Útvarpið fært á danssviðið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 10:30 Nadja Hjorton, Zoë Poluch, Jessyka Watson-Galbraith og Halla Ólafsdóttir fá innblástur í hljóðveri Ríkisútvarpsins. vísir/vilhelm Lokadagur hátíðarinnar Reykjavík Dance Festival er í dag og er boðið upp á dagskrá frá morgni til kvölds. Í Tjarnarbíói klukkan átta verður dansverkið On Air sýnt þar sem útvarpsmiðillinn er rannsakaður. „Við höfum áhuga á að taka aðra miðla inn í danssýninguna. Við viljum skoða hvernig dans gæti verið en ekki fara eftir fyrir fram ákveðnum hugmyndum um hvað dans á að vera,“ segir Halla Ólafsdóttir, dansari og kóreógrafer. „Það eru ákveðnir hlutir sem hægt er að gera í gegnum útvarp sem ekki er hægt að gera öðruvísi, það er þessi tenging við áheyrendur.“ Verkið er eftir Nödju Hjorton en ásamt þeim Höllu dansa Zoë Poluch og Jessyka Watson- Galbraith í verkinu. Þær eru allar dansarar og kóreógraferar, en Halla segir það vera annað en að vera danshöfundur og biður því um að rétt orð sé notað. „Kóreógraf merkir að skrifa hreyfingu og þarf því ekki endilega að vera tengt dansi. Alveg eins og arkitektinn teiknar ekki endilega hús.“ Dagurinn mun þó hefjast á heitapottsumræðum í Sundhöll Reykjavíkur klukkan tvö þar sem listamenn og áhorfendur geta spjallað saman um það sem hefur átt sér stað á hátíðinni. Um kvöldið verða svo sýnd þrjú verk og verður hátíðinni slaufað með lokapartýi sem Hlynur Páll Pálsson býður alla velkomna í. „Í síðasta lokapartýi hátíðarinnar ætlaði þakið að rifna af húsnæðinu og við munum reyna að toppa það. Enda er markmiðið með hátíðinni ekki einungis að fólk horfi á dans heldur líka að fá fólk út á gólfið og dansa. Það er meira að segja í stefnuskránni,“ segir Hlynur. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Lokadagur hátíðarinnar Reykjavík Dance Festival er í dag og er boðið upp á dagskrá frá morgni til kvölds. Í Tjarnarbíói klukkan átta verður dansverkið On Air sýnt þar sem útvarpsmiðillinn er rannsakaður. „Við höfum áhuga á að taka aðra miðla inn í danssýninguna. Við viljum skoða hvernig dans gæti verið en ekki fara eftir fyrir fram ákveðnum hugmyndum um hvað dans á að vera,“ segir Halla Ólafsdóttir, dansari og kóreógrafer. „Það eru ákveðnir hlutir sem hægt er að gera í gegnum útvarp sem ekki er hægt að gera öðruvísi, það er þessi tenging við áheyrendur.“ Verkið er eftir Nödju Hjorton en ásamt þeim Höllu dansa Zoë Poluch og Jessyka Watson- Galbraith í verkinu. Þær eru allar dansarar og kóreógraferar, en Halla segir það vera annað en að vera danshöfundur og biður því um að rétt orð sé notað. „Kóreógraf merkir að skrifa hreyfingu og þarf því ekki endilega að vera tengt dansi. Alveg eins og arkitektinn teiknar ekki endilega hús.“ Dagurinn mun þó hefjast á heitapottsumræðum í Sundhöll Reykjavíkur klukkan tvö þar sem listamenn og áhorfendur geta spjallað saman um það sem hefur átt sér stað á hátíðinni. Um kvöldið verða svo sýnd þrjú verk og verður hátíðinni slaufað með lokapartýi sem Hlynur Páll Pálsson býður alla velkomna í. „Í síðasta lokapartýi hátíðarinnar ætlaði þakið að rifna af húsnæðinu og við munum reyna að toppa það. Enda er markmiðið með hátíðinni ekki einungis að fólk horfi á dans heldur líka að fá fólk út á gólfið og dansa. Það er meira að segja í stefnuskránni,“ segir Hlynur.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira