Hættulegar hugmyndir Sindri Freysson skrifar 15. apríl 2014 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti því yfir í viðtali í Fréttablaðinu nýlega að hann stefndi að því að leggja fram lagafrumvarp í haust um breytingu á virðisaukaskattskerfinu sem mun leiða til hækkunar matvælaverðs að óbreyttu. Bjarni vill einnig endurskoða svokallaðar „undanþágur“ frá virðisaukaskattskerfinu. Ekki ætla ég að fjalla um hækkað matvælaverð hér, þó að ég hafi á því sterkar skoðanir sem og þjóðin öll, heldur beina sjónum að stórhættulegum hugmyndum um endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu að því er snertir afurðir sköpunar á Íslandi.Skelfilegar afleiðingar Fyrir réttum sjö árum, 1. mars 2007, lækkaði virðisaukaskattur á ákveðnum vöruflokkum til hagsbóta fyrir neytendur, meðal annars á matvöru. Einnig fór virðisaukaskattur á menningarefni á borð við geisladika og bækur niður í 7%. Fjórum árum síðar lækkaði virðisaukaskattur á stafrænni tónlist og rafbókum í 7%, enda munurinn á hugverkunum aðeins fólginn í miðlunaraðferðinni. Almennt er virðisaukaskatturinn hins vegar 25,5%. Sumarið 2011 lögðu erindrekar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fram þá hugmynd að virðisaukaskattur á vörur og þjónustu yrði 20 prósent yfir línuna, þ.e. einungis eitt skattþrep óháð eðli eða innihaldi þess sem boðið er upp á. Mér vitanlega hefur fjármálaráðherra ekki nefnt hvaða skattprósentu hann hefur í huga, en fylgi hann tillögum AGS myndi virðisaukaskattur á bækur og tónlist hækka um þrettán prósentustig, sem jafngildir 286% hækkun á skattlagningu! Varan sjálf hækkar um 12,15%, fyrir bók sem lesandi borgar nú 5.350 krónur fyrir þyrfti hann að punga út 6.000 krónum ef virðisaukaskatturinn færi upp í 20%. Í skýrslunni Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina (Dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir, Tómas Young, maí 2011.) kemur fram að samanlögð velta í bókaútgáfu og smásölu á bókum í sérverslunum nam 11,8 milljörðum árið 2009. Þá er ekki tekið með í reikninginn velta í prentun, undirbúningur fyrir prentun, bókband og svo framvegis, en veltan í þeim greinum hleypur á milljörðum. Á núvirði eru þetta 14,7 milljarðar króna. Ef við reynum að vera bjartsýn og segja að bóksala myndi „aðeins“ dragast saman um tíu prósent – sem er nánast óskhyggja því að vísast yrði hrap bóksölu miklu meira eins og til eru dæmi um erlendis – þá myndi veltan í greininni minnka um tæplega 1,5 milljarða króna. Ársverkin voru samtals rúmlega 1.125 og ef við miðum við að tíu prósenta minnkun á bóksölu myndi hafa bein áhrif á ársverkin þýddi það að 112 ársverk myndu tapast – eða með öðrum orðum 112 manns myndu missa vinnuna í greininni. Þetta er bjartsýna spáin.Meirihluti landa hlúir að bókaútgáfu Í þarseinasta mánuði birtu Alþjóðasamtök útgefenda (International Publishers Association) fjórðu skýrslu sína, sem unnin er af PricewaterhouseCoopers, um hvernig virðisaukaskattheimtu á bækur er háttað í heiminum. Alls náði rannsóknin til 51 lands og leiðir þetta í ljós: Meirihluti landanna, eða rúm 92%, hlúa að bókum og bókaútgáfu með því að gæta þess að virðisaukaskattur á prentaðar bækur sé lægri en á aðrar vörur. Meira að segja þjóðir sem freistast til þess í þágu „einföldunar“ á skattkerfinu eða til að stoppa í fjárlagagötin með því að hækka virðisaukaskatt á bækur sjá flestar að sér, eins og sést til dæmis á því að í júní 2012, tveimur mánuðum eftir að virðisaukaskattur á bækur hafði verið hækkaður upp í 7%, ákváðu frönsk stjórnvöld að lækka vaskinn aftur niður í 5,5%, fyrst og fremst í þágu bókaútgáfu og bóksölu í landinu. Evrópulönd sem hafa lægri virðisaukaskatt á bókum en öðrum vörum eru Austurríki, Belgía, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland. Og Ísland, enn sem komið er. Evrópuþjóðir sem leggja engan virðisaukaskatt á bækur eru Bretar, Írar, Norðmenn og Úkraíumenn. Í Suður-Ameríku er enginn vaskur lagður á bækur í Argentínu, Brasilíu, Costa Rica, Ekvador, Hondúras, Kólumbíu, Mexíkó, Níkaragva, Panama, Paragvæ, Perú, Úrúgvæ og Venesúela. Virðisaukaskattur í ESB-löndunum 27 er að meðaltali 7,83% en í Suður-Ameríku er hann enn lægri, eða 1,94% að meðaltali. Í Norður-Ameríku er enginn vaskur á bókum í Kanada. Flækjustigið í skattheimtu er hærra í Bandaríkjunum þar sem hún er mismunandi á milli ríkja, og því náði könnunin ekki til þeirra, en söluskattur á vörur þar er yfirleitt á bilinu 0% til 12%, og er 6,9% að meðaltali. Aðeins fjögur lönd sem könnunin náði til, Búlgaría, Chile, Danmörk og Gvatemala, hafa ekki lægri vask á bækur en aðrar vörur.Núll-prósent-leiðin er best Ég skora hér með á ríkisstjórn Íslands að hrófla ekki við virðisaukaskatti á bækur og tónlist á Íslandi – og helst af öllu að fella hann alfarið niður. Niðurfelling er vitaskuld besta leiðin, leið Bretlands, Írlands, Noregs og Úkraínu, mun betri leið en undanþága. Núll prósent vaskur er eindreginn stuðningur við alla bókaútgáfu; frá höfundi til útgefanda til bóksala til bókasafna, og loks til lesenda. Núll prósent vaskur hvetur fólk til að kaupa bækur og er þar með skilvirkasta leiðin til að styðja við bókmenningu, málsamfélagið, lestur og læsi. Þar með hefur Núll-prósent-leiðin jákvæð áhrif á menningu og fræðslu, tjáningarfrelsi og tilurð nýrra sjálfstæðra útgáfufyrirtækja. Til viðbótar er Núll-prósent-leiðin atvinnuskapandi og rennir stoðum undir þekkingariðnað í landi sem þarf svo sannarlega á honum að halda. Hvers konar árás á skapandi greinar skaðar virðiskeðju þeirra og leiðir til taps fyrir þjóðina í heild, hvort sem litið er til efnislegra eða óefnislegra verðmæta. Núverandi ríkisstjórn Bókaþjóðarinnar skráir sig kirfilega á sakaskrá sögunnar ef hún ræðst á bókaútgáfu á Íslandi með aukinni skattheimtu. Bjarni, sumar hugmyndir eru miklu hættulegri en aðrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti því yfir í viðtali í Fréttablaðinu nýlega að hann stefndi að því að leggja fram lagafrumvarp í haust um breytingu á virðisaukaskattskerfinu sem mun leiða til hækkunar matvælaverðs að óbreyttu. Bjarni vill einnig endurskoða svokallaðar „undanþágur“ frá virðisaukaskattskerfinu. Ekki ætla ég að fjalla um hækkað matvælaverð hér, þó að ég hafi á því sterkar skoðanir sem og þjóðin öll, heldur beina sjónum að stórhættulegum hugmyndum um endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu að því er snertir afurðir sköpunar á Íslandi.Skelfilegar afleiðingar Fyrir réttum sjö árum, 1. mars 2007, lækkaði virðisaukaskattur á ákveðnum vöruflokkum til hagsbóta fyrir neytendur, meðal annars á matvöru. Einnig fór virðisaukaskattur á menningarefni á borð við geisladika og bækur niður í 7%. Fjórum árum síðar lækkaði virðisaukaskattur á stafrænni tónlist og rafbókum í 7%, enda munurinn á hugverkunum aðeins fólginn í miðlunaraðferðinni. Almennt er virðisaukaskatturinn hins vegar 25,5%. Sumarið 2011 lögðu erindrekar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fram þá hugmynd að virðisaukaskattur á vörur og þjónustu yrði 20 prósent yfir línuna, þ.e. einungis eitt skattþrep óháð eðli eða innihaldi þess sem boðið er upp á. Mér vitanlega hefur fjármálaráðherra ekki nefnt hvaða skattprósentu hann hefur í huga, en fylgi hann tillögum AGS myndi virðisaukaskattur á bækur og tónlist hækka um þrettán prósentustig, sem jafngildir 286% hækkun á skattlagningu! Varan sjálf hækkar um 12,15%, fyrir bók sem lesandi borgar nú 5.350 krónur fyrir þyrfti hann að punga út 6.000 krónum ef virðisaukaskatturinn færi upp í 20%. Í skýrslunni Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina (Dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir, Tómas Young, maí 2011.) kemur fram að samanlögð velta í bókaútgáfu og smásölu á bókum í sérverslunum nam 11,8 milljörðum árið 2009. Þá er ekki tekið með í reikninginn velta í prentun, undirbúningur fyrir prentun, bókband og svo framvegis, en veltan í þeim greinum hleypur á milljörðum. Á núvirði eru þetta 14,7 milljarðar króna. Ef við reynum að vera bjartsýn og segja að bóksala myndi „aðeins“ dragast saman um tíu prósent – sem er nánast óskhyggja því að vísast yrði hrap bóksölu miklu meira eins og til eru dæmi um erlendis – þá myndi veltan í greininni minnka um tæplega 1,5 milljarða króna. Ársverkin voru samtals rúmlega 1.125 og ef við miðum við að tíu prósenta minnkun á bóksölu myndi hafa bein áhrif á ársverkin þýddi það að 112 ársverk myndu tapast – eða með öðrum orðum 112 manns myndu missa vinnuna í greininni. Þetta er bjartsýna spáin.Meirihluti landa hlúir að bókaútgáfu Í þarseinasta mánuði birtu Alþjóðasamtök útgefenda (International Publishers Association) fjórðu skýrslu sína, sem unnin er af PricewaterhouseCoopers, um hvernig virðisaukaskattheimtu á bækur er háttað í heiminum. Alls náði rannsóknin til 51 lands og leiðir þetta í ljós: Meirihluti landanna, eða rúm 92%, hlúa að bókum og bókaútgáfu með því að gæta þess að virðisaukaskattur á prentaðar bækur sé lægri en á aðrar vörur. Meira að segja þjóðir sem freistast til þess í þágu „einföldunar“ á skattkerfinu eða til að stoppa í fjárlagagötin með því að hækka virðisaukaskatt á bækur sjá flestar að sér, eins og sést til dæmis á því að í júní 2012, tveimur mánuðum eftir að virðisaukaskattur á bækur hafði verið hækkaður upp í 7%, ákváðu frönsk stjórnvöld að lækka vaskinn aftur niður í 5,5%, fyrst og fremst í þágu bókaútgáfu og bóksölu í landinu. Evrópulönd sem hafa lægri virðisaukaskatt á bókum en öðrum vörum eru Austurríki, Belgía, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland. Og Ísland, enn sem komið er. Evrópuþjóðir sem leggja engan virðisaukaskatt á bækur eru Bretar, Írar, Norðmenn og Úkraíumenn. Í Suður-Ameríku er enginn vaskur lagður á bækur í Argentínu, Brasilíu, Costa Rica, Ekvador, Hondúras, Kólumbíu, Mexíkó, Níkaragva, Panama, Paragvæ, Perú, Úrúgvæ og Venesúela. Virðisaukaskattur í ESB-löndunum 27 er að meðaltali 7,83% en í Suður-Ameríku er hann enn lægri, eða 1,94% að meðaltali. Í Norður-Ameríku er enginn vaskur á bókum í Kanada. Flækjustigið í skattheimtu er hærra í Bandaríkjunum þar sem hún er mismunandi á milli ríkja, og því náði könnunin ekki til þeirra, en söluskattur á vörur þar er yfirleitt á bilinu 0% til 12%, og er 6,9% að meðaltali. Aðeins fjögur lönd sem könnunin náði til, Búlgaría, Chile, Danmörk og Gvatemala, hafa ekki lægri vask á bækur en aðrar vörur.Núll-prósent-leiðin er best Ég skora hér með á ríkisstjórn Íslands að hrófla ekki við virðisaukaskatti á bækur og tónlist á Íslandi – og helst af öllu að fella hann alfarið niður. Niðurfelling er vitaskuld besta leiðin, leið Bretlands, Írlands, Noregs og Úkraínu, mun betri leið en undanþága. Núll prósent vaskur er eindreginn stuðningur við alla bókaútgáfu; frá höfundi til útgefanda til bóksala til bókasafna, og loks til lesenda. Núll prósent vaskur hvetur fólk til að kaupa bækur og er þar með skilvirkasta leiðin til að styðja við bókmenningu, málsamfélagið, lestur og læsi. Þar með hefur Núll-prósent-leiðin jákvæð áhrif á menningu og fræðslu, tjáningarfrelsi og tilurð nýrra sjálfstæðra útgáfufyrirtækja. Til viðbótar er Núll-prósent-leiðin atvinnuskapandi og rennir stoðum undir þekkingariðnað í landi sem þarf svo sannarlega á honum að halda. Hvers konar árás á skapandi greinar skaðar virðiskeðju þeirra og leiðir til taps fyrir þjóðina í heild, hvort sem litið er til efnislegra eða óefnislegra verðmæta. Núverandi ríkisstjórn Bókaþjóðarinnar skráir sig kirfilega á sakaskrá sögunnar ef hún ræðst á bókaútgáfu á Íslandi með aukinni skattheimtu. Bjarni, sumar hugmyndir eru miklu hættulegri en aðrar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar