Traust og jákvæðni í félagsmiðstöðinni Eygló Rúnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 16:11 Hvert þroskaskeið hefur sín úrlausnarefni og fyrir marga eru unglingsárin umbrotatími. Líkaminn er allt í einu óþekkjanlegur, efnabúskapurinn í uppnámi og rökhugsun eflist til muna. Í ofanálag sendir samfélagið unglingum misvísandi skilaboð um hlutverk sitt, niðurnjörvaðar staðalmyndir setja pressu um útlit og hegðun og jafningjahópurinn verður mikilvægur aðili til að máta þau gildi og norm sem fjölskyldan hefur haft í heiðri. Félagsmiðstöðin hefur um áratuga skeið verið mikilvægt athvarf unglinga. Margir sem komnir eru um og yfir miðjan aldur, hvað sem það svo þýðir, eiga minningar úr félagsmiðstöðvastarfi og sumar hverjar ljúfsárar. Starf félagsmiðstöðva í dag er þó um margt frábrugðið því sem var fyrir aldarfjórðungi þegar reykingar voru leyfðar í félagsmiðstöðvum og margar þeirra voru opnar alla virka daga og kvöld vikunnar. Kröfurnar til starfsfólks og umhverfis félagsmiðstöðvanna hafa sannarlega breyst en inntakið í starfseminni er þó hið sama, að mæta þörfum unglinga fyrir samastað með jafningjum sínum undir handleiðslu ábyrgra aðila til að glíma við sum af helstu þroskaverkefnum unglingsáranna.Forvarnir, þátttaka og reynslunám Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem loksins var lögfestur árið 2013 er kveðið á um rétt barna og unglinga til hvíldar og tómstunda, rétt þeirra til þátttöku og jafnréttis varðandi aðgengi að menningar- og listalífi sem og tómstundaiðju. Reykjavíkurborg starfrækir undir hatti frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar 21 félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára þar sem tekið er mið af barnasáttmálanum. Starfið er aldursskipt og leiðarljós starfseminnar að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hafi uppeldis- og menntunargildi og taki mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu (Starfsskrá frístundamiðstöðva, 2014). Í eðli sínu er starfið forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.Ánægðir unglingar Eitt er að leggja af stað með góðan vilja og skýr markmið. Annað er svo að uppfylla væntingar og þarfir þeirra sem starfi félagsmiðstöðva er ætla að mæta. Hlutverk félagsmiðstöðva í Reykjavík er tvíþætt. Annars vegar er hlutverk þeirra að bjóða börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Hins vegar er hlutverk þeirra að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi. Í nýlegri könnun meðal 13-16 ára unglinga sem sækja félagsmiðstöðvar í Reykjavík voru viðhorf þeirra til ólíkra þátta starfsins könnuð. Stærstur hluti unglinganna eða 75% sögðu það helstu ástæðu þátttöku í starfi félagsmiðstöðvarinnar að vilja hitta aðra unglinga eða vini sína. Um 95% unglinganna sögðu að þeim liði vel í félagsmiðstöðinni og upplifðu þar öryggi. Það er jafnframt ánægjulegt að um 88% unglinganna sem svöruðu könnuninni töldu að unglingarnir sjálfir réðu miklu um starfsemina og tæp 30% sögðust oft vera þátttakendur í ráðum og nefndum á vegum félagsmiðstöðvarinnar. Svör unglinganna eru vísbending um að starfsemi félagsmiðstöðvanna komi vel til móts við þarfir þeirra unglinga sem félagsmiðstöðvastarfið sækja. Unglingarnir töldu sig jafnframt hafa lært ýmislegt af þátttöku sinni í félagsmiðstöðvastarfinu og voru virðing, samskiptafærni og ábyrgð þar efst á blaði. Þær niðurstöður gefa jákvæðar vísbendingar um að vinna með þá lykilfærniþætti sem félagsmiðstöðvar hafa gert að sínum og jafnframt má finna í aðalnámskrá grunnskóla séu að skila árangri ásamt öðrum þeim sem vinna með ungu fólki á vettvangi frítímans.Traust starfsfólk og jákvæðar fyrirmyndir Húsnæði er ekki nægjanlegt til að hægt sé að reka þar félagsmiðstöð. Húsnæði félagsmiðstöðvanna er reyndar efni í aðra grein síðar en sums staðar er aðstaða félagsmiðstöðvanna bágborin. Starfsemin er borin uppi af viljugu starfsfólki sem hefur valið sér eða fengið þá köllun, til lengri eða skemmri tíma, að vinna með börnum og unglingum með það að markmiði að styðja við uppbyggileg og þroskandi viðfangsefni í frítímanum. Í áðurnefndri viðhorfskönnun meðal unglinga sem sækja félagsmiðstöðvar í Reykjavík kemur fram að unglingarnir treysta vel því starfsfólki sem þar starfar og telur það vera jákvæðar fyrirmyndir. Unglingarnir eru jafnframt ánægðir með samskipti sín við starfsfólk félagsmiðstöðvanna. Í ljósi þess að á unglingasárum eru unglingar að máta sig við aðra fullorðna en foreldra sína er ánægjulegt að vita að félagsmiðstöðvar bjóða unglingum upp á aðgang að fullorðnum sem þau treysta. Þessar niðurstöður ríma við vísbendingar sem komu fram í viðtalsrannsókn undirritaðrar, Maður lærir líka að vera góður (2011), sem gerð var meðal unglinga í félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Þar kom fram að unglingar telja starfsfólk vera eitt af því mikilvægasta við góða félagsmiðstöð og þeir telja starfsfólkið gott. Það sem einkennir gott starfsfólk að mati unglinganna er að það nálgast unglinga sem jafningja, felur þeim ábyrgð og treystir þeim fyrir verkefnum í starfinu.Sáttir foreldrar Unglingsárin eru mörgum foreldrum kvíðaefni og því mikilvægt að samfélagið styðji þá í uppeldishlutverkinu á þessum tíma. Í viðhorfskönnun sem lögð var fyrir foreldra í Reykjavík vorið 2012 kemur fram að 90% foreldra eru ánægðir með líðan unglingsins síns í félagsmiðstöðinni og um 94% eru ánægðir með áhrif starfsins á félagsfærni. Þessar niðurstöður komu frístundaráðgjöfum og forstöðumönnum félagsmiðstöðva ánægjulega á óvart þar sem oft á tíðum heyrast þær raddir að foreldrar hafi lítinn aðgang að starfi félagsmiðstöðvanna og þekking á starfinu sé lítil. Á síðustu árum hefur starfsfólk lagt sig fram um að nálgast foreldra enn frekar með öflugri upplýsingagjöf um starfið, sem og persónulegum samskiptum eftir því sem við á. Þessi samskipti og upplýsingagjöf taka þó alltaf mið af þörf unglinganna fyrir að eiga félagsmiðstöðina sem sinn vettvang þar sem jafningjahópurinn og aðrir mikilvægir fullorðnir í þeirra lífi eru speglar þeirra í þroskaverkefnunum til viðbótar við fjölskyldu og skóla. Kíktu í heimsókn Félagsmiðstöðvarnar eru alla jafna eingöngu vettvangur barna og unglinga enda starfsemi þeirra fyrst og fremst ætlað að mæta þeim hópi. Til að koma til móts við áhuga og forvitni foreldra, forráðamanna og annarra áhugasamra um starfið hafa félagsmiðstöðvar í Reykjavík staðið fyrir Félagsmiðstöðvadeginum í nóvember ár hvert sem nú hefur einnig verið tekinn upp á landsvísu af SAMFÉS, Samtökum félagsmiðstöðva á Íslandi. Að þessu sinni er Félagsmiðstöðvadagurinn haldinn 5. nóvember og fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir gesti og gangandi þann dag. Ég hvet alla til að þekkjast gott boð frístundaráðgjafa og unglinga um að skyggnast inn í heim félagsmiðstöðvarinnar og kynnast starfseminni á eigin skinni. Góða skemmtun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hvert þroskaskeið hefur sín úrlausnarefni og fyrir marga eru unglingsárin umbrotatími. Líkaminn er allt í einu óþekkjanlegur, efnabúskapurinn í uppnámi og rökhugsun eflist til muna. Í ofanálag sendir samfélagið unglingum misvísandi skilaboð um hlutverk sitt, niðurnjörvaðar staðalmyndir setja pressu um útlit og hegðun og jafningjahópurinn verður mikilvægur aðili til að máta þau gildi og norm sem fjölskyldan hefur haft í heiðri. Félagsmiðstöðin hefur um áratuga skeið verið mikilvægt athvarf unglinga. Margir sem komnir eru um og yfir miðjan aldur, hvað sem það svo þýðir, eiga minningar úr félagsmiðstöðvastarfi og sumar hverjar ljúfsárar. Starf félagsmiðstöðva í dag er þó um margt frábrugðið því sem var fyrir aldarfjórðungi þegar reykingar voru leyfðar í félagsmiðstöðvum og margar þeirra voru opnar alla virka daga og kvöld vikunnar. Kröfurnar til starfsfólks og umhverfis félagsmiðstöðvanna hafa sannarlega breyst en inntakið í starfseminni er þó hið sama, að mæta þörfum unglinga fyrir samastað með jafningjum sínum undir handleiðslu ábyrgra aðila til að glíma við sum af helstu þroskaverkefnum unglingsáranna.Forvarnir, þátttaka og reynslunám Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem loksins var lögfestur árið 2013 er kveðið á um rétt barna og unglinga til hvíldar og tómstunda, rétt þeirra til þátttöku og jafnréttis varðandi aðgengi að menningar- og listalífi sem og tómstundaiðju. Reykjavíkurborg starfrækir undir hatti frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar 21 félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára þar sem tekið er mið af barnasáttmálanum. Starfið er aldursskipt og leiðarljós starfseminnar að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hafi uppeldis- og menntunargildi og taki mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu (Starfsskrá frístundamiðstöðva, 2014). Í eðli sínu er starfið forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.Ánægðir unglingar Eitt er að leggja af stað með góðan vilja og skýr markmið. Annað er svo að uppfylla væntingar og þarfir þeirra sem starfi félagsmiðstöðva er ætla að mæta. Hlutverk félagsmiðstöðva í Reykjavík er tvíþætt. Annars vegar er hlutverk þeirra að bjóða börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Hins vegar er hlutverk þeirra að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi. Í nýlegri könnun meðal 13-16 ára unglinga sem sækja félagsmiðstöðvar í Reykjavík voru viðhorf þeirra til ólíkra þátta starfsins könnuð. Stærstur hluti unglinganna eða 75% sögðu það helstu ástæðu þátttöku í starfi félagsmiðstöðvarinnar að vilja hitta aðra unglinga eða vini sína. Um 95% unglinganna sögðu að þeim liði vel í félagsmiðstöðinni og upplifðu þar öryggi. Það er jafnframt ánægjulegt að um 88% unglinganna sem svöruðu könnuninni töldu að unglingarnir sjálfir réðu miklu um starfsemina og tæp 30% sögðust oft vera þátttakendur í ráðum og nefndum á vegum félagsmiðstöðvarinnar. Svör unglinganna eru vísbending um að starfsemi félagsmiðstöðvanna komi vel til móts við þarfir þeirra unglinga sem félagsmiðstöðvastarfið sækja. Unglingarnir töldu sig jafnframt hafa lært ýmislegt af þátttöku sinni í félagsmiðstöðvastarfinu og voru virðing, samskiptafærni og ábyrgð þar efst á blaði. Þær niðurstöður gefa jákvæðar vísbendingar um að vinna með þá lykilfærniþætti sem félagsmiðstöðvar hafa gert að sínum og jafnframt má finna í aðalnámskrá grunnskóla séu að skila árangri ásamt öðrum þeim sem vinna með ungu fólki á vettvangi frítímans.Traust starfsfólk og jákvæðar fyrirmyndir Húsnæði er ekki nægjanlegt til að hægt sé að reka þar félagsmiðstöð. Húsnæði félagsmiðstöðvanna er reyndar efni í aðra grein síðar en sums staðar er aðstaða félagsmiðstöðvanna bágborin. Starfsemin er borin uppi af viljugu starfsfólki sem hefur valið sér eða fengið þá köllun, til lengri eða skemmri tíma, að vinna með börnum og unglingum með það að markmiði að styðja við uppbyggileg og þroskandi viðfangsefni í frítímanum. Í áðurnefndri viðhorfskönnun meðal unglinga sem sækja félagsmiðstöðvar í Reykjavík kemur fram að unglingarnir treysta vel því starfsfólki sem þar starfar og telur það vera jákvæðar fyrirmyndir. Unglingarnir eru jafnframt ánægðir með samskipti sín við starfsfólk félagsmiðstöðvanna. Í ljósi þess að á unglingasárum eru unglingar að máta sig við aðra fullorðna en foreldra sína er ánægjulegt að vita að félagsmiðstöðvar bjóða unglingum upp á aðgang að fullorðnum sem þau treysta. Þessar niðurstöður ríma við vísbendingar sem komu fram í viðtalsrannsókn undirritaðrar, Maður lærir líka að vera góður (2011), sem gerð var meðal unglinga í félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Þar kom fram að unglingar telja starfsfólk vera eitt af því mikilvægasta við góða félagsmiðstöð og þeir telja starfsfólkið gott. Það sem einkennir gott starfsfólk að mati unglinganna er að það nálgast unglinga sem jafningja, felur þeim ábyrgð og treystir þeim fyrir verkefnum í starfinu.Sáttir foreldrar Unglingsárin eru mörgum foreldrum kvíðaefni og því mikilvægt að samfélagið styðji þá í uppeldishlutverkinu á þessum tíma. Í viðhorfskönnun sem lögð var fyrir foreldra í Reykjavík vorið 2012 kemur fram að 90% foreldra eru ánægðir með líðan unglingsins síns í félagsmiðstöðinni og um 94% eru ánægðir með áhrif starfsins á félagsfærni. Þessar niðurstöður komu frístundaráðgjöfum og forstöðumönnum félagsmiðstöðva ánægjulega á óvart þar sem oft á tíðum heyrast þær raddir að foreldrar hafi lítinn aðgang að starfi félagsmiðstöðvanna og þekking á starfinu sé lítil. Á síðustu árum hefur starfsfólk lagt sig fram um að nálgast foreldra enn frekar með öflugri upplýsingagjöf um starfið, sem og persónulegum samskiptum eftir því sem við á. Þessi samskipti og upplýsingagjöf taka þó alltaf mið af þörf unglinganna fyrir að eiga félagsmiðstöðina sem sinn vettvang þar sem jafningjahópurinn og aðrir mikilvægir fullorðnir í þeirra lífi eru speglar þeirra í þroskaverkefnunum til viðbótar við fjölskyldu og skóla. Kíktu í heimsókn Félagsmiðstöðvarnar eru alla jafna eingöngu vettvangur barna og unglinga enda starfsemi þeirra fyrst og fremst ætlað að mæta þeim hópi. Til að koma til móts við áhuga og forvitni foreldra, forráðamanna og annarra áhugasamra um starfið hafa félagsmiðstöðvar í Reykjavík staðið fyrir Félagsmiðstöðvadeginum í nóvember ár hvert sem nú hefur einnig verið tekinn upp á landsvísu af SAMFÉS, Samtökum félagsmiðstöðva á Íslandi. Að þessu sinni er Félagsmiðstöðvadagurinn haldinn 5. nóvember og fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir gesti og gangandi þann dag. Ég hvet alla til að þekkjast gott boð frístundaráðgjafa og unglinga um að skyggnast inn í heim félagsmiðstöðvarinnar og kynnast starfseminni á eigin skinni. Góða skemmtun.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun