Gjaldtaka á ferðamannastöðum Árni Davíðsson skrifar 15. apríl 2014 07:00 Stjórnvöld eru nú að undirbúa upptöku svokallaðs náttúrupassa. Með honum á að innheimta nokkur þús. kr. gjald af öllum sem skoða náttúru Íslands, bæði Íslendingum og útlendingum, til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Með honum væri þó vegið að almannarétti okkar til að ferðast um eigið land. Náttúrupassinn kallar líka á eftirlit með ferðamönnum og hluti tekna mun fara í umsýslu og eftirlit.Gjald fyrir veitta þjónustu Mig langar til að fjalla um aðra leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Það er að taka einfaldlega gjald fyrir veitta þjónustu á hverjum stað. Auðvelt er að innheimta það, tæknin löngu þekkt og eftirlit einfalt og ódýrt. Á fjölsóttum ferðamannastöðum er nauðsynlegt að veita þjónustu eins og bílastæði, salerni, upplýsingar og stíga. Dýrasti hluti þjónustunnar eru bílastæðin, salernin og byggingar. Auðvelt er að koma fyrir gjaldtöku á bílastæði og til er margvísleg tækni til þess. Gjaldtaka á bílastæði ætti að standa undir skilgreindum þáttum í uppbyggingu og rekstri staðar og ætti upphæð að miðast við stærð bílastæðis og lengd stöðu.Að koma á gjaldtöku Eigandi og rekstraraðili svæðis hefur það á sínu valdi að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Ef það er gert einhliða er þó hætt við því að bílstjórar leggi bílum sínum í vegköntum og út um hvippinn og hvappinn og valdi þannig bæði slysahættu á mjóum þjóðvegum og skemmdum á gróðri og umhverfi. Til að koma í veg fyrir það þarf sveitarstjórn að setja „reglur um notkun stöðureita“ í grennd við viðkomandi ferðamannastað, eins og orðalagið er í 2. mgr. 83. gr. umferðarlaga [1]. Gallinn er bara sá að heimildarákvæðið í 83. gr. er takmarkað við kaupstaði og kauptún. Það virðist ekki mega setja slíkar reglur í dreifbýli! Það væri samt léttur leikur fyrir Alþingi að kippa því í liðinn með því einfaldlega að kippa eftirfarandi texta útúr 2. mgr.: „Í kaupstað eða kauptúni er“, og byrja málsgreinina á: „Sveitarstjórn er heimilt.“ Þegar þessu hefur verið breytt getur sveitarstjórn einfaldlega sett samþykkt um bílastæði í sveitarfélaginu sem getur takmarkað stöður bíla á skilgreindum svæðum þar sem þörf er á í nágrenni ferðamannastaða. Aukastöðugjöld væri hægt að leggja á fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða innan þessara svæða.Lokaorð Í stuttri grein er ekki hægt að rekja þetta lengra en ég er sannfærður um að gjaldtaka fyrir veitta þjónustu er auðveldasta og sanngjarnasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hún útilokar heldur ekki aðra gjaldtöku og hún leysir heldur ekki allan vanda. Ljóst er að skoða verður aðrar leiðir til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi einkum þeirra fáfarnari. Gjaldtaka fyrir veitta þjónustu fer sennilega létt með að standa undir allri þjónustu og uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum og minnkar þar með álagið á aðra sjóði. Það gæti aukið það fjármagn sem er til ráðstöfunar á fáfarnari og erfiðari stöðum. [1] http://www.althingi.is/lagas/143a/1987050.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru nú að undirbúa upptöku svokallaðs náttúrupassa. Með honum á að innheimta nokkur þús. kr. gjald af öllum sem skoða náttúru Íslands, bæði Íslendingum og útlendingum, til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Með honum væri þó vegið að almannarétti okkar til að ferðast um eigið land. Náttúrupassinn kallar líka á eftirlit með ferðamönnum og hluti tekna mun fara í umsýslu og eftirlit.Gjald fyrir veitta þjónustu Mig langar til að fjalla um aðra leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Það er að taka einfaldlega gjald fyrir veitta þjónustu á hverjum stað. Auðvelt er að innheimta það, tæknin löngu þekkt og eftirlit einfalt og ódýrt. Á fjölsóttum ferðamannastöðum er nauðsynlegt að veita þjónustu eins og bílastæði, salerni, upplýsingar og stíga. Dýrasti hluti þjónustunnar eru bílastæðin, salernin og byggingar. Auðvelt er að koma fyrir gjaldtöku á bílastæði og til er margvísleg tækni til þess. Gjaldtaka á bílastæði ætti að standa undir skilgreindum þáttum í uppbyggingu og rekstri staðar og ætti upphæð að miðast við stærð bílastæðis og lengd stöðu.Að koma á gjaldtöku Eigandi og rekstraraðili svæðis hefur það á sínu valdi að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Ef það er gert einhliða er þó hætt við því að bílstjórar leggi bílum sínum í vegköntum og út um hvippinn og hvappinn og valdi þannig bæði slysahættu á mjóum þjóðvegum og skemmdum á gróðri og umhverfi. Til að koma í veg fyrir það þarf sveitarstjórn að setja „reglur um notkun stöðureita“ í grennd við viðkomandi ferðamannastað, eins og orðalagið er í 2. mgr. 83. gr. umferðarlaga [1]. Gallinn er bara sá að heimildarákvæðið í 83. gr. er takmarkað við kaupstaði og kauptún. Það virðist ekki mega setja slíkar reglur í dreifbýli! Það væri samt léttur leikur fyrir Alþingi að kippa því í liðinn með því einfaldlega að kippa eftirfarandi texta útúr 2. mgr.: „Í kaupstað eða kauptúni er“, og byrja málsgreinina á: „Sveitarstjórn er heimilt.“ Þegar þessu hefur verið breytt getur sveitarstjórn einfaldlega sett samþykkt um bílastæði í sveitarfélaginu sem getur takmarkað stöður bíla á skilgreindum svæðum þar sem þörf er á í nágrenni ferðamannastaða. Aukastöðugjöld væri hægt að leggja á fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða innan þessara svæða.Lokaorð Í stuttri grein er ekki hægt að rekja þetta lengra en ég er sannfærður um að gjaldtaka fyrir veitta þjónustu er auðveldasta og sanngjarnasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hún útilokar heldur ekki aðra gjaldtöku og hún leysir heldur ekki allan vanda. Ljóst er að skoða verður aðrar leiðir til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi einkum þeirra fáfarnari. Gjaldtaka fyrir veitta þjónustu fer sennilega létt með að standa undir allri þjónustu og uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum og minnkar þar með álagið á aðra sjóði. Það gæti aukið það fjármagn sem er til ráðstöfunar á fáfarnari og erfiðari stöðum. [1] http://www.althingi.is/lagas/143a/1987050.html
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun