Búðargluggi dagsins Hulda Bjarnadóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Innlend verslun og þjónusta er að takast á við miklar breytingar og stórar áskoranir enda er kauphegðun fólks að breytast með afgerandi hætti með tilkomu netsins og auk þess hefur stóraukin flugumferð valdið því að fríhafnir hafa skapað sífellt umfangsmeiri samkeppni gagnvart innlendri verslun í viðkomandi ríkjum.Netverslun ekki gefinn fengurLandamæri viðskiptanna verða óskýr fyrir framan tölvuskjáinn og oftast skiptir það kaupandann litlu máli hvort hann er að versla við aðila í Bandaríkjunum eða Þýskalandi, svo lengi sem upplýsingar eru aðgengilegar, varan nokkuð augljós og greiðslumiðlunin þekkt. En ef marka má samræður fólks og færslur á samfélagsmiðlum þá er býsna algengt að fólk gefi sér að verslun á netinu sé ávallt hagstæðari en verslun hér heima. En það er ekki alltaf reyndin. Um daginn hitti ég konu sem var tilbúin að deila með mér verðsamanburði sem hún gerði á kaupum á barnadóti. Nákvæmlega sömu vöru úr Toys R US hér á landi, af netsíðunni Amazon UK og hins vegar hollenskri kaupsíðu sem heitir Amsterdamshop.nl. Hér heima kostaði þetta dót 3.499 kr. út úr búð, en sama vara á Amazon UK kostaði 3.075 kr. miðað við að fá fría heimsendingu og nálgast vöruna í UK. Í netversluninni Amsterdamshop.nl var sama vara með sendingarkostnaði til Íslands á 3.860 kr. Verum sanngjörn í samanburðinum og berum saman epli og epli áður en við erum stórorð.Fríhafnarverslun skekkir myndina Og það kreppir að innlendum smásölum víða. Nú er spurning hvort ríkið vilji halda fast í markaðshlutdeild sína í innfluttum vörum á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð. Ríkið er í dag með 65% markaðshlutdeild í sælgæti, 68% í snyrtivörum og 91% í áfengi og tóbaki og allt að 38% munur getur verið á vöruverði hjá Fríhöfninni og öðrum smásölum í landinu líkt og Viðskiptaráð Íslands hefur bent á undanfarna daga. Við virðumst eftirbátar í þróun slíkrar verslunar því fríhafnarverslun hefur verið á undanhaldi á Vesturlöndum þar sem stóraukin flugumferð hefur valdið því að fríhafnir hafa skapað sífellt umfangsmeiri samkeppni gagnvart innlendri verslun í viðkomandi ríkjum. Það gefur augaleið að komufarþegar sem kaupa skattfrjálsan varning við komu sína til landsins munu ekki kaupa sömu vöru innanlands með opinberum gjöldum og álögum. Því hefur fríverslunin sem slík verið að þróast í að standa eingöngu brottfarafarþegum til boða. Það yrði framfaraskref fyrir innlenda smávöruverslun því að skökk samkeppni er líka skrítin samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Innlend verslun og þjónusta er að takast á við miklar breytingar og stórar áskoranir enda er kauphegðun fólks að breytast með afgerandi hætti með tilkomu netsins og auk þess hefur stóraukin flugumferð valdið því að fríhafnir hafa skapað sífellt umfangsmeiri samkeppni gagnvart innlendri verslun í viðkomandi ríkjum.Netverslun ekki gefinn fengurLandamæri viðskiptanna verða óskýr fyrir framan tölvuskjáinn og oftast skiptir það kaupandann litlu máli hvort hann er að versla við aðila í Bandaríkjunum eða Þýskalandi, svo lengi sem upplýsingar eru aðgengilegar, varan nokkuð augljós og greiðslumiðlunin þekkt. En ef marka má samræður fólks og færslur á samfélagsmiðlum þá er býsna algengt að fólk gefi sér að verslun á netinu sé ávallt hagstæðari en verslun hér heima. En það er ekki alltaf reyndin. Um daginn hitti ég konu sem var tilbúin að deila með mér verðsamanburði sem hún gerði á kaupum á barnadóti. Nákvæmlega sömu vöru úr Toys R US hér á landi, af netsíðunni Amazon UK og hins vegar hollenskri kaupsíðu sem heitir Amsterdamshop.nl. Hér heima kostaði þetta dót 3.499 kr. út úr búð, en sama vara á Amazon UK kostaði 3.075 kr. miðað við að fá fría heimsendingu og nálgast vöruna í UK. Í netversluninni Amsterdamshop.nl var sama vara með sendingarkostnaði til Íslands á 3.860 kr. Verum sanngjörn í samanburðinum og berum saman epli og epli áður en við erum stórorð.Fríhafnarverslun skekkir myndina Og það kreppir að innlendum smásölum víða. Nú er spurning hvort ríkið vilji halda fast í markaðshlutdeild sína í innfluttum vörum á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð. Ríkið er í dag með 65% markaðshlutdeild í sælgæti, 68% í snyrtivörum og 91% í áfengi og tóbaki og allt að 38% munur getur verið á vöruverði hjá Fríhöfninni og öðrum smásölum í landinu líkt og Viðskiptaráð Íslands hefur bent á undanfarna daga. Við virðumst eftirbátar í þróun slíkrar verslunar því fríhafnarverslun hefur verið á undanhaldi á Vesturlöndum þar sem stóraukin flugumferð hefur valdið því að fríhafnir hafa skapað sífellt umfangsmeiri samkeppni gagnvart innlendri verslun í viðkomandi ríkjum. Það gefur augaleið að komufarþegar sem kaupa skattfrjálsan varning við komu sína til landsins munu ekki kaupa sömu vöru innanlands með opinberum gjöldum og álögum. Því hefur fríverslunin sem slík verið að þróast í að standa eingöngu brottfarafarþegum til boða. Það yrði framfaraskref fyrir innlenda smávöruverslun því að skökk samkeppni er líka skrítin samkeppni.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun