Brendon Todd sigraði Byron Nelson meistaramótið 18. maí 2014 22:04 Todd fagnar góðum fugli á lokahringnum í kvöld. AP/Getty Bandaríski kylfingurinn Brendon Todd sigraði á Byron Nelson meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sigurinn er hans fyrsti á PGA-mótaröðinni. Todd deildi forystunni fyrir lokahringinn á Las Colinas vellinum með Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen og voru þeir á tíu höggum undir pari. Todd gaf þó heldur betur í á lokahringnum og lék á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari en hann sigraði mótið að lokum með tveggja högga mun. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 140 milljónir í verðlaunafé ásamt því að hann hefur tryggt sér tveggja ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. Oosthuizen fann sig ekki á lokahringnum og lék á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari, hann endaði jafn í 11. sæti á sex undir pari. Kanadamaðurinn Mike Weir hirti annað sætið í mótinu eftir að hafa endað á samtals 12 höggum undir pari en þessi fyrrum sigurvegari á Masters hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á undanförum árum. Hefur hann meðal annars glímt við meiðsli á olnboga og þurft að fara í tvær aðgerðir vegna þeirra. Hann hafði fyrir mótið um helgina aðeins komist í gegn um niðurskurðinn á þremur mótum af fjórtán á PGA-mótaröðinni á þessu ári en það væri mikið fagnaðarefni ef þessi skemmtilegi kylfingur, sem unnið hefur 15 atvinnumannamót á ferlinum væri að finna sitt gamla form á ný. Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Brendon Todd sigraði á Byron Nelson meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sigurinn er hans fyrsti á PGA-mótaröðinni. Todd deildi forystunni fyrir lokahringinn á Las Colinas vellinum með Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen og voru þeir á tíu höggum undir pari. Todd gaf þó heldur betur í á lokahringnum og lék á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari en hann sigraði mótið að lokum með tveggja högga mun. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 140 milljónir í verðlaunafé ásamt því að hann hefur tryggt sér tveggja ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. Oosthuizen fann sig ekki á lokahringnum og lék á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari, hann endaði jafn í 11. sæti á sex undir pari. Kanadamaðurinn Mike Weir hirti annað sætið í mótinu eftir að hafa endað á samtals 12 höggum undir pari en þessi fyrrum sigurvegari á Masters hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á undanförum árum. Hefur hann meðal annars glímt við meiðsli á olnboga og þurft að fara í tvær aðgerðir vegna þeirra. Hann hafði fyrir mótið um helgina aðeins komist í gegn um niðurskurðinn á þremur mótum af fjórtán á PGA-mótaröðinni á þessu ári en það væri mikið fagnaðarefni ef þessi skemmtilegi kylfingur, sem unnið hefur 15 atvinnumannamót á ferlinum væri að finna sitt gamla form á ný.
Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira