Hvernig framtíð vilt þú? Um mikilvægi jafnréttis í Morfís. Gró Einarsdóttir skrifar 21. febrúar 2014 06:00 Undanfarna daga hefur skapast umræða um hlutskipti kvenna í Morfís. Ég er ein þeirra sem hafa slæm kynni af keppninni. Ég hef aldrei fundið jafn greinilega fyrir kynferði mínu og hversu lítils það var metið og þegar ég tók þátt skólaönnina 2006/2007.Öfgakenndur karlakúltúr Í rökræðukeppni er markmiðið að færa góð rök fyrir máli sínu á sannfærandi hátt. Það virðist sem bæði fyrir og eftir mína tíð í Morfís hafi það tíðkast að ráðast á persónur í stað þess að færa rök fyrir máli sínu. Þessar persónuárásir hafa því miður orðið að föstum lið í Morfís, enda árangursrík aðferð til þess að uppskera hlátur áhorfenda, koma andstæðingnum úr jafnvægi og fá stig dómara. Þessi aðferð byggist á mannfyrirlitningu og er lágkúruleg. Auk þess eru persónuárásir engin rök. Í rökræðukeppni ætti frekar að benda á rangfærslur í staðhæfingum andstæðinganna. Mannfyrirlitning á ekki að viðgangast – hvað þá í ræðukeppni fyrir menntaskólanema. Þessi fyrirlitning í Morfís hefur mótast af karlakúltúr. Kynjaskiptingin í Morfís hefur verið ójöfn frá upphafi. Í þeim 29 lokakeppnum sem hafa verið haldnar hafa aðeins 16% liðsmanna verið konur. Það eru því fyrst og fremst karlar sem hafa haft um það að segja hvað einkenna á góðan ræðumann. Ræðumaður í Morfís á að hafa mikið sjálfsálit, taka pláss, vera ákafur, árásargjarn, harður og fyndinn. Allt eiginleikar sem tengjast ýktum staðalmyndum karlmanna.Hvaða fólk kemst til áhrifa í framtíðinni? Málið er stærra en bara Morfís. Stærra en menntaskólinn. Þetta snýst um framtíðina. Í Morfís æfa þátttakendur færni sem nýtist mörgum vel. Margir áhrifamestu menn þjóðarinnar hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Það sem gerist í menntaskólum landsins í dag hefur áhrif á framtíðina. Hvernig framtíð viljum við?Fyrirframákveðið mót Stelpur sem voga sér inn fyrir dyr Morfís þurfa að passa inn í formið. Annars eiga þær á hættu að verða að athlægi. Ég fann sterkt fyrir því að mínir kostir féllu ekki að hinu karllæga móti Morfís. Ég var hvorki fyndin, hörð né árásargjörn. Mínir kostir fólust í því að vera klár, greinandi og að hafa sterkar skoðanir. Í mínu tilviki var ekki hægt að finna þessum eiginleikum farveg. Á endanum var ég rekin. Þrátt fyrir að fyrsta tilraun mín til að láta til mín taka hafi mistekist hef ég, þökk sé góðu baklandi, ekki látið það aftra mér. Á sínum tíma komu liðsmenn mínir og þjálfarar í Morfís ekki auga á hæfileika mína en nú, sjö árum síðar, er ég meðal annars á leið í doktorsnám í sálfræði. Góður leiðbeinandi við Gautaborgarháskóla tók eftir mér, lagði traust sitt á mig og fann hæfileikum mínum farveg. Nýlega átti ég meðal annars þátt í að landa ríflega hundrað milljóna króna styrk fyrir nýtt rannsóknarsvið við skólann og þurfti til þess bæði hugrekki og sannfæringarkraft, líkt og í Morfís. Við stelpurnar getum hvað sem er. Stundum þarf bara til að einhver trúi á okkur. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að „sjá“ stelpurnar í Morfís og hjálpa þeim að brjóta niður feðraveldið. Morfís er mikilvægur vettvangur þar sem ungar og hæfileikaríkar stúlkur eiga að fá að spreyta sig í tryggu umhverfi án þess að vera traðkaðar niður.Tími breytinga Til þess að þetta sé hægt þurfa að koma til róttækar breytingar á fyrirkomulagi Morfís. Í Morfís viðgengst kerfisbundin mismunun á kynjunum. Breytingar krefjast kerfisbundinna aðgerða.1) Ef á að vera hægt að brjóta niður karllæga menningu þarf hið skammarlega kynjahlutfall að breytast. Helmingur liðsmanna á að vera stelpur. Ef við viljum ekki að þetta taki marga áratugi, þarf að setja á kvótakerfi.2) Bæði dómarar og þjálfarar verða að taka afstöðu gegn persónuárásum. Engin stig ætti að gefa þegar ráðist er á persónu. Enginn þjálfari ætti að kenna ungu fólki að gera lítið úr öðrum.3) Samningaviðræður um umræðuefni hafa verið notaðar sem tækifæri til þess að reyna að hræða og lítillækka andstæðinga fyrir keppni. Allt yrði einfaldara ef fyrirfram ákveðin umræðuefni væru dregin.4) Það þarf að setja ábyrgan ramma í kringum keppnina. Skólayfirvöld og samtök sem styðja jafnrétti ættu að einbeita sér að því að fá stelpur til þess að taka þátt og styðja þær.5) Það verða að vera skýrar reglur um það sem er leyfilegt. Ef þessum reglum er ekki fylgt verða að vera skýr viðurlög.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur skapast umræða um hlutskipti kvenna í Morfís. Ég er ein þeirra sem hafa slæm kynni af keppninni. Ég hef aldrei fundið jafn greinilega fyrir kynferði mínu og hversu lítils það var metið og þegar ég tók þátt skólaönnina 2006/2007.Öfgakenndur karlakúltúr Í rökræðukeppni er markmiðið að færa góð rök fyrir máli sínu á sannfærandi hátt. Það virðist sem bæði fyrir og eftir mína tíð í Morfís hafi það tíðkast að ráðast á persónur í stað þess að færa rök fyrir máli sínu. Þessar persónuárásir hafa því miður orðið að föstum lið í Morfís, enda árangursrík aðferð til þess að uppskera hlátur áhorfenda, koma andstæðingnum úr jafnvægi og fá stig dómara. Þessi aðferð byggist á mannfyrirlitningu og er lágkúruleg. Auk þess eru persónuárásir engin rök. Í rökræðukeppni ætti frekar að benda á rangfærslur í staðhæfingum andstæðinganna. Mannfyrirlitning á ekki að viðgangast – hvað þá í ræðukeppni fyrir menntaskólanema. Þessi fyrirlitning í Morfís hefur mótast af karlakúltúr. Kynjaskiptingin í Morfís hefur verið ójöfn frá upphafi. Í þeim 29 lokakeppnum sem hafa verið haldnar hafa aðeins 16% liðsmanna verið konur. Það eru því fyrst og fremst karlar sem hafa haft um það að segja hvað einkenna á góðan ræðumann. Ræðumaður í Morfís á að hafa mikið sjálfsálit, taka pláss, vera ákafur, árásargjarn, harður og fyndinn. Allt eiginleikar sem tengjast ýktum staðalmyndum karlmanna.Hvaða fólk kemst til áhrifa í framtíðinni? Málið er stærra en bara Morfís. Stærra en menntaskólinn. Þetta snýst um framtíðina. Í Morfís æfa þátttakendur færni sem nýtist mörgum vel. Margir áhrifamestu menn þjóðarinnar hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Það sem gerist í menntaskólum landsins í dag hefur áhrif á framtíðina. Hvernig framtíð viljum við?Fyrirframákveðið mót Stelpur sem voga sér inn fyrir dyr Morfís þurfa að passa inn í formið. Annars eiga þær á hættu að verða að athlægi. Ég fann sterkt fyrir því að mínir kostir féllu ekki að hinu karllæga móti Morfís. Ég var hvorki fyndin, hörð né árásargjörn. Mínir kostir fólust í því að vera klár, greinandi og að hafa sterkar skoðanir. Í mínu tilviki var ekki hægt að finna þessum eiginleikum farveg. Á endanum var ég rekin. Þrátt fyrir að fyrsta tilraun mín til að láta til mín taka hafi mistekist hef ég, þökk sé góðu baklandi, ekki látið það aftra mér. Á sínum tíma komu liðsmenn mínir og þjálfarar í Morfís ekki auga á hæfileika mína en nú, sjö árum síðar, er ég meðal annars á leið í doktorsnám í sálfræði. Góður leiðbeinandi við Gautaborgarháskóla tók eftir mér, lagði traust sitt á mig og fann hæfileikum mínum farveg. Nýlega átti ég meðal annars þátt í að landa ríflega hundrað milljóna króna styrk fyrir nýtt rannsóknarsvið við skólann og þurfti til þess bæði hugrekki og sannfæringarkraft, líkt og í Morfís. Við stelpurnar getum hvað sem er. Stundum þarf bara til að einhver trúi á okkur. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að „sjá“ stelpurnar í Morfís og hjálpa þeim að brjóta niður feðraveldið. Morfís er mikilvægur vettvangur þar sem ungar og hæfileikaríkar stúlkur eiga að fá að spreyta sig í tryggu umhverfi án þess að vera traðkaðar niður.Tími breytinga Til þess að þetta sé hægt þurfa að koma til róttækar breytingar á fyrirkomulagi Morfís. Í Morfís viðgengst kerfisbundin mismunun á kynjunum. Breytingar krefjast kerfisbundinna aðgerða.1) Ef á að vera hægt að brjóta niður karllæga menningu þarf hið skammarlega kynjahlutfall að breytast. Helmingur liðsmanna á að vera stelpur. Ef við viljum ekki að þetta taki marga áratugi, þarf að setja á kvótakerfi.2) Bæði dómarar og þjálfarar verða að taka afstöðu gegn persónuárásum. Engin stig ætti að gefa þegar ráðist er á persónu. Enginn þjálfari ætti að kenna ungu fólki að gera lítið úr öðrum.3) Samningaviðræður um umræðuefni hafa verið notaðar sem tækifæri til þess að reyna að hræða og lítillækka andstæðinga fyrir keppni. Allt yrði einfaldara ef fyrirfram ákveðin umræðuefni væru dregin.4) Það þarf að setja ábyrgan ramma í kringum keppnina. Skólayfirvöld og samtök sem styðja jafnrétti ættu að einbeita sér að því að fá stelpur til þess að taka þátt og styðja þær.5) Það verða að vera skýrar reglur um það sem er leyfilegt. Ef þessum reglum er ekki fylgt verða að vera skýr viðurlög.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun