Hvernig framtíð vilt þú? Um mikilvægi jafnréttis í Morfís. Gró Einarsdóttir skrifar 21. febrúar 2014 06:00 Undanfarna daga hefur skapast umræða um hlutskipti kvenna í Morfís. Ég er ein þeirra sem hafa slæm kynni af keppninni. Ég hef aldrei fundið jafn greinilega fyrir kynferði mínu og hversu lítils það var metið og þegar ég tók þátt skólaönnina 2006/2007.Öfgakenndur karlakúltúr Í rökræðukeppni er markmiðið að færa góð rök fyrir máli sínu á sannfærandi hátt. Það virðist sem bæði fyrir og eftir mína tíð í Morfís hafi það tíðkast að ráðast á persónur í stað þess að færa rök fyrir máli sínu. Þessar persónuárásir hafa því miður orðið að föstum lið í Morfís, enda árangursrík aðferð til þess að uppskera hlátur áhorfenda, koma andstæðingnum úr jafnvægi og fá stig dómara. Þessi aðferð byggist á mannfyrirlitningu og er lágkúruleg. Auk þess eru persónuárásir engin rök. Í rökræðukeppni ætti frekar að benda á rangfærslur í staðhæfingum andstæðinganna. Mannfyrirlitning á ekki að viðgangast – hvað þá í ræðukeppni fyrir menntaskólanema. Þessi fyrirlitning í Morfís hefur mótast af karlakúltúr. Kynjaskiptingin í Morfís hefur verið ójöfn frá upphafi. Í þeim 29 lokakeppnum sem hafa verið haldnar hafa aðeins 16% liðsmanna verið konur. Það eru því fyrst og fremst karlar sem hafa haft um það að segja hvað einkenna á góðan ræðumann. Ræðumaður í Morfís á að hafa mikið sjálfsálit, taka pláss, vera ákafur, árásargjarn, harður og fyndinn. Allt eiginleikar sem tengjast ýktum staðalmyndum karlmanna.Hvaða fólk kemst til áhrifa í framtíðinni? Málið er stærra en bara Morfís. Stærra en menntaskólinn. Þetta snýst um framtíðina. Í Morfís æfa þátttakendur færni sem nýtist mörgum vel. Margir áhrifamestu menn þjóðarinnar hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Það sem gerist í menntaskólum landsins í dag hefur áhrif á framtíðina. Hvernig framtíð viljum við?Fyrirframákveðið mót Stelpur sem voga sér inn fyrir dyr Morfís þurfa að passa inn í formið. Annars eiga þær á hættu að verða að athlægi. Ég fann sterkt fyrir því að mínir kostir féllu ekki að hinu karllæga móti Morfís. Ég var hvorki fyndin, hörð né árásargjörn. Mínir kostir fólust í því að vera klár, greinandi og að hafa sterkar skoðanir. Í mínu tilviki var ekki hægt að finna þessum eiginleikum farveg. Á endanum var ég rekin. Þrátt fyrir að fyrsta tilraun mín til að láta til mín taka hafi mistekist hef ég, þökk sé góðu baklandi, ekki látið það aftra mér. Á sínum tíma komu liðsmenn mínir og þjálfarar í Morfís ekki auga á hæfileika mína en nú, sjö árum síðar, er ég meðal annars á leið í doktorsnám í sálfræði. Góður leiðbeinandi við Gautaborgarháskóla tók eftir mér, lagði traust sitt á mig og fann hæfileikum mínum farveg. Nýlega átti ég meðal annars þátt í að landa ríflega hundrað milljóna króna styrk fyrir nýtt rannsóknarsvið við skólann og þurfti til þess bæði hugrekki og sannfæringarkraft, líkt og í Morfís. Við stelpurnar getum hvað sem er. Stundum þarf bara til að einhver trúi á okkur. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að „sjá“ stelpurnar í Morfís og hjálpa þeim að brjóta niður feðraveldið. Morfís er mikilvægur vettvangur þar sem ungar og hæfileikaríkar stúlkur eiga að fá að spreyta sig í tryggu umhverfi án þess að vera traðkaðar niður.Tími breytinga Til þess að þetta sé hægt þurfa að koma til róttækar breytingar á fyrirkomulagi Morfís. Í Morfís viðgengst kerfisbundin mismunun á kynjunum. Breytingar krefjast kerfisbundinna aðgerða.1) Ef á að vera hægt að brjóta niður karllæga menningu þarf hið skammarlega kynjahlutfall að breytast. Helmingur liðsmanna á að vera stelpur. Ef við viljum ekki að þetta taki marga áratugi, þarf að setja á kvótakerfi.2) Bæði dómarar og þjálfarar verða að taka afstöðu gegn persónuárásum. Engin stig ætti að gefa þegar ráðist er á persónu. Enginn þjálfari ætti að kenna ungu fólki að gera lítið úr öðrum.3) Samningaviðræður um umræðuefni hafa verið notaðar sem tækifæri til þess að reyna að hræða og lítillækka andstæðinga fyrir keppni. Allt yrði einfaldara ef fyrirfram ákveðin umræðuefni væru dregin.4) Það þarf að setja ábyrgan ramma í kringum keppnina. Skólayfirvöld og samtök sem styðja jafnrétti ættu að einbeita sér að því að fá stelpur til þess að taka þátt og styðja þær.5) Það verða að vera skýrar reglur um það sem er leyfilegt. Ef þessum reglum er ekki fylgt verða að vera skýr viðurlög.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur skapast umræða um hlutskipti kvenna í Morfís. Ég er ein þeirra sem hafa slæm kynni af keppninni. Ég hef aldrei fundið jafn greinilega fyrir kynferði mínu og hversu lítils það var metið og þegar ég tók þátt skólaönnina 2006/2007.Öfgakenndur karlakúltúr Í rökræðukeppni er markmiðið að færa góð rök fyrir máli sínu á sannfærandi hátt. Það virðist sem bæði fyrir og eftir mína tíð í Morfís hafi það tíðkast að ráðast á persónur í stað þess að færa rök fyrir máli sínu. Þessar persónuárásir hafa því miður orðið að föstum lið í Morfís, enda árangursrík aðferð til þess að uppskera hlátur áhorfenda, koma andstæðingnum úr jafnvægi og fá stig dómara. Þessi aðferð byggist á mannfyrirlitningu og er lágkúruleg. Auk þess eru persónuárásir engin rök. Í rökræðukeppni ætti frekar að benda á rangfærslur í staðhæfingum andstæðinganna. Mannfyrirlitning á ekki að viðgangast – hvað þá í ræðukeppni fyrir menntaskólanema. Þessi fyrirlitning í Morfís hefur mótast af karlakúltúr. Kynjaskiptingin í Morfís hefur verið ójöfn frá upphafi. Í þeim 29 lokakeppnum sem hafa verið haldnar hafa aðeins 16% liðsmanna verið konur. Það eru því fyrst og fremst karlar sem hafa haft um það að segja hvað einkenna á góðan ræðumann. Ræðumaður í Morfís á að hafa mikið sjálfsálit, taka pláss, vera ákafur, árásargjarn, harður og fyndinn. Allt eiginleikar sem tengjast ýktum staðalmyndum karlmanna.Hvaða fólk kemst til áhrifa í framtíðinni? Málið er stærra en bara Morfís. Stærra en menntaskólinn. Þetta snýst um framtíðina. Í Morfís æfa þátttakendur færni sem nýtist mörgum vel. Margir áhrifamestu menn þjóðarinnar hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Það sem gerist í menntaskólum landsins í dag hefur áhrif á framtíðina. Hvernig framtíð viljum við?Fyrirframákveðið mót Stelpur sem voga sér inn fyrir dyr Morfís þurfa að passa inn í formið. Annars eiga þær á hættu að verða að athlægi. Ég fann sterkt fyrir því að mínir kostir féllu ekki að hinu karllæga móti Morfís. Ég var hvorki fyndin, hörð né árásargjörn. Mínir kostir fólust í því að vera klár, greinandi og að hafa sterkar skoðanir. Í mínu tilviki var ekki hægt að finna þessum eiginleikum farveg. Á endanum var ég rekin. Þrátt fyrir að fyrsta tilraun mín til að láta til mín taka hafi mistekist hef ég, þökk sé góðu baklandi, ekki látið það aftra mér. Á sínum tíma komu liðsmenn mínir og þjálfarar í Morfís ekki auga á hæfileika mína en nú, sjö árum síðar, er ég meðal annars á leið í doktorsnám í sálfræði. Góður leiðbeinandi við Gautaborgarháskóla tók eftir mér, lagði traust sitt á mig og fann hæfileikum mínum farveg. Nýlega átti ég meðal annars þátt í að landa ríflega hundrað milljóna króna styrk fyrir nýtt rannsóknarsvið við skólann og þurfti til þess bæði hugrekki og sannfæringarkraft, líkt og í Morfís. Við stelpurnar getum hvað sem er. Stundum þarf bara til að einhver trúi á okkur. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að „sjá“ stelpurnar í Morfís og hjálpa þeim að brjóta niður feðraveldið. Morfís er mikilvægur vettvangur þar sem ungar og hæfileikaríkar stúlkur eiga að fá að spreyta sig í tryggu umhverfi án þess að vera traðkaðar niður.Tími breytinga Til þess að þetta sé hægt þurfa að koma til róttækar breytingar á fyrirkomulagi Morfís. Í Morfís viðgengst kerfisbundin mismunun á kynjunum. Breytingar krefjast kerfisbundinna aðgerða.1) Ef á að vera hægt að brjóta niður karllæga menningu þarf hið skammarlega kynjahlutfall að breytast. Helmingur liðsmanna á að vera stelpur. Ef við viljum ekki að þetta taki marga áratugi, þarf að setja á kvótakerfi.2) Bæði dómarar og þjálfarar verða að taka afstöðu gegn persónuárásum. Engin stig ætti að gefa þegar ráðist er á persónu. Enginn þjálfari ætti að kenna ungu fólki að gera lítið úr öðrum.3) Samningaviðræður um umræðuefni hafa verið notaðar sem tækifæri til þess að reyna að hræða og lítillækka andstæðinga fyrir keppni. Allt yrði einfaldara ef fyrirfram ákveðin umræðuefni væru dregin.4) Það þarf að setja ábyrgan ramma í kringum keppnina. Skólayfirvöld og samtök sem styðja jafnrétti ættu að einbeita sér að því að fá stelpur til þess að taka þátt og styðja þær.5) Það verða að vera skýrar reglur um það sem er leyfilegt. Ef þessum reglum er ekki fylgt verða að vera skýr viðurlög.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun