Staðið í lappirnar gagnvart Rússum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. ágúst 2014 06:00 Íslenzkir fiskútflytjendur fylgjast nú áhyggjufullir með útfærslunni á innflutningsbanni rússneskra stjórnvalda á matvæli frá Vesturlöndum. Bannið er hugsað sem svar við efnahagslegum og pólitískum þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gagnvart Rússum vegna framferðis þeirra í Úkraínu. Samkvæmt fyrstu fregnum af innflutningsbanninu eru íslenzk matvæli ekki á listanum yfir vestrænan mat sem verður bannað að flytja inn. Rússnesk stjórnvöld hafa reyndar tekið fram að listinn sé „sveigjanlegur“, sem þýðir að það er ekki útilokað að staðan gagnvart Íslandi gæti breytzt. Raunar er ekki sérstaklega rökrétt að Rússar undanskilji Ísland úr hópi vestrænna ríkja sem styðja stjórnvöld í Úkraínu í baráttunni gegn ofríki Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur staðið sig vel í þeim stuðningi, farið tvisvar sinnum til Úkraínu og sagt skýrt að innlimun Rússa á Krímskaga hafi verið brot á alþjóðalögum. Ráðherrann hefur líka hvatt Rússa til að beita sér fyrir því að aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins leggi niður vopn í stað þess að veita þeim stuðning. Íslenzk stjórnvöld hafa sömuleiðis lýst stuðningi við og tekið þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna, ESB og fleiri vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Það er þess vegna ekki ljóst hvers vegna íslenzkar útflutningsvörur eru undanskildar innflutningsbanninu frekar en til dæmis sjávarafurðir frá Noregi, en bannið mun hafa veruleg áhrif á norskan sjávarútveg. Þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússum skiptir rússneskt efnahagslíf litlu eða engu máli. Ákveði rússnesk stjórnvöld hins vegar að bæta íslenzkum fiski á listann yfir vörur sem ekki fást fluttar inn til Rússlands getur það valdið íslenzkum fyrirtækjum talsverðum búsifjum. Stór hluti makríl- og síldarútflutnings Íslendinga fer til Rússlands. Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, segir í Fréttablaðinu í dag að gífurlegir hagsmunir séu í húfi og hvetur íslenzk stjórnvöld til að „stíga varlega til jarðar“. Á Ísland þá að tóna niður málflutning sinn til stuðnings Úkraínu og að alþjóðalög séu virt, til að tryggja hagsmuni útflytjenda? Svarið við því er nei. Hér er stærra prinsippmál á ferðinni en svo. Eins og Gunnar Bragi sagði þegar hann kom frá Úkraínu í síðasta mánuði: „Það varðar hagsmuni Íslands miklu að alþjóðalög séu ávallt virt […] Með heimsókn minni núna vil ég undirstrika það að rödd Íslands heyrist til varnar alþjóðalögum og reglu.“ Í Bylgjufréttum í gær ítrekaði Gunnar Bragi fyrri ummæli sín, um að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar, yrði svo að vera. „Já, já, það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ sagði Gunnar Bragi. Þetta er rétta afstaðan í þessu máli. Innflutningsbann Rússa verður tæplega langvinnt, því að það mun skaða rússneskan efnahag ekkert síður en vestrænna ríkja. Íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa áður þurft að bregðast við viðlíka sveiflum á mörkuðum. Það er engin ástæða til að breyta stefnunni í þessu stóra máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenzkir fiskútflytjendur fylgjast nú áhyggjufullir með útfærslunni á innflutningsbanni rússneskra stjórnvalda á matvæli frá Vesturlöndum. Bannið er hugsað sem svar við efnahagslegum og pólitískum þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gagnvart Rússum vegna framferðis þeirra í Úkraínu. Samkvæmt fyrstu fregnum af innflutningsbanninu eru íslenzk matvæli ekki á listanum yfir vestrænan mat sem verður bannað að flytja inn. Rússnesk stjórnvöld hafa reyndar tekið fram að listinn sé „sveigjanlegur“, sem þýðir að það er ekki útilokað að staðan gagnvart Íslandi gæti breytzt. Raunar er ekki sérstaklega rökrétt að Rússar undanskilji Ísland úr hópi vestrænna ríkja sem styðja stjórnvöld í Úkraínu í baráttunni gegn ofríki Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur staðið sig vel í þeim stuðningi, farið tvisvar sinnum til Úkraínu og sagt skýrt að innlimun Rússa á Krímskaga hafi verið brot á alþjóðalögum. Ráðherrann hefur líka hvatt Rússa til að beita sér fyrir því að aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins leggi niður vopn í stað þess að veita þeim stuðning. Íslenzk stjórnvöld hafa sömuleiðis lýst stuðningi við og tekið þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna, ESB og fleiri vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Það er þess vegna ekki ljóst hvers vegna íslenzkar útflutningsvörur eru undanskildar innflutningsbanninu frekar en til dæmis sjávarafurðir frá Noregi, en bannið mun hafa veruleg áhrif á norskan sjávarútveg. Þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússum skiptir rússneskt efnahagslíf litlu eða engu máli. Ákveði rússnesk stjórnvöld hins vegar að bæta íslenzkum fiski á listann yfir vörur sem ekki fást fluttar inn til Rússlands getur það valdið íslenzkum fyrirtækjum talsverðum búsifjum. Stór hluti makríl- og síldarútflutnings Íslendinga fer til Rússlands. Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, segir í Fréttablaðinu í dag að gífurlegir hagsmunir séu í húfi og hvetur íslenzk stjórnvöld til að „stíga varlega til jarðar“. Á Ísland þá að tóna niður málflutning sinn til stuðnings Úkraínu og að alþjóðalög séu virt, til að tryggja hagsmuni útflytjenda? Svarið við því er nei. Hér er stærra prinsippmál á ferðinni en svo. Eins og Gunnar Bragi sagði þegar hann kom frá Úkraínu í síðasta mánuði: „Það varðar hagsmuni Íslands miklu að alþjóðalög séu ávallt virt […] Með heimsókn minni núna vil ég undirstrika það að rödd Íslands heyrist til varnar alþjóðalögum og reglu.“ Í Bylgjufréttum í gær ítrekaði Gunnar Bragi fyrri ummæli sín, um að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar, yrði svo að vera. „Já, já, það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ sagði Gunnar Bragi. Þetta er rétta afstaðan í þessu máli. Innflutningsbann Rússa verður tæplega langvinnt, því að það mun skaða rússneskan efnahag ekkert síður en vestrænna ríkja. Íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa áður þurft að bregðast við viðlíka sveiflum á mörkuðum. Það er engin ástæða til að breyta stefnunni í þessu stóra máli.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun