Erlent

„Viðurstyggilegir glæpir gegn stéttlausum stúlkum."

Birta Björnsdóttir skrifar
Reiði almennings beinist ekki síst gegn lögreguyfirvöldum í Uttar Pradesh héraðinu fyrir að hafa hvorki leitað að né látið lýsa eftir stúlkunum þegar þær hurfu fyrr í vikunni.

Stúlkurnar tilheyra stórum hópi stéttlausra í Indlandi og hefur málið vakið athygli á stöðu og réttindaleysi stéttlausra þar í landi.

„Viðurstyggilegir glæpir eru framdir gegn stéttlausum stúlkum í þessu landi. Þetta mál sýnir getuleysi yfirvalda til að grípa til viðeigandi aðgerða. Í staðin halda ráðamenn verndarhendi yfir nauðgurunum,“ sagði Laxmikant Bajpayi, þingmaður í fylkisráði Uttar Pradesh.

Þrír menn á tvítugsaldri voru handteknir í dag, grunaðir um ódæðin. Þá hafa tveir lögreglumenn verið handteknir fyrir vanrækslu í starfi.

Við vörum við myndefni með meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×