Lífið

Ráða í fyrsta sinn blökkukonu síðan 2007

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sasheer Zamata gengur til liðs við sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live síðar í mánuðinum en hún er fyrsta blökkukonan sem ráðin hefur verið í þáttinn síðan Maya Rudolph hætti árið 2007. Fjórar blökkukonur hafa leikið í þáttunum síðan hann var frumsýndur árið 1975.

Þátturinn hefur verið gagnrýndur fyrir skort á fjölbreytni í leikaravali en Sasheer útskrifaðist nýlega úr háskólanum í Virginíu og hefur unnið með grínhópnum Upright Citizens Brigade í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.