Starfsöryggi í víðara samhengi Lista- og hugsjónahópurinn Barningur skrifar 8. desember 2014 07:00 Lista- og hugsjónahópurinn Barningur hefur brennandi áhuga á velferðar- og jafnréttismálum og hefur í sumar beint sjónum sínum að öryggi kvenna í þjónustustörfum. Málefnið leitaði á huga meðlima hópsins í kjölfar tuga sagna sem þeim hafa borist í gegnum facebook-hópinn „Kynlegar athugasemdir“ sem þeir standa að. Ljóst er að kynferðislegt áreiti í garð starfskvenna í þjónustugeiranum er landlægt vandamál sem þarf að taka á. Það er hvorki viðunandi að sá fjöldi sagna sé virtur að vettugi né að hver saga sé afgreidd sem hending. Vandamálið er stórt og það er kerfisbundið. Konur í þessum störfum verða oft fyrir því að þær eru kyngerðar og líkami þeirra gerður partur af söluvörunni og þeim er því skipað í aðrar stöður innan fyrirtækja en körlum. Eðlilegast væri að konur í þjónustustörfum væru boðnar velkomnar til starfa og þeim kynnt réttindi sín innan vinnustaðar, m.a. þeim kynntir fulltrúar í öryggisnefnd vinnustaðarins. Öryggisnefnd skal starfa í fyrirtækjum þar sem starfsmenn eru fleiri en fimmtíu talsins og hennar hlutverk er að „skipuleggja aðgerðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan fyrirtækisins, annast fræðslu starfsmanna um þessi efni og hafa eftirlit á vinnustöðum með því að ráðstafanir er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi komi að tilætluðum notum.“ Við hringdum í nokkur af stóru fyrirtækjum landsins og spurðum starfsfólk hvort því hefði verið látnar þessar upplýsingar í té. Skemmst er frá því að segja að starfsfólkið vissi hvorki um tilvist slíkrar nefndar né hverjir skipuðu hana. Aftur á móti virtist upplýsingagjöfin sem konur fengu í nýliðaþjálfun í grundvallaratriðum felast í útlitskröfum á borð við: „Á þessum stað eru þjónarnir með svona varalit og svona hnút í hárinu, við erum að leita að flugfreyju-lookinu“ og „vertu með maskara og fallega húð en alls ekki of mikið máluð, við viljum að þið séuð náttúrulegar.“ Ljóst er að nánast hver kona sem starfað hefur við þjónustustarf hérlendis hefur orðið fyrir kynferðislegu áreiti og/eða vægast sagt afar lítillækkandi framkomu við sín störf. Þess eru dæmi að konur séu farnar að hrökklast úr þessum geira og ekki er að undra þar sem nánast alltaf þegar þessi atvik koma upp skapast óvissuástand. Engin aðgerðaáætlun er til í kerfinu sem fæst við mál er varða þriðja aðila (viðskiptavini) og sú óvissa sem ríkir í lögum og reglugerðum leiðir óneitanlega af sér óvissuástand á vinnustöðunum sjálfum. Þurfum við ekki að fara að skoða hugtakið „starfsöryggi“ í stærra samhengi og taka félagslega og andlega þætti með í reikninginn? Áttum okkur á að ungir og óharðnaðir einstaklingar verða í sífellu fyrir áreiti við sín störf með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á sjálfsmynd og andlega heilsu. Setjum spurningamerki við möntruna „Kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér“ sem við höfum kyrjað gagnrýnislaust undanfarna áratugi. Við hljótum a.m.k. að geta sammælst um að kúnninn hefur ekki rétt fyrir sér í þeim tilvikum sem hann áreitir starfsfólk kynferðislega og/eða hefur í frammi lítillækkandi orðræðu í garð þess. Væri í slíkum tilfellum ekki eðlilegast að kúnnanum yrði vísað út svo að starfsfólkið gæti sinnt störfum sínum óáreitt?Lista- og hugsjónahópurinn Barningur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Lista- og hugsjónahópurinn Barningur hefur brennandi áhuga á velferðar- og jafnréttismálum og hefur í sumar beint sjónum sínum að öryggi kvenna í þjónustustörfum. Málefnið leitaði á huga meðlima hópsins í kjölfar tuga sagna sem þeim hafa borist í gegnum facebook-hópinn „Kynlegar athugasemdir“ sem þeir standa að. Ljóst er að kynferðislegt áreiti í garð starfskvenna í þjónustugeiranum er landlægt vandamál sem þarf að taka á. Það er hvorki viðunandi að sá fjöldi sagna sé virtur að vettugi né að hver saga sé afgreidd sem hending. Vandamálið er stórt og það er kerfisbundið. Konur í þessum störfum verða oft fyrir því að þær eru kyngerðar og líkami þeirra gerður partur af söluvörunni og þeim er því skipað í aðrar stöður innan fyrirtækja en körlum. Eðlilegast væri að konur í þjónustustörfum væru boðnar velkomnar til starfa og þeim kynnt réttindi sín innan vinnustaðar, m.a. þeim kynntir fulltrúar í öryggisnefnd vinnustaðarins. Öryggisnefnd skal starfa í fyrirtækjum þar sem starfsmenn eru fleiri en fimmtíu talsins og hennar hlutverk er að „skipuleggja aðgerðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan fyrirtækisins, annast fræðslu starfsmanna um þessi efni og hafa eftirlit á vinnustöðum með því að ráðstafanir er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi komi að tilætluðum notum.“ Við hringdum í nokkur af stóru fyrirtækjum landsins og spurðum starfsfólk hvort því hefði verið látnar þessar upplýsingar í té. Skemmst er frá því að segja að starfsfólkið vissi hvorki um tilvist slíkrar nefndar né hverjir skipuðu hana. Aftur á móti virtist upplýsingagjöfin sem konur fengu í nýliðaþjálfun í grundvallaratriðum felast í útlitskröfum á borð við: „Á þessum stað eru þjónarnir með svona varalit og svona hnút í hárinu, við erum að leita að flugfreyju-lookinu“ og „vertu með maskara og fallega húð en alls ekki of mikið máluð, við viljum að þið séuð náttúrulegar.“ Ljóst er að nánast hver kona sem starfað hefur við þjónustustarf hérlendis hefur orðið fyrir kynferðislegu áreiti og/eða vægast sagt afar lítillækkandi framkomu við sín störf. Þess eru dæmi að konur séu farnar að hrökklast úr þessum geira og ekki er að undra þar sem nánast alltaf þegar þessi atvik koma upp skapast óvissuástand. Engin aðgerðaáætlun er til í kerfinu sem fæst við mál er varða þriðja aðila (viðskiptavini) og sú óvissa sem ríkir í lögum og reglugerðum leiðir óneitanlega af sér óvissuástand á vinnustöðunum sjálfum. Þurfum við ekki að fara að skoða hugtakið „starfsöryggi“ í stærra samhengi og taka félagslega og andlega þætti með í reikninginn? Áttum okkur á að ungir og óharðnaðir einstaklingar verða í sífellu fyrir áreiti við sín störf með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á sjálfsmynd og andlega heilsu. Setjum spurningamerki við möntruna „Kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér“ sem við höfum kyrjað gagnrýnislaust undanfarna áratugi. Við hljótum a.m.k. að geta sammælst um að kúnninn hefur ekki rétt fyrir sér í þeim tilvikum sem hann áreitir starfsfólk kynferðislega og/eða hefur í frammi lítillækkandi orðræðu í garð þess. Væri í slíkum tilfellum ekki eðlilegast að kúnnanum yrði vísað út svo að starfsfólkið gæti sinnt störfum sínum óáreitt?Lista- og hugsjónahópurinn Barningur
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar