Breytingar á akstursþjónustu fatlaðs fólks Smári Ólafsson skrifar 31. desember 2014 07:00 Um áramótin verða umtalsverðar breytingar á akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin á svæðinu, utan Kópavogs, hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega akstursþjónustu og er Strætó falin umsýsla með rekstrinum en allur akstur verður framkvæmdur af einkaaðilum. Þannig munu allir á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa á þjónustunni að halda hafa aðgang að sömu þjónustu óháð því í hvaða sveitarfélagi þeir búa. Strætó hefur annast ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík frá árinu 2001 en fram til þessa hafa sveitarfélög skipulagt sína þjónustu sjálf.Aukinn sveigjanleiki og öryggi Markmiðið með þessum breytingum er að tryggja notendum bæði sveigjanlegri og öruggari þjónustu en áður. Til þess að vinna að því marki munu allir notendur akstursþjónustunnar nú geta pantað sér ferðir með tveggja klukkustunda fyrirvara í stað eins sólarhrings áður auk þess sem þjónustuver Strætó verður opið mun lengur en áður. Þannig verður þjónustan sveigjanlegri fyrir notendur. Einnig er notendum boðið upp á að panta ferðir eftir mætingartíma í stað komutíma. Þá verður bílafloti akstursþjónustunnar endurnýjaður í þeim tilgangi að auka enn frekar öryggi notenda.Gott samstarf mikilvægt Notendur akstursþjónustunnar eru rúmlega tvö þúsund og farnar eru milli sjö og átta þúsund ferðir í hverri viku. Akstursþjónustan er því umfangsmikil og mikilvæg þjónusta sem snertir marga. Til þess að tryggja að breytingarnar gangi vel fyrir sig leggur Strætó áherslu á að að vanda vel til verka, byggja upp traust og eiga gott samstarf við hagsmunasamtök notenda þjónustunnar. Skipaður hefur verið samráðshópur með fulltrúum frá öllum hagsmunaaðilum. Hlutverk hópsins er að fylgjast með framkvæmd þjónustunnar og fjalla um atriði sem betur mega fara. Strætó fagnar öllum ábendingum um þjónustuna, allar athugasemdir eru skráðar, teknar til skoðunar og svarað. Strætó hefur annast akstursþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík í rúman áratug með góðum árangri. Við vonumst til að sú reynsla skili sér í framtíðaruppbyggingu á þessari þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu til hagsbóta fyrir notendur hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um áramótin verða umtalsverðar breytingar á akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin á svæðinu, utan Kópavogs, hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega akstursþjónustu og er Strætó falin umsýsla með rekstrinum en allur akstur verður framkvæmdur af einkaaðilum. Þannig munu allir á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa á þjónustunni að halda hafa aðgang að sömu þjónustu óháð því í hvaða sveitarfélagi þeir búa. Strætó hefur annast ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík frá árinu 2001 en fram til þessa hafa sveitarfélög skipulagt sína þjónustu sjálf.Aukinn sveigjanleiki og öryggi Markmiðið með þessum breytingum er að tryggja notendum bæði sveigjanlegri og öruggari þjónustu en áður. Til þess að vinna að því marki munu allir notendur akstursþjónustunnar nú geta pantað sér ferðir með tveggja klukkustunda fyrirvara í stað eins sólarhrings áður auk þess sem þjónustuver Strætó verður opið mun lengur en áður. Þannig verður þjónustan sveigjanlegri fyrir notendur. Einnig er notendum boðið upp á að panta ferðir eftir mætingartíma í stað komutíma. Þá verður bílafloti akstursþjónustunnar endurnýjaður í þeim tilgangi að auka enn frekar öryggi notenda.Gott samstarf mikilvægt Notendur akstursþjónustunnar eru rúmlega tvö þúsund og farnar eru milli sjö og átta þúsund ferðir í hverri viku. Akstursþjónustan er því umfangsmikil og mikilvæg þjónusta sem snertir marga. Til þess að tryggja að breytingarnar gangi vel fyrir sig leggur Strætó áherslu á að að vanda vel til verka, byggja upp traust og eiga gott samstarf við hagsmunasamtök notenda þjónustunnar. Skipaður hefur verið samráðshópur með fulltrúum frá öllum hagsmunaaðilum. Hlutverk hópsins er að fylgjast með framkvæmd þjónustunnar og fjalla um atriði sem betur mega fara. Strætó fagnar öllum ábendingum um þjónustuna, allar athugasemdir eru skráðar, teknar til skoðunar og svarað. Strætó hefur annast akstursþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík í rúman áratug með góðum árangri. Við vonumst til að sú reynsla skili sér í framtíðaruppbyggingu á þessari þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu til hagsbóta fyrir notendur hennar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar