Uppbygging á hlutabréfamarkaði er langtímaverkefni Páll Harðarson skrifar 27. desember 2014 07:00 Uppbygging hlutabréfamarkaðarins er langtímaverkefni sem við helgum okkur áfram í Kauphöllinni. Við stöndum þó á vissum tímamótum sem gætu ráðið úrslitum um hvort okkur tekst að skapa markaðnum það umhverfi sem er sambærilegt við það sem best gerist erlendis. Átta fyrirtæki hafa verið nýskráð á Aðalmarkað frá 2011 og geta fjárfestar í flestum tilfellum unað vel við ávöxtun sína. Sjóvá var nýskráð á Aðalmarkaðinn í apríl í ár og HB Grandi fluttist af First North yfir á Aðalmarkaðinn í sama mánuði. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja hefur hækkað og nemur nú tæplega 700 milljörðum króna, eða um 37% af landsframleiðslu. Til samanburðar var markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja vorið 2009 rétt um 175 milljarðar króna. Félögum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar var einnig fjölgað úr sex í átta 1. júlí síðastliðinn í samræmi við fjölgun félaga á markaði.Krefst árvekni Aukin fjölbreytni þátttakenda á markaði er nauðsynleg. Ólíkar skoðanir þurfa að fá að takast á til að mynda heilbrigðan markað. Lagasetning um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð var gott skref og konum í stjórnum skráðra fyrirtækja hefur fjölgað á árinu. Kauphöllin, VÍB og FKA stóðu í samstarfi að verkefninu Fjölbreytni á markaði, hvar víðtækt fræðslustarf sem miðaði að því að ná til breiðs hóps fólks var þungamiðja. Við vildum líka vekja fólk til umhugsunar um málaflokkinn og auka sýnileika kvenna í viðskiptalífinu. Við höldum þessu samstarfi áfram á nýju ári. Gjaldeyrishöft setja verðbréfamarkaði alvarlegar skorður, þar sem smá og stór fyrirtæki geta ekki nýtt sér fjármagn sem þau afla hérlendis til landvinninga erlendis. Stórkostleg hætta er á því að fyrirtækin leiti úr landi, innlendir fjárfestar missi af tækifærum og efnahagslífið hljóti skaða af. Við stóðum fyrir stefnumóti fjárfesta við ellefu nýsköpunarfyrirtæki í maí, sem sýndi greinilega þróttinn í nýsköpun hérlendis og mikilvægi þess að hlúa að efnilegum fyrirtækjum. Við vonumst til að nýtt ár boði kaflaskil við losun hafta. Fyrsta flokks markaður krefst árvekni allra þátttakenda; kauphalla, starfsfólks skráðra fyrirtækja, fjármálafyrirtækja, fjárfesta, fjölmiðla, opinberra eftirlitsaðila og þeirra sem móta leikreglurnar. Lög og reglur verða að vera virtar og stjórnarhættir í góðu horfi. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti, í samstarfi við Kauphöllina, SA og Viðskiptaráð hefur staðið að formlegu mati á starfsháttum stjórna og stjórnenda, en fjórtán fyrirtæki hafa nú þegar hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.Verðugar áskoranir Á síðastliðnu hausti lögðum við fram tíu tímasettar tillögur sem hafa það að markmiði að bæta virkni verðbréfamarkaðar. Margar tillögurnar snúast um að bæta umhverfi smærri fyrirtækja og auðvelda þeim að nýta hlutabréfamarkað til vaxtar í sama mæli og þekkist erlendis, en tiltölulega einfaldar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi eru til þess fallnar að bæta aðstöðu þessara fyrirtækja og styðja við skilvirkni markaðarins. Við munum fylgja tillögunum eftir með ýmsum hætti á komandi ári. Við stöndum frammi fyrir verðugum áskorunum við uppbyggingu hlutabréfamarkaðar á næsta ári, á 25 ára afmæli íslensks verðbréfamarkaðar. Við erum þó bjartsýn, enda hafa nokkur fyrirtæki tilkynnt um skráningaráform, s.s. Reitir, Eik og Síminn. Einnig standa vonir til að ákveðið verði að skrá Landsbankann áður en langt um líður. Öflugur markaður er skilvirkrar fjármögnunar atvinnulífsins og þeirra lífskjara sem við viljum búa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Uppbygging hlutabréfamarkaðarins er langtímaverkefni sem við helgum okkur áfram í Kauphöllinni. Við stöndum þó á vissum tímamótum sem gætu ráðið úrslitum um hvort okkur tekst að skapa markaðnum það umhverfi sem er sambærilegt við það sem best gerist erlendis. Átta fyrirtæki hafa verið nýskráð á Aðalmarkað frá 2011 og geta fjárfestar í flestum tilfellum unað vel við ávöxtun sína. Sjóvá var nýskráð á Aðalmarkaðinn í apríl í ár og HB Grandi fluttist af First North yfir á Aðalmarkaðinn í sama mánuði. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja hefur hækkað og nemur nú tæplega 700 milljörðum króna, eða um 37% af landsframleiðslu. Til samanburðar var markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja vorið 2009 rétt um 175 milljarðar króna. Félögum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar var einnig fjölgað úr sex í átta 1. júlí síðastliðinn í samræmi við fjölgun félaga á markaði.Krefst árvekni Aukin fjölbreytni þátttakenda á markaði er nauðsynleg. Ólíkar skoðanir þurfa að fá að takast á til að mynda heilbrigðan markað. Lagasetning um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð var gott skref og konum í stjórnum skráðra fyrirtækja hefur fjölgað á árinu. Kauphöllin, VÍB og FKA stóðu í samstarfi að verkefninu Fjölbreytni á markaði, hvar víðtækt fræðslustarf sem miðaði að því að ná til breiðs hóps fólks var þungamiðja. Við vildum líka vekja fólk til umhugsunar um málaflokkinn og auka sýnileika kvenna í viðskiptalífinu. Við höldum þessu samstarfi áfram á nýju ári. Gjaldeyrishöft setja verðbréfamarkaði alvarlegar skorður, þar sem smá og stór fyrirtæki geta ekki nýtt sér fjármagn sem þau afla hérlendis til landvinninga erlendis. Stórkostleg hætta er á því að fyrirtækin leiti úr landi, innlendir fjárfestar missi af tækifærum og efnahagslífið hljóti skaða af. Við stóðum fyrir stefnumóti fjárfesta við ellefu nýsköpunarfyrirtæki í maí, sem sýndi greinilega þróttinn í nýsköpun hérlendis og mikilvægi þess að hlúa að efnilegum fyrirtækjum. Við vonumst til að nýtt ár boði kaflaskil við losun hafta. Fyrsta flokks markaður krefst árvekni allra þátttakenda; kauphalla, starfsfólks skráðra fyrirtækja, fjármálafyrirtækja, fjárfesta, fjölmiðla, opinberra eftirlitsaðila og þeirra sem móta leikreglurnar. Lög og reglur verða að vera virtar og stjórnarhættir í góðu horfi. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti, í samstarfi við Kauphöllina, SA og Viðskiptaráð hefur staðið að formlegu mati á starfsháttum stjórna og stjórnenda, en fjórtán fyrirtæki hafa nú þegar hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.Verðugar áskoranir Á síðastliðnu hausti lögðum við fram tíu tímasettar tillögur sem hafa það að markmiði að bæta virkni verðbréfamarkaðar. Margar tillögurnar snúast um að bæta umhverfi smærri fyrirtækja og auðvelda þeim að nýta hlutabréfamarkað til vaxtar í sama mæli og þekkist erlendis, en tiltölulega einfaldar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi eru til þess fallnar að bæta aðstöðu þessara fyrirtækja og styðja við skilvirkni markaðarins. Við munum fylgja tillögunum eftir með ýmsum hætti á komandi ári. Við stöndum frammi fyrir verðugum áskorunum við uppbyggingu hlutabréfamarkaðar á næsta ári, á 25 ára afmæli íslensks verðbréfamarkaðar. Við erum þó bjartsýn, enda hafa nokkur fyrirtæki tilkynnt um skráningaráform, s.s. Reitir, Eik og Síminn. Einnig standa vonir til að ákveðið verði að skrá Landsbankann áður en langt um líður. Öflugur markaður er skilvirkrar fjármögnunar atvinnulífsins og þeirra lífskjara sem við viljum búa við.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar