Miðaldahús í Skálholt? Hjalti Hugason skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Fyrir fáeinum árum fóru fjárfestar á flot með hugmyndir um byggingu „miðaldakirkju“ í Skálholti. Þessi kirkja skyldi þó ekki þjóna sem guðshús eins og miðaldakirkjurnar vissulega gerðu. Heldur vera umgjörð fyrir ferðaþjónustu er öðlast skyldi menningarlega tengingu á grundvelli þeirrar sögu sem Skálholt geymir. Mörgum – m.a. þeim er þetta ritar – uxu þessi áform í augum. Þótti ýmsum blasa við að bygging á stærð við miðaldadómkirkjurnar mundi breyta staðarmyndinni til mikilla muna og erill í kringum hana að líkindum bera kirkjulegt starf á staðnum ofurliði. Það var því léttir þegar hætt var við áformin.Uppvakningur á kirkjuþingi Það urðu því vonbrigði er í ljós kom að sömu athafnamenn höfðu ásamt fráfarandi kirkjuráði og fleirum endurvakið fyrri hugmyndir en nú ef til vill í lítið eitt breyttri mynd. Í stað „miðaldakirkju“ var nú rætt um menningarhús í miðaldastíl. Meðan stefnt var að byggingu miðaldakirkju var vissulega unnt að taka grundaða afstöðu til hugmyndarinnar. Nokkur þekking er til staðar um stærð, stíl og aðra gerð þeirra kirkna sem stóðu í Skálholti á miðöldum og til er tilgátulíkan að þeirri sem ugglaust hefur verið mikilfenglegust þótt vissulega sé það byggt á heimildum um fleiri en eina kirkju. Svo er ekki um menningarhús í miðaldastíl. Nú getur vissulega verið að þar sé aðeins um að ræða nýtt vinnuheiti á áformunum sem áður voru nefnd. Svo þarf þó ekki að vera en þá vakna líka margar spurningar: Hversu stórt á menningarhúsið að vera? Hvaða menningu er því nákvæmlega ætlað að miðla og hvernig? Og loks má spyrja: Hvað er miðaldastíll?Samþykkt kirkjuþings Á kirkjuþingi í október sl. fór fráfarandi kirkjuráð fram á að þingið samþykkti meginhugmyndir svonefnds Samráðsvettvangs um uppbyggingu ferðaþjónustu á Skálholtsstað en það er starfshópur ýmissa kirkjulegra aðila og fjárfesta í ferðaþjónustu. Auk þess fór ráðið fram á að nýju kirkjuráði yrði veitt umboð kirkjuþings til að fylgja málinu eftir með hagsmuni Skálholtsstaðar í huga. Kirkjuþing gekk ekki að þessum kostum líkt og ráða mætti af frétt í Mbl. 1. nóvember sl. Þvert á móti samþykkti þingið eftirfarandi ályktun:„Kirkjuþing hefur kynnt sér meginhugmyndir viljayfirlýsingar um verkefnið SAMFERÐ- Samráðsvettvangur um uppbyggingu ferðaþjónustu í Skálholti.Kirkjuþing styður áform um uppbyggingu Skálholtsstaðar sem eflt getur kirkjulegt starf á staðnum. Kirkjuþing felur kirkjuráði að fylgja málinu eftir og gæta hagsmuna Skálholtsstaðar í hvívetna. Kirkjuráð hafi sérstaka hliðsjón af lögum frá 1963 um heimild handa ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað.Þegar áætlanir liggja fyrir verði þær teknar til umfjöllunar á kirkjuþingi áður en til bindandi ákvarðana komi.“ Af þessu er ljóst að kirkjuþing, æðsta stjórn þjóðkirkjunnar, hefur áskilið sér rétt til að hafa síðasta orðið um uppbyggingu ferðaþjónustu í Skálholti. Því er ljóst að ábyrgð þess í málinu er mikil. Einnig hefur það undirstrikað að kirkjulegt starf á staðnum skuli hafa forgang við uppbyggingu þar.Hvers ber að gæta? Nú þegar sækja fjölmargir ferðamenn Skálholt heim og svo verður áfram. Þjóðkirkjunni, eiganda jarðarinnar, ber einni eða í samvinnu við aðra að sjá til þess að staðurinn geti tekið á móti þessum gestum og að þeir finni sig velkomna. Hins vegar þarf kirkjuþing að marka stefnu um hvort ástæða sé til að stórauka ferðamannastraum á staðinn frá því sem nú er en að því hljóta áform um miðaldabyggingu eða -byggingar á staðnum að miða. Því verður að gæta ýtrustu varfærni um staðsetningu allra nýframkvæmda þannig að þær raski ekki fornleifum og öðrum sögulegum minjum á staðnum, brengli ekki núverandi staðarmynd sem er samstæð og stílhrein og þrengi ekki að kirkjulegu starfi á staðnum sem þarfnast kyrrðar og næðis. Þá þarf að marka stefnu um hvers konar rekstur hugsanlega í samkeppni við ýmsa nágranna staðarins skuli byggður upp í Skálholti. Verði fyrr eða síðar gengið til samvinnu við fjárfesta í ferðaþjónustu um einhvers konar byggingar í miðaldastíl í Skálholti er líka ljóst að kirkjuþing hlýtur að bera endanlega ábyrgð á að faglega og fræðilega verði rétt að öllum framkvæmdum staðið og að starfsemin rúmist innan marka þeirra laga sem sett voru er ríkið afsalaði sér Skálholti og fól það þjóðkirkjunni til eignar. Með samþykkt sinni á dögunum hefur kirkjuþing sýnt að það ætlar að stíga varlega til jarðar í málinu og taka sjálft af skarið um ráðstöfun á Skálholtstað til framtíðar. Þess er hér með óskað að það verði gert fyrir opnum tjöldum og að undangenginni víðtækri umræðu. Hér með er skorað á alla velunnara Skálholts að taka virkan þátt í henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum árum fóru fjárfestar á flot með hugmyndir um byggingu „miðaldakirkju“ í Skálholti. Þessi kirkja skyldi þó ekki þjóna sem guðshús eins og miðaldakirkjurnar vissulega gerðu. Heldur vera umgjörð fyrir ferðaþjónustu er öðlast skyldi menningarlega tengingu á grundvelli þeirrar sögu sem Skálholt geymir. Mörgum – m.a. þeim er þetta ritar – uxu þessi áform í augum. Þótti ýmsum blasa við að bygging á stærð við miðaldadómkirkjurnar mundi breyta staðarmyndinni til mikilla muna og erill í kringum hana að líkindum bera kirkjulegt starf á staðnum ofurliði. Það var því léttir þegar hætt var við áformin.Uppvakningur á kirkjuþingi Það urðu því vonbrigði er í ljós kom að sömu athafnamenn höfðu ásamt fráfarandi kirkjuráði og fleirum endurvakið fyrri hugmyndir en nú ef til vill í lítið eitt breyttri mynd. Í stað „miðaldakirkju“ var nú rætt um menningarhús í miðaldastíl. Meðan stefnt var að byggingu miðaldakirkju var vissulega unnt að taka grundaða afstöðu til hugmyndarinnar. Nokkur þekking er til staðar um stærð, stíl og aðra gerð þeirra kirkna sem stóðu í Skálholti á miðöldum og til er tilgátulíkan að þeirri sem ugglaust hefur verið mikilfenglegust þótt vissulega sé það byggt á heimildum um fleiri en eina kirkju. Svo er ekki um menningarhús í miðaldastíl. Nú getur vissulega verið að þar sé aðeins um að ræða nýtt vinnuheiti á áformunum sem áður voru nefnd. Svo þarf þó ekki að vera en þá vakna líka margar spurningar: Hversu stórt á menningarhúsið að vera? Hvaða menningu er því nákvæmlega ætlað að miðla og hvernig? Og loks má spyrja: Hvað er miðaldastíll?Samþykkt kirkjuþings Á kirkjuþingi í október sl. fór fráfarandi kirkjuráð fram á að þingið samþykkti meginhugmyndir svonefnds Samráðsvettvangs um uppbyggingu ferðaþjónustu á Skálholtsstað en það er starfshópur ýmissa kirkjulegra aðila og fjárfesta í ferðaþjónustu. Auk þess fór ráðið fram á að nýju kirkjuráði yrði veitt umboð kirkjuþings til að fylgja málinu eftir með hagsmuni Skálholtsstaðar í huga. Kirkjuþing gekk ekki að þessum kostum líkt og ráða mætti af frétt í Mbl. 1. nóvember sl. Þvert á móti samþykkti þingið eftirfarandi ályktun:„Kirkjuþing hefur kynnt sér meginhugmyndir viljayfirlýsingar um verkefnið SAMFERÐ- Samráðsvettvangur um uppbyggingu ferðaþjónustu í Skálholti.Kirkjuþing styður áform um uppbyggingu Skálholtsstaðar sem eflt getur kirkjulegt starf á staðnum. Kirkjuþing felur kirkjuráði að fylgja málinu eftir og gæta hagsmuna Skálholtsstaðar í hvívetna. Kirkjuráð hafi sérstaka hliðsjón af lögum frá 1963 um heimild handa ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað.Þegar áætlanir liggja fyrir verði þær teknar til umfjöllunar á kirkjuþingi áður en til bindandi ákvarðana komi.“ Af þessu er ljóst að kirkjuþing, æðsta stjórn þjóðkirkjunnar, hefur áskilið sér rétt til að hafa síðasta orðið um uppbyggingu ferðaþjónustu í Skálholti. Því er ljóst að ábyrgð þess í málinu er mikil. Einnig hefur það undirstrikað að kirkjulegt starf á staðnum skuli hafa forgang við uppbyggingu þar.Hvers ber að gæta? Nú þegar sækja fjölmargir ferðamenn Skálholt heim og svo verður áfram. Þjóðkirkjunni, eiganda jarðarinnar, ber einni eða í samvinnu við aðra að sjá til þess að staðurinn geti tekið á móti þessum gestum og að þeir finni sig velkomna. Hins vegar þarf kirkjuþing að marka stefnu um hvort ástæða sé til að stórauka ferðamannastraum á staðinn frá því sem nú er en að því hljóta áform um miðaldabyggingu eða -byggingar á staðnum að miða. Því verður að gæta ýtrustu varfærni um staðsetningu allra nýframkvæmda þannig að þær raski ekki fornleifum og öðrum sögulegum minjum á staðnum, brengli ekki núverandi staðarmynd sem er samstæð og stílhrein og þrengi ekki að kirkjulegu starfi á staðnum sem þarfnast kyrrðar og næðis. Þá þarf að marka stefnu um hvers konar rekstur hugsanlega í samkeppni við ýmsa nágranna staðarins skuli byggður upp í Skálholti. Verði fyrr eða síðar gengið til samvinnu við fjárfesta í ferðaþjónustu um einhvers konar byggingar í miðaldastíl í Skálholti er líka ljóst að kirkjuþing hlýtur að bera endanlega ábyrgð á að faglega og fræðilega verði rétt að öllum framkvæmdum staðið og að starfsemin rúmist innan marka þeirra laga sem sett voru er ríkið afsalaði sér Skálholti og fól það þjóðkirkjunni til eignar. Með samþykkt sinni á dögunum hefur kirkjuþing sýnt að það ætlar að stíga varlega til jarðar í málinu og taka sjálft af skarið um ráðstöfun á Skálholtstað til framtíðar. Þess er hér með óskað að það verði gert fyrir opnum tjöldum og að undangenginni víðtækri umræðu. Hér með er skorað á alla velunnara Skálholts að taka virkan þátt í henni.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun