Boðskapur aðventunnar 10. desember 2014 12:00 Aðventan er tvíbent. Sumum er hún tími eftirvæntingar og gleði. Öðrum er hún tími depurðar og kvíða. Þetta þekkja þau sem misst hafa ástvini og einnig þau sem finnast þau standi ekki undir væntingum vegna komandi hátíðar. Á aðventunni kemur einnig ójöfnuðurinn í samfélaginu hvað átakanlegast fram. Samstaða Aðventan er líka tvíbent í öðrum skilningi enda ber hún tvö heiti: aðventa og jólafasta. Íslenska samfélagið er eitt harðasta neyslusamfélag heims og það kemur ekki síst fram á aðventunni. Gnægtaborðin svigna. Gildir þá einu hvort veislan er fólgin í mat og drykk, tónlist, bókmenntum eða öðru sem mögulegt er að pakka í söluvænlegar umbúðir og markaðsfæra. Í samfélagi okkar hefur hitt heiti árstímans og sú vídd sem það kallar fram gleymst. Jólafastan er tími sjálfskönnunar og íhugunar. Þá ættum við að hverfa inn á við og gaumgæfa raunverulegt gildismat okkar. Sá boðskapur sem við teljum mikilvægt að heyrist á þessari aðventu rúmast í orðinu samstaða. Á jólaföstunni erum við kölluð til samstöðu. Það er mikilvægt hér og nú en einnig í annan tíma að við gerum okkur ljóst að framtíð manns og heims er undir því komin að okkur takist að standa saman andspænis þeirri vá sem nú um stundir birtist einkum í hlýnun jarðar. Lífsstíll ekki einkamál Sá tími er liðinn að við sem byggjum hinn iðnvædda heim getum litið á lífsstíl okkar sem einkamál. Nýting okkar á orkugjöfum og öðrum auðlindum jarðar er með þeim hætti að áhrifin eru hnattræn. Þannig grípum við meðvitað og ómeðvitað inn í líf og tilveru fjölda fólks sem við komum aldrei til með að mæta augliti til auglitis. Allsnægtir okkar byggjast á skorti þeirra. Á aðventunni ættum við því sérstaklega að hugleiða hvernig við getum sýnt samstöðu með systkinum okkar um víða veröld sem líða skort, hvernig við getum unnið gegn misskiptingu og ójöfnuði og þar með dregið úr hnattrænum afleiðingum lífsstíls okkar. Á jólaföstunni ber okkur einnig að hugleiða ábyrgð okkar gagnvart uppvaxandi og óbornum kynslóðum. Líkt og hyggnir bændur ættum við sem nú lifum að kosta kapps um að skila Íslandi og heiminum öllum að minnsta kosti í sama ástandi og við tókum við honum og helst betra. Öll viðleitni okkar ætti að miða að því að byggja réttlátari og lífvænlegri heim fyrir börn okkar og barnabörn. Á jólaföstunni skyldum við þó ekki aðeins að huga að því hvernig við sýnum mannkyni í nútíð og framtíð samstöðu. Við ættum líka að hugleiða samstöðu okkar með gróðri jarðar, dýrum merkurinnar, fuglum himins, fiskum sjávar og öllu því lífi sem móðir jörð fóstrar og nærir í faðmi sínum. Endurmat Of lengi höfum við menn sett okkur yfir náttúruna og umgengist hana eins og tæki sem fullnægja skal löngunum okkar og lystisemdum. Á þessari aðventu er löngu tímabært að við hugleiðum stöðu okkar í þessu samhengi, gerum okkur ljóst að við erum hlekkir í lífkeðju, tegund á meðal tegunda í flóknu samspili náttúrunnar. Ekkert líf þróast eitt og óstutt heldur þarf það samfélag til að þróast og þroskast. Vistkerfi náttúrunnar eru samfélög þar sem allar lífverur hafa sínu hlutverki að gegna í flókinni samhangandi keðju. Um langt skeið höfum við verið ágengasta lífvera jarðar og markað dýpri spor í umhverfi okkar en gott er þar sem lífsstíll okkar vinnur gegn þeim líffræðilega fjölbreytileika sem nauðsynlegt er að ríki á jörðinni. Jafnframt höfum við sérstöðu í jákvæðri merkingu. Hún felst í að eftir því sem við vitum best erum við eina tegundin á jörðinni sem getur séð fyrir afleiðingar gerða okkar, notað skynsemi okkar til að áætla áhrif þeirra á okkur og umhverfi okkar. Sérhvern dag en sérstaklega á jólaföstunni erum við kölluð til sjálfsprófunar og endurmats. Á máli trúarinnar kallast slíkt iðrun. Iðrun er ekki eitthvað sem beinist einvörðungu að hinu innra með manninum, sálarlífi hans og sálarheill, heldur einnig hinu ytra, samfélaginu, heiminum og þar með samfélaginu við aðrar lífverur. Samband okkar manna og annarra lífvera þarf að breytast í þá veru að við sýnum öðrum lífverum meiri umhyggju og kærleika vegna þess að þær eru hlekkir í sömu lífkeðju og við. Maðurinn á ekki að ráða yfir öðrum lífverum heldur vera í samhljómi og samvinnu við þær. Samfélag er undirstaða lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Aðventan er tvíbent. Sumum er hún tími eftirvæntingar og gleði. Öðrum er hún tími depurðar og kvíða. Þetta þekkja þau sem misst hafa ástvini og einnig þau sem finnast þau standi ekki undir væntingum vegna komandi hátíðar. Á aðventunni kemur einnig ójöfnuðurinn í samfélaginu hvað átakanlegast fram. Samstaða Aðventan er líka tvíbent í öðrum skilningi enda ber hún tvö heiti: aðventa og jólafasta. Íslenska samfélagið er eitt harðasta neyslusamfélag heims og það kemur ekki síst fram á aðventunni. Gnægtaborðin svigna. Gildir þá einu hvort veislan er fólgin í mat og drykk, tónlist, bókmenntum eða öðru sem mögulegt er að pakka í söluvænlegar umbúðir og markaðsfæra. Í samfélagi okkar hefur hitt heiti árstímans og sú vídd sem það kallar fram gleymst. Jólafastan er tími sjálfskönnunar og íhugunar. Þá ættum við að hverfa inn á við og gaumgæfa raunverulegt gildismat okkar. Sá boðskapur sem við teljum mikilvægt að heyrist á þessari aðventu rúmast í orðinu samstaða. Á jólaföstunni erum við kölluð til samstöðu. Það er mikilvægt hér og nú en einnig í annan tíma að við gerum okkur ljóst að framtíð manns og heims er undir því komin að okkur takist að standa saman andspænis þeirri vá sem nú um stundir birtist einkum í hlýnun jarðar. Lífsstíll ekki einkamál Sá tími er liðinn að við sem byggjum hinn iðnvædda heim getum litið á lífsstíl okkar sem einkamál. Nýting okkar á orkugjöfum og öðrum auðlindum jarðar er með þeim hætti að áhrifin eru hnattræn. Þannig grípum við meðvitað og ómeðvitað inn í líf og tilveru fjölda fólks sem við komum aldrei til með að mæta augliti til auglitis. Allsnægtir okkar byggjast á skorti þeirra. Á aðventunni ættum við því sérstaklega að hugleiða hvernig við getum sýnt samstöðu með systkinum okkar um víða veröld sem líða skort, hvernig við getum unnið gegn misskiptingu og ójöfnuði og þar með dregið úr hnattrænum afleiðingum lífsstíls okkar. Á jólaföstunni ber okkur einnig að hugleiða ábyrgð okkar gagnvart uppvaxandi og óbornum kynslóðum. Líkt og hyggnir bændur ættum við sem nú lifum að kosta kapps um að skila Íslandi og heiminum öllum að minnsta kosti í sama ástandi og við tókum við honum og helst betra. Öll viðleitni okkar ætti að miða að því að byggja réttlátari og lífvænlegri heim fyrir börn okkar og barnabörn. Á jólaföstunni skyldum við þó ekki aðeins að huga að því hvernig við sýnum mannkyni í nútíð og framtíð samstöðu. Við ættum líka að hugleiða samstöðu okkar með gróðri jarðar, dýrum merkurinnar, fuglum himins, fiskum sjávar og öllu því lífi sem móðir jörð fóstrar og nærir í faðmi sínum. Endurmat Of lengi höfum við menn sett okkur yfir náttúruna og umgengist hana eins og tæki sem fullnægja skal löngunum okkar og lystisemdum. Á þessari aðventu er löngu tímabært að við hugleiðum stöðu okkar í þessu samhengi, gerum okkur ljóst að við erum hlekkir í lífkeðju, tegund á meðal tegunda í flóknu samspili náttúrunnar. Ekkert líf þróast eitt og óstutt heldur þarf það samfélag til að þróast og þroskast. Vistkerfi náttúrunnar eru samfélög þar sem allar lífverur hafa sínu hlutverki að gegna í flókinni samhangandi keðju. Um langt skeið höfum við verið ágengasta lífvera jarðar og markað dýpri spor í umhverfi okkar en gott er þar sem lífsstíll okkar vinnur gegn þeim líffræðilega fjölbreytileika sem nauðsynlegt er að ríki á jörðinni. Jafnframt höfum við sérstöðu í jákvæðri merkingu. Hún felst í að eftir því sem við vitum best erum við eina tegundin á jörðinni sem getur séð fyrir afleiðingar gerða okkar, notað skynsemi okkar til að áætla áhrif þeirra á okkur og umhverfi okkar. Sérhvern dag en sérstaklega á jólaföstunni erum við kölluð til sjálfsprófunar og endurmats. Á máli trúarinnar kallast slíkt iðrun. Iðrun er ekki eitthvað sem beinist einvörðungu að hinu innra með manninum, sálarlífi hans og sálarheill, heldur einnig hinu ytra, samfélaginu, heiminum og þar með samfélaginu við aðrar lífverur. Samband okkar manna og annarra lífvera þarf að breytast í þá veru að við sýnum öðrum lífverum meiri umhyggju og kærleika vegna þess að þær eru hlekkir í sömu lífkeðju og við. Maðurinn á ekki að ráða yfir öðrum lífverum heldur vera í samhljómi og samvinnu við þær. Samfélag er undirstaða lífsins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar