bönkum yfirleitt er andstæð frjálshyggju af hvaða tagi sem er.Kárahnjúkavirkjun Margir telja að bygging Kárahnjúkavirkjunar hafi valdið því hagkerfið hafi ofhitnað. Þeir hinir sömu telja að við þessa framkvæmd hafi gífurlegt magn af erlendum gjaldeyri flætt inn í landið og þar með hafi möguleikar bankanna til enn frekari umsvifa í skjóli væntanlegrar ríkisábyrgðar aukist til muna. Hvað sem hæft er í því er það óhagganleg staðreynd að bygging Kárahnjúkavirkjunar var ríkisframkvæmd og sú stærsta sinnar tegundar í sögu landsins. Að bendla þessa risaframkvæmd ríkisins við frjálshyggju er því öfugmæli hvað sem mönnum kann að þykja um verkefnið að öðru leyti.Heimatilbúinn lóðaskortur Á skjön við markaðslögmál setti R-listinn lóðaframboð í Reykjavík í frost í heilan áratug. Þessi frysting leiddi til slíkrar umframspurnar eftir lóðum að húsnæðisverð á gjörvöllu höfuðborgarsvæðinu fór upp úr öllu valdi. Þótt nágrannasveitarfélögin hafi boðið út talsverðan fjölda af lóðum hafði það lítið að segja til mótvægis þar sem höfuðborgarsvæðið allt er eitt markaðssvæði og Reykjavík, sem langstærsta sveitarfélagið, allsráðandi hvað varðar verðmyndun á fasteignamarkaði. Í kjölfarið tók fólk á sig meiri húsnæðisskuldir sem gerði svo kreppuna öllu verri við að eiga en ella hefði verið.90% lánin Framsóknarflokkurinn á svo heiðurinn af þeirri misráðnu ákvörðun ríkisstjórnarinnar á sínum tíma að að heimila hinum ríkisrekna húsnæðisbanka, Íbúðalánasjóði, að veita 90% lán. Bankar á frjálsum markaði veittu einungis 65% lán en buðu upp á skammtímalán ef íbúðarkaupendur vantaði upp á útborgun. Með 90% lánunum var grundvellinum því kippt undan mikilvægri tekjulind banka á húsnæðislánamarkaði og þeir því knúnir til að fara í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð. Í kjölfarið tók húsnæðisverð annan rækilegan kipp og skuldsetning heimilanna að sama skapi.Æ meiri félagshyggja Útþensla ríkisins, ríkisábyrgð á bankainnistæðum, stærsta ríkisframkvæmd í Íslandssögunni og veruleg afskipti stjórnmálamanna af húsnæðismarkaðnum eru allt dæmi um aðgerðir sem einkennast af víðtækum ríkisumsvifum og áætlunarbúskap. Og þótt ýmislegt hafi færst í frjálsræðisátt á þessum árum, þá varð félagshyggjan æ fyrirferðarmeiri eftir því sem á leið. Að rekja orsakir hrunsins til frjálshyggju verður því að teljast stórfurðulegur málflutningur.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun