Skoðun

Að afloknu verkfalli

Hún bíður eftir greiningu, er bara 8 ára og fellur illa inn í skólakerfið. Það er erfitt að sitja kyrr og einbeita sér, erfitt að fylgjast með í skólanum. Krakkarnir vilja ekki leika við hana, hún fær reiðiköst og verður illskeytt. Heima er erfitt að halda friðinn, mjólkurglösin lenda á gólfinu, fötin lenda út um allt, kurteisisvenjur verða útundan og allir eru þreyttir. Hún er í tónlistarskóla þar sem hún hittir kennarann sinn 2svar sinnum hálftíma á viku. Það eru gæðastundir. Þá er hún ein með einni fullorðinni manneskju. Þar verða sigrarnir til. Ekki að það gangi sérlega vel að hitta á réttar nótur eða sitja kyrr við hljóðfærið. Ekki að það sé mikil framför í bókinni. Ekki að það hljómi vel spilaður Bach og Mozart. Heldur er hver smásigur vegsamaður með hrósi og límmiða. Hvert lag sem spilað er verður að tónleikalagi þar sem hún lærir að brosa og hneigja sig. Hver tími verður efling á sjálfsvirðingu og sjálfsást. Hún upplifir sig jákvætt í gegnum tónlistinu. Í verkfallinu spurði hún á hverjum dagi „er tónlistarskóli í dag?“ Það er ekki víst að allir viti hversu gríðarlega mikilvægir tónlistarskólar eru fyrir marga.



Skoðun

Sjá meira


×