Ómar ósáttur við starfsmenn Tollstjóra sem opnuðu einkabréf Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. apríl 2014 22:57 Ómar er ósáttur. Hér má sjá umslagið sem var opnað. Ómar Ragnarsson er ósáttur við vinnubrögð starfsmanna Tollstjóra, sem opnuðu einkabréf sem hann fékk sent frá vini sínum í Bandaríkjunum í gær. Þegar Ómar fékk bréfið sent heim til sín rak hann strax augun í stóran límmiða sem settur hafði verið á umslagið frá Bandaríkjunum. Á honum stóð:„Opnað vegna tollaeftirlits“Ómar vakti athygli á málinu á bloggsíðu sinni og varar þar fólk við að senda sér póst. „Vil bara upplýsa þetta nú svo að þeir, sem senda mér sendibréf frá útlöndum eða eru í póst- eða fjarskiptasambandi við mig, viti um það, því að kannski eru skilaboðin með ofangreindu þessi: Varist að hafa póstsamskipti eða fjarskipta- eða netsamband við þennan mann.“Skrifin vakið athygli Bloggfærsla Ómars hefur vakið nokkra athygli í netheimum. Hann hefur einnig fjallað um málið á Facebook-síðu sinni. „Já, einhverjir segja mér að þetta sé bara viðtekin venja og ég eigi bara ekkert að vera að fjalla um þessi mál. En ég vil bara fá að vita hversu mörg bréf eru opnuð á ári. Ég vil vita hvaða maður það er sem opnar hvert bréf. Ég er bara að reyna að fá einhver svör,“ segir Ómar í samtali við Vísi. Hann heldur áfram: „Þetta virðist allt vera voðalegt leyndó. Hvað eru þeir að opna mörg bréf á ári? Eru það þúsund? Tíu þúsund? Eða bara þetta eina bréf? Er fólk yfirleitt að fá upprifin bréf inn um lúguna til sín?“Þrjú a4 blöð um bíla Bréfið opnaða, sem Ómari barst í gær, fjallaði eingöngu um bíla. „Þetta voru þrjú a4 blöð frá vini mínum í Bandaríkjunum. Hann var að segja mér frá hvernig bíl hann á og hann vissi hvernig bíl ég á. Hann var að skrifa um þetta. Þetta var voðalega saklaust og ég skil ekki af hverju það er verið að opna þetta bréf sérstaklega,“ segir Ómar sem hefur aldrei lent í þessu áður. Allavega ekki svo hann viti til. Ómar leggur fram fjölmargar spurningar um málið. „Er þetta gert af handahófi eða er eitthvert úrval? Er þetta frekar gert við bréf frá sumum ríkjum en öðrum? Í Leifsstöð er farangur opnaður að eigandanum viðstöddum. Af hverju er það ekki gert um póst? Hvaða álit hefur persónuvernd á þessu? Hefur hún vitað um þetta eða hefur hún áhuga á þessu?“Þrettánda grein reglugerðar Þrettánda grein reglugerðar um tollmeðferð póstsendinga fjallar um rétt Tollstjóra á því að opna póstsendingar.„Póststarfsmaður getur, í viðurvist tollvarðar, opnað póstböggla sem koma erlendis frá ef það er til að afla vörureikninga til að byggja á útreikning aðflutningsgjalda, sbr. 2. mgr. 33. gr. laga nr. 142/1996 um póstþjónustu, en um þagnarskyldu póststarfsmanna fer samkvæmt þeim lögum.Póstsending sem póststarfsmaður opnar skv. 1. mgr. skal sérstaklega auðkennd þannig að viðtakanda megi vera ljóst að hún hafi verið opnuð til að afla vörureiknings og að það hafi verið gert undir tolleftirliti.Ef ástæða er til að ætla að aðrar lokaðar póstsendingar innihaldi vörur sem taka skal til tollmeðferðar, skal skora á viðtakendur að opna þær í viðurvist póststarfsmanns eða fá málið tollstjóra til ákvörðunar um málsmeðferð.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Ómar Ragnarsson er ósáttur við vinnubrögð starfsmanna Tollstjóra, sem opnuðu einkabréf sem hann fékk sent frá vini sínum í Bandaríkjunum í gær. Þegar Ómar fékk bréfið sent heim til sín rak hann strax augun í stóran límmiða sem settur hafði verið á umslagið frá Bandaríkjunum. Á honum stóð:„Opnað vegna tollaeftirlits“Ómar vakti athygli á málinu á bloggsíðu sinni og varar þar fólk við að senda sér póst. „Vil bara upplýsa þetta nú svo að þeir, sem senda mér sendibréf frá útlöndum eða eru í póst- eða fjarskiptasambandi við mig, viti um það, því að kannski eru skilaboðin með ofangreindu þessi: Varist að hafa póstsamskipti eða fjarskipta- eða netsamband við þennan mann.“Skrifin vakið athygli Bloggfærsla Ómars hefur vakið nokkra athygli í netheimum. Hann hefur einnig fjallað um málið á Facebook-síðu sinni. „Já, einhverjir segja mér að þetta sé bara viðtekin venja og ég eigi bara ekkert að vera að fjalla um þessi mál. En ég vil bara fá að vita hversu mörg bréf eru opnuð á ári. Ég vil vita hvaða maður það er sem opnar hvert bréf. Ég er bara að reyna að fá einhver svör,“ segir Ómar í samtali við Vísi. Hann heldur áfram: „Þetta virðist allt vera voðalegt leyndó. Hvað eru þeir að opna mörg bréf á ári? Eru það þúsund? Tíu þúsund? Eða bara þetta eina bréf? Er fólk yfirleitt að fá upprifin bréf inn um lúguna til sín?“Þrjú a4 blöð um bíla Bréfið opnaða, sem Ómari barst í gær, fjallaði eingöngu um bíla. „Þetta voru þrjú a4 blöð frá vini mínum í Bandaríkjunum. Hann var að segja mér frá hvernig bíl hann á og hann vissi hvernig bíl ég á. Hann var að skrifa um þetta. Þetta var voðalega saklaust og ég skil ekki af hverju það er verið að opna þetta bréf sérstaklega,“ segir Ómar sem hefur aldrei lent í þessu áður. Allavega ekki svo hann viti til. Ómar leggur fram fjölmargar spurningar um málið. „Er þetta gert af handahófi eða er eitthvert úrval? Er þetta frekar gert við bréf frá sumum ríkjum en öðrum? Í Leifsstöð er farangur opnaður að eigandanum viðstöddum. Af hverju er það ekki gert um póst? Hvaða álit hefur persónuvernd á þessu? Hefur hún vitað um þetta eða hefur hún áhuga á þessu?“Þrettánda grein reglugerðar Þrettánda grein reglugerðar um tollmeðferð póstsendinga fjallar um rétt Tollstjóra á því að opna póstsendingar.„Póststarfsmaður getur, í viðurvist tollvarðar, opnað póstböggla sem koma erlendis frá ef það er til að afla vörureikninga til að byggja á útreikning aðflutningsgjalda, sbr. 2. mgr. 33. gr. laga nr. 142/1996 um póstþjónustu, en um þagnarskyldu póststarfsmanna fer samkvæmt þeim lögum.Póstsending sem póststarfsmaður opnar skv. 1. mgr. skal sérstaklega auðkennd þannig að viðtakanda megi vera ljóst að hún hafi verið opnuð til að afla vörureiknings og að það hafi verið gert undir tolleftirliti.Ef ástæða er til að ætla að aðrar lokaðar póstsendingar innihaldi vörur sem taka skal til tollmeðferðar, skal skora á viðtakendur að opna þær í viðurvist póststarfsmanns eða fá málið tollstjóra til ákvörðunar um málsmeðferð.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent