Viðskipti innlent

Breytt stjórnendateymi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Sjónvarpsseríurnar um Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina eru eitt vinsælasta efni sem Sagafilm hefur framleitt.
Sjónvarpsseríurnar um Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina eru eitt vinsælasta efni sem Sagafilm hefur framleitt.
Stjórnendateymi Sagafilm hefur tekið breytingum að undanförnu, samhliða breyttu skipulagi, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Fastir starfsmenn Sagafilm eru um 50 talsins en stöðugildi á ársgrundvelli eru um 150. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í gamla Sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176, auk þess sem fyrirtækið rekur skrifstofu í Stokkhólmi,“ segir þar.

Stjórnendur eru Kjartan Þór Þórðarson meðeigandi, stjórnarformaður og fyrrverandi forstjóri, Ragnar Agnarsson meðeigandi og forstjóri, Guðný Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri og Pétur Óli Gíslason, verkefnastjóri og einn eigenda.

Þá eru þar Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri sjónvarpsframleiðslu, Margrét Jónasdóttir framkvæmdastjóri heimildamyndadeildar, Fjalar Sigurðarson framkvæmdastjóri auglýsingadeildar, Árni Björn Helgason framkvæmdastjóri erlendrar framleiðslu og Dagmar Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri viðburðadeildar.



Bragi Reynisson er framkvæmdastjóri tækjaleigunnar Luxor, og Örn Sveinsson, yfirmaður eftirvinnsludeildar Sagafilm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×