Leiðsögumenn eru andlit þjóðarinnar Örvar Már Kristinsson skrifar 21. febrúar 2014 07:00 Í dag föstudaginn 21. febrúar er alþjóðadagur leiðsögumanna og þess minnast leiðsögumenn víða um heim. Samkvæmt skilgreiningu á hlutverki leiðsögumanns hjá Alþjóðasambandi leiðsögufélaga og Evrópusamtaka þeirra er það sem hér segir: „Leiðsögumaður ferðamanna miðlar staðbundnum fróðleik um menningu og náttúrufar til gesta, oftast á þeirra eigin tungumáli og hefur til þess rétttindi af þar til bærum yfirvöldum“Félag leiðsögumanna tilheyrir Norðurlandasamtökum þeirra auk Evrópusamtakanna og auk kjarabaráttu hefur eitt helsta baráttumál þess verið að félagsmenn þess öðlist löggildingu til þess að stunda starf sitt í samræmi við alþjóðlega skilgreiningu á starfinu. Fram til þessa hefur baráttan fyrir löggildingu ekki borið árangur hér á landi. Þeir sem hafa stundað nám og lokið öllum prófum frá Leiðsöguskóla Íslands í Kópavogi eða Endurmenntun Háskólans og nú í vor hjá Símenntun Háskólans á Akureyri geta orðið fullgildir félagar í Félagi leiðsögumanna, aðrir ekki. Námið er yfirgripsmikið og tekið á fjölmörgum þáttum varðandi náttúru og menningu landsins auk daglegs lífs Íslendinga. Innan okkar raða eru leiðsögumenn með réttindi á mjög mörgum tungumálum. Aukning er hinsvegar á framandi málum. Ferðaþjónustan eru sú atvinnugrein á Íslandi sem vex hvað hraðast, og eru það sífellt fleiri hér á landi sem stunda leiðsögustörf. Félag leiðsögumanna fagnaði 40 ár afmæli sínu fyrir 2 árum, og frá stofnun þess 6. Júní árið 1972 hafa orðið miklar breytingar í íslenskri ferðaþjónustu, ekki hvað síst á síðustu árum. Innan raða Félags leiðsögumanna eru nú á sjötta hundrað manns og hafa sífellt fleiri starfið sem aðalatvinnu, eða tæplega 100 manns. Eðli málsins samkvæmt er mest um að vera hjá leiðsögumönnum á sumrin en með vaxandi vetrarferðamennsku eru margir þeirra líka önnun kafnir yfir vetrarmánuðina. Í vetur hafa t.d. þúsundir erlendra ferðamanna lagt leið sína hingað til lands til að líta augum norðurljósin. Þessa dagana eru hundruð breskra skólanemenda hér á landi í námsferðum, auk skólanema frá öðrum löndum. Hverjum hópi fylgir íslenskur leiðsögumaður auk bílstjóra. Þessir hópar staldra hér við frá 2- 3 dögum og upp í viku, og heimsækja nokkra af vinsælustu ferðamannastöðunum, auk þess að skoða sig um í höfuðborginni. Til Íslands komu á síðasta ári rösklega 781 þúsund um Leifsstöð, auk þeirra sem flugu beint til annarra staða á landinu eða komu með skipum. Heildarfjöldinn hingað til lands var því meira en 900 þúsund ferðamenn og fjölgaði um rösklega 20%. Í ár má jafnvel búast við allt að einni milljón ferðamanna hingað til lands þegar allt er talið. Þessi mikli fjöldi kallar á meira eftirlit og umhyggju á ferðamannastöðum, og þar koma vel menntaðir og reyndir leiðsögumenn við sögu á hverjum degi. Við erum andlit þjóðarinnar út á við því leiðsögumenn hafa mest persónulegt samband við ferðahópa sem koma hingað til lands. Með velmenntuðum og löggildum leiðsögumönnum getum við tekið á móti þessum fjölda með sóma! Einkunnarorð okkar leiðsögumanna eru : „Landinu virðing- Lífinu hlýja“ og með þeim orðum óskum við landsmönnum öllum farsældar á ferð um landið, allan ársins hring. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í dag föstudaginn 21. febrúar er alþjóðadagur leiðsögumanna og þess minnast leiðsögumenn víða um heim. Samkvæmt skilgreiningu á hlutverki leiðsögumanns hjá Alþjóðasambandi leiðsögufélaga og Evrópusamtaka þeirra er það sem hér segir: „Leiðsögumaður ferðamanna miðlar staðbundnum fróðleik um menningu og náttúrufar til gesta, oftast á þeirra eigin tungumáli og hefur til þess rétttindi af þar til bærum yfirvöldum“Félag leiðsögumanna tilheyrir Norðurlandasamtökum þeirra auk Evrópusamtakanna og auk kjarabaráttu hefur eitt helsta baráttumál þess verið að félagsmenn þess öðlist löggildingu til þess að stunda starf sitt í samræmi við alþjóðlega skilgreiningu á starfinu. Fram til þessa hefur baráttan fyrir löggildingu ekki borið árangur hér á landi. Þeir sem hafa stundað nám og lokið öllum prófum frá Leiðsöguskóla Íslands í Kópavogi eða Endurmenntun Háskólans og nú í vor hjá Símenntun Háskólans á Akureyri geta orðið fullgildir félagar í Félagi leiðsögumanna, aðrir ekki. Námið er yfirgripsmikið og tekið á fjölmörgum þáttum varðandi náttúru og menningu landsins auk daglegs lífs Íslendinga. Innan okkar raða eru leiðsögumenn með réttindi á mjög mörgum tungumálum. Aukning er hinsvegar á framandi málum. Ferðaþjónustan eru sú atvinnugrein á Íslandi sem vex hvað hraðast, og eru það sífellt fleiri hér á landi sem stunda leiðsögustörf. Félag leiðsögumanna fagnaði 40 ár afmæli sínu fyrir 2 árum, og frá stofnun þess 6. Júní árið 1972 hafa orðið miklar breytingar í íslenskri ferðaþjónustu, ekki hvað síst á síðustu árum. Innan raða Félags leiðsögumanna eru nú á sjötta hundrað manns og hafa sífellt fleiri starfið sem aðalatvinnu, eða tæplega 100 manns. Eðli málsins samkvæmt er mest um að vera hjá leiðsögumönnum á sumrin en með vaxandi vetrarferðamennsku eru margir þeirra líka önnun kafnir yfir vetrarmánuðina. Í vetur hafa t.d. þúsundir erlendra ferðamanna lagt leið sína hingað til lands til að líta augum norðurljósin. Þessa dagana eru hundruð breskra skólanemenda hér á landi í námsferðum, auk skólanema frá öðrum löndum. Hverjum hópi fylgir íslenskur leiðsögumaður auk bílstjóra. Þessir hópar staldra hér við frá 2- 3 dögum og upp í viku, og heimsækja nokkra af vinsælustu ferðamannastöðunum, auk þess að skoða sig um í höfuðborginni. Til Íslands komu á síðasta ári rösklega 781 þúsund um Leifsstöð, auk þeirra sem flugu beint til annarra staða á landinu eða komu með skipum. Heildarfjöldinn hingað til lands var því meira en 900 þúsund ferðamenn og fjölgaði um rösklega 20%. Í ár má jafnvel búast við allt að einni milljón ferðamanna hingað til lands þegar allt er talið. Þessi mikli fjöldi kallar á meira eftirlit og umhyggju á ferðamannastöðum, og þar koma vel menntaðir og reyndir leiðsögumenn við sögu á hverjum degi. Við erum andlit þjóðarinnar út á við því leiðsögumenn hafa mest persónulegt samband við ferðahópa sem koma hingað til lands. Með velmenntuðum og löggildum leiðsögumönnum getum við tekið á móti þessum fjölda með sóma! Einkunnarorð okkar leiðsögumanna eru : „Landinu virðing- Lífinu hlýja“ og með þeim orðum óskum við landsmönnum öllum farsældar á ferð um landið, allan ársins hring. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun