Innlent

Boðað til mótmæla á Ráðhústorgi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Samstöðumótmæli, með fyrirhuguðum mótmælum á Austurvelli í dag, verða á Ráðhústorgi á Akureyri klukkan 15 í dag. Um fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll í dag á síðunni Mótmæli gegn því að ESB umsókn verði dregin til baka. Tæplega 50 manns hafa nú boðað komu sína á mótmælin á Akureyri.

Þess er krafist af mómælendum, að þingsályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. Á síðunni segir að skýrt hafi verið tekið fram í loforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að íslenskur almenningur fengi að kjósa um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið snemma á kjörtímabilinu. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir hafi nú svikið þessi loforð.

Krafan er að umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verði ekki dregin til baka nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu sem skal haldin ekki síðar en 31.júlí 2014. 


Tengdar fréttir

Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll

Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×