Auðveldasta leiðin ekki alltaf sú rétta Hilmar Hilmarsson skrifar 16. júlí 2014 07:00 Sumt er talið svo göfugt og fallegt að það er eins og ekkert megi verða í vegi þess og tilgangur geti helgað öll meðul. Íþróttaiðkun og skógrækt eru dæmi um málefni sem virðast falla í þennan flokk hér á Íslandi. Svo ekki sé minnst á notkun reiðhjólahjálma. Í umræðu undanfarinna daga um reglur um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar hefur lítið borið á því að andstæðingar reglnanna tækjust á við þau sjónarmið og þá röksemdafærslu sem að baki reglunum búa. Í aðalatriðum er látið nægja að segja reglurnar vondar vegna þess að íþróttaiðkun barna sé eftirsóknarverð. Borgaryfirvöld eru hvött til að breyta reglunum enda séu þær „vitlausar og illa ígrundaðar“ (MT Fréttablaðið 12. júlí 2014). Ég þykist geta fullyrt að reglurnar hafi verið settar að mjög vel athuguðu máli og mín skilaboð til nýrrar borgarstjórnar eru því þessi: Farið ykkur hægt við breytingar á þessum reglum.Almennar reglur Mikilvægt er að hafa í huga að reglur þessar eru almennar en beinast ekki að íþróttahreyfingunni sérstaklega. Það sjónarmið liggur að baki reglunum að óviðeigandi sé að beina auglýsingum að börnum og að skólakerfi sem skyldar öll börn til skólagöngu hljóti að ábyrgjast að í skólanum séu börn óhult fyrir auglýsingum. Gildir þá einu hvort hið auglýsta getur í einhverjum skilningi talist göfugt eða jákvætt fyrir þroska barnanna. Mörkin verður einhvers staðar að draga og önnur leið en sú að banna allar utanaðkomandi viðskiptaauglýsingar getur hæglega leitt menn í ógöngur. Nú um stundir er mikið rætt um að auka þurfi lestur og lestrarfærni. Viljum við leyfa bókaútgefendum að markaðssetja vöru sína innan veggja skólanna í jólabókaflóðinu? Eða plötuútgefendur? Fáir mótmæla því að tónlist geti göfgað mannsandann. Sumum finnst upplagt að nota póstlista skólanna til að koma boðum um frístundatilboð beint til foreldra. Auglýsingar í gegnum póstlista eru ásættanlegar þegar þannig háttar til að neytendur geta að skaðlausu skráð sig af listunum. Sú er ekki raunin með þá póstlista sem skólar nota til að koma nauðsynlegum boðum til foreldra nemenda sinna. Foreldrar verða því að geta treyst því að þeir séu ekki nýttir til markaðssetningar. Eitt af því sem nefnt hefur verið sem röksemd fyrir breytingum á reglunum er að erfitt sé að koma boðum um íþróttastarf til erlendra foreldra. Það er vafalaust rétt og almennt hygg ég að segja megi að á flestum sviðum mætti gera betur í að kynna þá möguleika sem í boði eru fyrir fólki sem ekki hefur íslensku fullkomlega á valdi sínu. En hér verða menn að finna aðrar leiðir. Það er vissulega rétt að það er auðvelt að koma boðum í gegnum skólana en það er ekki alltaf rétt að velja auðveldustu leiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sumt er talið svo göfugt og fallegt að það er eins og ekkert megi verða í vegi þess og tilgangur geti helgað öll meðul. Íþróttaiðkun og skógrækt eru dæmi um málefni sem virðast falla í þennan flokk hér á Íslandi. Svo ekki sé minnst á notkun reiðhjólahjálma. Í umræðu undanfarinna daga um reglur um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar hefur lítið borið á því að andstæðingar reglnanna tækjust á við þau sjónarmið og þá röksemdafærslu sem að baki reglunum búa. Í aðalatriðum er látið nægja að segja reglurnar vondar vegna þess að íþróttaiðkun barna sé eftirsóknarverð. Borgaryfirvöld eru hvött til að breyta reglunum enda séu þær „vitlausar og illa ígrundaðar“ (MT Fréttablaðið 12. júlí 2014). Ég þykist geta fullyrt að reglurnar hafi verið settar að mjög vel athuguðu máli og mín skilaboð til nýrrar borgarstjórnar eru því þessi: Farið ykkur hægt við breytingar á þessum reglum.Almennar reglur Mikilvægt er að hafa í huga að reglur þessar eru almennar en beinast ekki að íþróttahreyfingunni sérstaklega. Það sjónarmið liggur að baki reglunum að óviðeigandi sé að beina auglýsingum að börnum og að skólakerfi sem skyldar öll börn til skólagöngu hljóti að ábyrgjast að í skólanum séu börn óhult fyrir auglýsingum. Gildir þá einu hvort hið auglýsta getur í einhverjum skilningi talist göfugt eða jákvætt fyrir þroska barnanna. Mörkin verður einhvers staðar að draga og önnur leið en sú að banna allar utanaðkomandi viðskiptaauglýsingar getur hæglega leitt menn í ógöngur. Nú um stundir er mikið rætt um að auka þurfi lestur og lestrarfærni. Viljum við leyfa bókaútgefendum að markaðssetja vöru sína innan veggja skólanna í jólabókaflóðinu? Eða plötuútgefendur? Fáir mótmæla því að tónlist geti göfgað mannsandann. Sumum finnst upplagt að nota póstlista skólanna til að koma boðum um frístundatilboð beint til foreldra. Auglýsingar í gegnum póstlista eru ásættanlegar þegar þannig háttar til að neytendur geta að skaðlausu skráð sig af listunum. Sú er ekki raunin með þá póstlista sem skólar nota til að koma nauðsynlegum boðum til foreldra nemenda sinna. Foreldrar verða því að geta treyst því að þeir séu ekki nýttir til markaðssetningar. Eitt af því sem nefnt hefur verið sem röksemd fyrir breytingum á reglunum er að erfitt sé að koma boðum um íþróttastarf til erlendra foreldra. Það er vafalaust rétt og almennt hygg ég að segja megi að á flestum sviðum mætti gera betur í að kynna þá möguleika sem í boði eru fyrir fólki sem ekki hefur íslensku fullkomlega á valdi sínu. En hér verða menn að finna aðrar leiðir. Það er vissulega rétt að það er auðvelt að koma boðum í gegnum skólana en það er ekki alltaf rétt að velja auðveldustu leiðina.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar