Erpur: „Svæsnasti texti sem ég hef lesið“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 3. desember 2014 08:30 Bjarki Karlsson segir brag og innihald Grettisfærslu keimlíkt rappi Erps. fréttablaðið/gva „Grettir er ruglaður. Ég hef aldrei farið með jafn dónalegan texta. Þetta er bókmenntaarfurinn okkar, svo er verið að væla yfir því að ég segi hitt eða þetta,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem aðstoðaði Bjarka Karlsson, ljóðskáld og málfræðing, við að semja „tilgátuverk“ í kringum Grettisfærslu, gamalt svæsið handrit sem var líklega ritskoðað eftir siðaskiptin. Verkið má finna í nýrri útgáfu Bjarka, Árleysi ár og alda, sem inniheldur bók, hljóðbók og hljómdisk með útsetningum Hilmars Arnar Hilmarssonar á ljóðunum. Eitt handrit Grettis sögu endar á þriggja síðna kvæði sem einhver hefur síðan skrapað yfir og bætt við lútherskum sálmalínum. Bjarki fékk því Erp til að semja í eyðurnar. „Nútímatækni hefur gert okkur kleift að sjá með geislum hvað stendur þrátt fyrir að búið sé að skrapa mikið af. Ég fékk í hendurnar fullt af texta sem vantaði hluta í þannig að ég fyllti upp í og tók allt það bitastæðasta. Út úr því kemur svæsnasti texti sem ég hef lesið,“ segir Erpur en vísan fjallar á ósæmilegan hátt um bólfarir Grettis.Erpur Eyvindarson hefur aldrei sagst ætla að ríða páfanum.fréttablaðið/pjetur„Ég hef aldrei talað um að setja í alla dönsku hirðina, ég hef aldrei sagst ætla að setja í páfann og ég hef aldrei verið að djöflast í dýrum. En þetta er allt í Íslendingasögunum, þessum mikla bókmenntaarfi sem við erum svo stolt af, þannig að það er alveg ástæðulaust að vera eitthvað að teprast.“ Erpur segir jafnframt tilgátur fræðimanna um uppruna slíks kvæðis vera ansi kunnuglegar. „Nú skilst mér á Bjarka og Hilmari Erni að þetta sé úr heiðnum sið að láta keflið ganga og yrkja hver á eftir öðrum. Í upphafi er ákveðið hvað eigi að yrkja um, þá byrjar sá fyrsti og talar um Gretti sterka, svo fer keflið hring eftir og hring og menn byrja kannski að segja það svæsnasta sem möguleiki er á. Þetta er svolítið eins og við köllum „cipher“ í rappheiminum,“ segir hann en það er hugtak yfir „freestyle“ hjá mörgum röppurum sem standa kannski í hring og yrkja af fingrum fram. „Þá reyna menn stundum að vera grófari og grófari. Þetta hefur náttúrulega ekkert að gera með Gretti eins og hann birtist í Íslendingasögunum. Það er verið að gera að gamni sínu að gera hann ógeðslegan.“ Bjarki segir brag og innihald Grettisfærslu vera keimlíkt rappi Erps. „Það eru svo rosaleg bragfræðileg líkindi með þessari endurheimtu miðaldaþulu og því sem Erpur er að gera. Þá fannst mér trúverðugasta endurgerðin á þulunni vera að fá Erp til að gera þetta.“ Skáldin fluttu síðan þuluna á fræðakvöldi á dögunum. „Þá sagði Erpur í fyrirspurnartímanum að það sem hann hefði bætt við þuluna væri raunverulega minnst grófasti kaflinn í þulunni. Elskum þessar mellur er bara mjúkt miðað við Grettisfærslu.“ Brot úr GrettisfærsluSkáletraðar línur eru viðbót Erps. ... til þess er hann sendur; at serða búendur hvers manns konu ok alla bónda sonu, núir hann snjóta hirðmenn stóra, en serður ábóta, gjörvalla hirðstjóra lastar og fastar lóknum hann kastar í allt og alla at hann streði prófasta, þá gjörir hann þungabæði gamla ok unga, hann er vanur at moga, barúna ok hertoga streður greifa alla, bæði riddara ok jalla, er sól er í austri serður abbadís at klaustri stórt er hans reður ok systurnar meður … Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Grettir er ruglaður. Ég hef aldrei farið með jafn dónalegan texta. Þetta er bókmenntaarfurinn okkar, svo er verið að væla yfir því að ég segi hitt eða þetta,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem aðstoðaði Bjarka Karlsson, ljóðskáld og málfræðing, við að semja „tilgátuverk“ í kringum Grettisfærslu, gamalt svæsið handrit sem var líklega ritskoðað eftir siðaskiptin. Verkið má finna í nýrri útgáfu Bjarka, Árleysi ár og alda, sem inniheldur bók, hljóðbók og hljómdisk með útsetningum Hilmars Arnar Hilmarssonar á ljóðunum. Eitt handrit Grettis sögu endar á þriggja síðna kvæði sem einhver hefur síðan skrapað yfir og bætt við lútherskum sálmalínum. Bjarki fékk því Erp til að semja í eyðurnar. „Nútímatækni hefur gert okkur kleift að sjá með geislum hvað stendur þrátt fyrir að búið sé að skrapa mikið af. Ég fékk í hendurnar fullt af texta sem vantaði hluta í þannig að ég fyllti upp í og tók allt það bitastæðasta. Út úr því kemur svæsnasti texti sem ég hef lesið,“ segir Erpur en vísan fjallar á ósæmilegan hátt um bólfarir Grettis.Erpur Eyvindarson hefur aldrei sagst ætla að ríða páfanum.fréttablaðið/pjetur„Ég hef aldrei talað um að setja í alla dönsku hirðina, ég hef aldrei sagst ætla að setja í páfann og ég hef aldrei verið að djöflast í dýrum. En þetta er allt í Íslendingasögunum, þessum mikla bókmenntaarfi sem við erum svo stolt af, þannig að það er alveg ástæðulaust að vera eitthvað að teprast.“ Erpur segir jafnframt tilgátur fræðimanna um uppruna slíks kvæðis vera ansi kunnuglegar. „Nú skilst mér á Bjarka og Hilmari Erni að þetta sé úr heiðnum sið að láta keflið ganga og yrkja hver á eftir öðrum. Í upphafi er ákveðið hvað eigi að yrkja um, þá byrjar sá fyrsti og talar um Gretti sterka, svo fer keflið hring eftir og hring og menn byrja kannski að segja það svæsnasta sem möguleiki er á. Þetta er svolítið eins og við köllum „cipher“ í rappheiminum,“ segir hann en það er hugtak yfir „freestyle“ hjá mörgum röppurum sem standa kannski í hring og yrkja af fingrum fram. „Þá reyna menn stundum að vera grófari og grófari. Þetta hefur náttúrulega ekkert að gera með Gretti eins og hann birtist í Íslendingasögunum. Það er verið að gera að gamni sínu að gera hann ógeðslegan.“ Bjarki segir brag og innihald Grettisfærslu vera keimlíkt rappi Erps. „Það eru svo rosaleg bragfræðileg líkindi með þessari endurheimtu miðaldaþulu og því sem Erpur er að gera. Þá fannst mér trúverðugasta endurgerðin á þulunni vera að fá Erp til að gera þetta.“ Skáldin fluttu síðan þuluna á fræðakvöldi á dögunum. „Þá sagði Erpur í fyrirspurnartímanum að það sem hann hefði bætt við þuluna væri raunverulega minnst grófasti kaflinn í þulunni. Elskum þessar mellur er bara mjúkt miðað við Grettisfærslu.“ Brot úr GrettisfærsluSkáletraðar línur eru viðbót Erps. ... til þess er hann sendur; at serða búendur hvers manns konu ok alla bónda sonu, núir hann snjóta hirðmenn stóra, en serður ábóta, gjörvalla hirðstjóra lastar og fastar lóknum hann kastar í allt og alla at hann streði prófasta, þá gjörir hann þungabæði gamla ok unga, hann er vanur at moga, barúna ok hertoga streður greifa alla, bæði riddara ok jalla, er sól er í austri serður abbadís at klaustri stórt er hans reður ok systurnar meður …
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira