Er það nú góður bissness? Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2014 08:00 „Hvers konar bissness er nú það?“ hváði vinur minn á dögunum þegar ég sagði honum að ég væri að gefa út mína fyrstu bók á Amazon og hún myndi verða ókeypis fyrstu dagana. Eðlilega skildi hann ekki alveg hvers konar viðskiptavit markaðsnördinn hefði að gefa bara verkið sitt. Í frábæru YouTube-vídeói bendir rithöfundurinn Neil Gaiman á að fæstir uppgötva uppáhaldsrithöfundinn sinn með því að labba inn í bókabúð og kaupa bók eftir hann. Flestir uppgötva hann með því t.d. að fá bókina lánaða. Eftir því sem bækurnar hans dreifðust meira frítt á netinu sá hann líka gríðarlega aukningu í sölu. Er hún ókeypis?Það er heldur ekki þar með sagt að bókin sé ókeypis. Fólk þarf að „kaupa“ hana með því að vera tilbúið að eyða tíma og orku í lesturinn. Ef því líkar það sem það fær, þá er það tilbúið að kaupa aðeins dýrara verði næst, með því að borga og eyða tíma. Ef þú vilt koma þér og þínu á framfæri, þá verðurðu að gefa fólki tækifæri til að „smakka“. Með því nærðu að koma á sambandi sem þú getur svo ræktað áfram. Annað sem svona frítt „smakk“ gerir er að koma orðinu af stað. Einhver prufar, líkar við og segir öðrum frá, hvort sem það er maður að manni, eða t.d. með því að skilja eftir ritdóm á Amazon. Allt þetta er nauðsynlegt til að koma hlutum á framfæri. Úti í hinum stóra heimi er ég algjörlega óþekkt stærð. Hver myndi rjúka til og kaupa bók eftir mig á Amazon ef enginn talaði um hana og það væru engir ritdómar? Gefðu af þérFyrsta skrefið er að ná athyglinni og svo að fá fólk til að kynnast þér, vörunum þínum eða þjónustu. Matvörufyrirtæki býður þér smakk þegar þú labbar í gegnum Bónus, fataverslanir bjóða þér að máta, þú reynsluekur bílnum, og þegar þú selur hugvitið þitt, þá verðurðu að sýna fólki hvað það fær. Gefðu af þér og fólk skilur betur hvað þú gerir, það byggir traust, fólk finnur hvort þú ert fyrir það og þú sýnir hvað þú ert fær á þínu sviði. Við skulum vona að ég hafi meira að gefa úr kollinum en kemst í eina litla bók ;) Þess vegna var það góður bissness að gefa bókina mína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
„Hvers konar bissness er nú það?“ hváði vinur minn á dögunum þegar ég sagði honum að ég væri að gefa út mína fyrstu bók á Amazon og hún myndi verða ókeypis fyrstu dagana. Eðlilega skildi hann ekki alveg hvers konar viðskiptavit markaðsnördinn hefði að gefa bara verkið sitt. Í frábæru YouTube-vídeói bendir rithöfundurinn Neil Gaiman á að fæstir uppgötva uppáhaldsrithöfundinn sinn með því að labba inn í bókabúð og kaupa bók eftir hann. Flestir uppgötva hann með því t.d. að fá bókina lánaða. Eftir því sem bækurnar hans dreifðust meira frítt á netinu sá hann líka gríðarlega aukningu í sölu. Er hún ókeypis?Það er heldur ekki þar með sagt að bókin sé ókeypis. Fólk þarf að „kaupa“ hana með því að vera tilbúið að eyða tíma og orku í lesturinn. Ef því líkar það sem það fær, þá er það tilbúið að kaupa aðeins dýrara verði næst, með því að borga og eyða tíma. Ef þú vilt koma þér og þínu á framfæri, þá verðurðu að gefa fólki tækifæri til að „smakka“. Með því nærðu að koma á sambandi sem þú getur svo ræktað áfram. Annað sem svona frítt „smakk“ gerir er að koma orðinu af stað. Einhver prufar, líkar við og segir öðrum frá, hvort sem það er maður að manni, eða t.d. með því að skilja eftir ritdóm á Amazon. Allt þetta er nauðsynlegt til að koma hlutum á framfæri. Úti í hinum stóra heimi er ég algjörlega óþekkt stærð. Hver myndi rjúka til og kaupa bók eftir mig á Amazon ef enginn talaði um hana og það væru engir ritdómar? Gefðu af þérFyrsta skrefið er að ná athyglinni og svo að fá fólk til að kynnast þér, vörunum þínum eða þjónustu. Matvörufyrirtæki býður þér smakk þegar þú labbar í gegnum Bónus, fataverslanir bjóða þér að máta, þú reynsluekur bílnum, og þegar þú selur hugvitið þitt, þá verðurðu að sýna fólki hvað það fær. Gefðu af þér og fólk skilur betur hvað þú gerir, það byggir traust, fólk finnur hvort þú ert fyrir það og þú sýnir hvað þú ert fær á þínu sviði. Við skulum vona að ég hafi meira að gefa úr kollinum en kemst í eina litla bók ;) Þess vegna var það góður bissness að gefa bókina mína.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar