Fyrirtæki og vegvísar að sjálfbærni á 21. öldinni Lára Jóhannsdóttir skrifar 3. desember 2014 07:00 Hugtakið sjálfbær þróun felur í sér að núverandi kynslóð geti mætt þörfum sínum án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að uppfylla sínar þarfir. Til þess að svo megi verða þarf að gæta jafnvægis á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Hugtakið sjálfbærni er þrengra en hugtakið sjálfbær þróun, en þá eru áherslurnar þær sömu en fyrir smærri einingar svo sem iðngreinar eða fyrirtæki.Vegvísir að sjálfbærni Árið 2010 gaf CERES út vegvísi að sjálfbærni fyrir fyrirtæki 21. aldarinnar. Í skýrslunni er fjallað um væntingar sem gerðar verða til fyrirtækja á öldinni. Væntingarnar eru settar fram í 20 liðum sem skiptast á fjóra flokka. Fyrsti flokkurinn fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, en þeir eiga að taka mið af sjálfbærri þróun. Hvatt er til þess að fjölbreytni sé höfð að leiðarljósi þegar skipað er í stjórnir fyrirtækja, stjórnir búi yfir þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og að umbun stjórnenda taki mið af markmiðum og frammistöðu fyrirtækja varðandi sjálfbærni. Annar flokkurinn fjallar um þá hagsmunaaðila sem tengjast viðkomandi fyrirtækjum. Þar er gert ráð fyrir því að fyrirtækin opni dyr sínar fyrir þeim og virki þá til þátttöku eftir því sem við á. Meðal hagsmunaaðila sem fyrirtæki eru hvött til að virkja eru fjárfestar, frjáls félagasamtök og aðrir hópar sem hafa eitthvað til málanna að leggja varðandi sjálfbærnistefnur fyrirtækjanna. Þriðji flokkurinn fjallar um upplýsingagjöf fyrirtækja en þar er gert ráð fyrir að fyrirtæki miðli upplýsingum um frammistöðu sína varðandi umhverfis- og samfélagslega þætti rekstrarins.Áþreifanlegur árangur Fjórði flokkurinn – og sá mikilvægasti – fjallar um frammistöðu fyrirtækja á sviði sjálfbærni. Gert er ráð fyrir því að árangur fyrirtækja sé áþreifanlegur, þ.e. að fyrirtæki geti sýnt fram á að aðgerðir þeirra stuðli að sjálfbærri þróun. Loftslagsbreytingar eru teknar sem dæmi, en þar þurfa fyrirtæki að sýna fram á bætta orkunýtingu í eigin rekstri. Bætt mannréttindi eru einnig nefnd sem dæmi, auk þess sem hringrásarhugsun í rekstri stuðlar að minni tilurð á hættulegum úrgangi. Rekstrarskilyrði fyrirtækja á 21. öld fela í sér minni notkun jarðefnaeldsneytis og takmarkað framboð auðlinda. Þau fyrirtæki sem best geta aðlagað sig þeim skilyrðum verða þau sem best munu þrífast á 21. öldinni að mati CERES. Eru íslensk fyrirtæki í stakk búin til að starfa við slík rekstrarskilyrði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið sjálfbær þróun felur í sér að núverandi kynslóð geti mætt þörfum sínum án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að uppfylla sínar þarfir. Til þess að svo megi verða þarf að gæta jafnvægis á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Hugtakið sjálfbærni er þrengra en hugtakið sjálfbær þróun, en þá eru áherslurnar þær sömu en fyrir smærri einingar svo sem iðngreinar eða fyrirtæki.Vegvísir að sjálfbærni Árið 2010 gaf CERES út vegvísi að sjálfbærni fyrir fyrirtæki 21. aldarinnar. Í skýrslunni er fjallað um væntingar sem gerðar verða til fyrirtækja á öldinni. Væntingarnar eru settar fram í 20 liðum sem skiptast á fjóra flokka. Fyrsti flokkurinn fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, en þeir eiga að taka mið af sjálfbærri þróun. Hvatt er til þess að fjölbreytni sé höfð að leiðarljósi þegar skipað er í stjórnir fyrirtækja, stjórnir búi yfir þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og að umbun stjórnenda taki mið af markmiðum og frammistöðu fyrirtækja varðandi sjálfbærni. Annar flokkurinn fjallar um þá hagsmunaaðila sem tengjast viðkomandi fyrirtækjum. Þar er gert ráð fyrir því að fyrirtækin opni dyr sínar fyrir þeim og virki þá til þátttöku eftir því sem við á. Meðal hagsmunaaðila sem fyrirtæki eru hvött til að virkja eru fjárfestar, frjáls félagasamtök og aðrir hópar sem hafa eitthvað til málanna að leggja varðandi sjálfbærnistefnur fyrirtækjanna. Þriðji flokkurinn fjallar um upplýsingagjöf fyrirtækja en þar er gert ráð fyrir að fyrirtæki miðli upplýsingum um frammistöðu sína varðandi umhverfis- og samfélagslega þætti rekstrarins.Áþreifanlegur árangur Fjórði flokkurinn – og sá mikilvægasti – fjallar um frammistöðu fyrirtækja á sviði sjálfbærni. Gert er ráð fyrir því að árangur fyrirtækja sé áþreifanlegur, þ.e. að fyrirtæki geti sýnt fram á að aðgerðir þeirra stuðli að sjálfbærri þróun. Loftslagsbreytingar eru teknar sem dæmi, en þar þurfa fyrirtæki að sýna fram á bætta orkunýtingu í eigin rekstri. Bætt mannréttindi eru einnig nefnd sem dæmi, auk þess sem hringrásarhugsun í rekstri stuðlar að minni tilurð á hættulegum úrgangi. Rekstrarskilyrði fyrirtækja á 21. öld fela í sér minni notkun jarðefnaeldsneytis og takmarkað framboð auðlinda. Þau fyrirtæki sem best geta aðlagað sig þeim skilyrðum verða þau sem best munu þrífast á 21. öldinni að mati CERES. Eru íslensk fyrirtæki í stakk búin til að starfa við slík rekstrarskilyrði?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar