Hlutverk karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi Hjálmar G. Sigmarsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Á síðastliðnum árum hefur aukist krafan um þátttöku karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þessi krafa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri og komið reglulega fram í tengslum við átök eins og 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi og Druslugönguna. Í stuttu máli felst hugmyndin í því að til þess að takast á við mál eins og kynferðisofbeldi gegn konum, þá sé lykilatriði og mikilvægt skref, að virkja karlmenn í þeirri umræðu og framkvæmd. Þannig sé hægt að takast á við þætti í menningu karlmanna sem ýtir undir eða gerir ofbeldi og mismunun gegn konum mögulega. Þetta hefur leitt af sér að karlmenn eru sýnilegri í þessari umræðu og fleiri karlmenn hafa tekið virkan þátt með greinaskrifum og þátttöku í ýmsum átökum. Þar af leiðandi er hægt að segja að það sé aukinn samhljómur um mikilvægi þess að karlmenn séu sýnilegir í þessari umræðu, þó að það hafi líka birst hávær mótspyrna við þessari hugmynd. Mótspyrna sem meðal annars lítur á umræðuna sem árás á karlmenn almennt og gerir lítið úr ábyrgð karla í umræðunni um ofbeldi gegn konum. En í hverju felst þátttaka karla? Er nóg að karlmenn segi að þeir séu á móti nauðgunum, kynferðislegri áreitni og ofbeldi í nánum samböndum? Dugar það að við karlmenn skrifum nokkrar greinar og mætum á opinbera viðburði, eða setjum á okkur barmmerki sem styður þessa baráttu? Getur þátttaka karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi til dæmis verið alfarið á forsendum karla? Stígamót standa fyrir morgunverðarfundi þar sem hlutverk karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi verður tekið fyrir og reynt verður að svara þessum spurningum. Fjallað verður meðal annars um áherslur, tækifæri, aðferðir og hættur, þegar virkja á karlmenn á þessum vettvangi. Af þessu tilefni mun ég kynna niðurstöður úr nýlegri MA-rannsókn minni í kynjafræði, sem fjallar um reynslu ungra íslenskra karlfemínista. Í rannsókninni kemur skýrt fram hversu mikilvæg umræðan er um kynferðisofbeldi gegn konum. Einnig munu fara fram pallborðsumræður, þar sem Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur munu ræða hvað þátttaka karla felur í sér frá ýmsum sjónarhornum. Morgunverðarfundurinn verður fimmtudaginn 4. desember, frá klukkan 8:15 til 10:00 í nýju húsnæði Stígamóta á Laugavegi 170, 2. hæð. Morgunverður hefst klukkan 8:15 og fyrirlesturinn byrjar kl. 8:45. Frítt inn. Verið velkomin! Hjálmar starfar sem ráðgjafi á Stígamótum. Stígamót taka á móti öllum einstaklingum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og aðstandendum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum hefur aukist krafan um þátttöku karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þessi krafa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri og komið reglulega fram í tengslum við átök eins og 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi og Druslugönguna. Í stuttu máli felst hugmyndin í því að til þess að takast á við mál eins og kynferðisofbeldi gegn konum, þá sé lykilatriði og mikilvægt skref, að virkja karlmenn í þeirri umræðu og framkvæmd. Þannig sé hægt að takast á við þætti í menningu karlmanna sem ýtir undir eða gerir ofbeldi og mismunun gegn konum mögulega. Þetta hefur leitt af sér að karlmenn eru sýnilegri í þessari umræðu og fleiri karlmenn hafa tekið virkan þátt með greinaskrifum og þátttöku í ýmsum átökum. Þar af leiðandi er hægt að segja að það sé aukinn samhljómur um mikilvægi þess að karlmenn séu sýnilegir í þessari umræðu, þó að það hafi líka birst hávær mótspyrna við þessari hugmynd. Mótspyrna sem meðal annars lítur á umræðuna sem árás á karlmenn almennt og gerir lítið úr ábyrgð karla í umræðunni um ofbeldi gegn konum. En í hverju felst þátttaka karla? Er nóg að karlmenn segi að þeir séu á móti nauðgunum, kynferðislegri áreitni og ofbeldi í nánum samböndum? Dugar það að við karlmenn skrifum nokkrar greinar og mætum á opinbera viðburði, eða setjum á okkur barmmerki sem styður þessa baráttu? Getur þátttaka karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi til dæmis verið alfarið á forsendum karla? Stígamót standa fyrir morgunverðarfundi þar sem hlutverk karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi verður tekið fyrir og reynt verður að svara þessum spurningum. Fjallað verður meðal annars um áherslur, tækifæri, aðferðir og hættur, þegar virkja á karlmenn á þessum vettvangi. Af þessu tilefni mun ég kynna niðurstöður úr nýlegri MA-rannsókn minni í kynjafræði, sem fjallar um reynslu ungra íslenskra karlfemínista. Í rannsókninni kemur skýrt fram hversu mikilvæg umræðan er um kynferðisofbeldi gegn konum. Einnig munu fara fram pallborðsumræður, þar sem Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur munu ræða hvað þátttaka karla felur í sér frá ýmsum sjónarhornum. Morgunverðarfundurinn verður fimmtudaginn 4. desember, frá klukkan 8:15 til 10:00 í nýju húsnæði Stígamóta á Laugavegi 170, 2. hæð. Morgunverður hefst klukkan 8:15 og fyrirlesturinn byrjar kl. 8:45. Frítt inn. Verið velkomin! Hjálmar starfar sem ráðgjafi á Stígamótum. Stígamót taka á móti öllum einstaklingum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og aðstandendum þeirra.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar