Orð kvöldsins Jóhanna M. Thorlacius skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Við erum ekki kirkjurækin og ekki alin upp við að fara í guðshús nema á stórum stundum. Einmitt þess vegna verður þess gullmola, sem Rás 1 hefur flutt á kvöldin í áratugi, sárt saknað á mínu heimili. Ég hef hlustað á Orð kvöldsins í mörg ár og finnst það ómetanlegt. Þegar synir mínir voru ungir og með læti á háttatíma eða suðuðu um athygli, útskýrði ég fyrir þeim að þetta væri „eyrnanammið mitt“. Á unglingsárum sögðu þeir með andvarpi: „Mamma, þú hefur aldrei dottið inn í neinn þátt nema Orð kvöldsins!“ Alltaf virða þeir hlustun mína, líka maðurinn minn, og hlusti ég í eldhúsinu ganga þeir varlega um til að fá sér kvöldsnarl. Jafnvel hef ég stokkið upp frá gestum og kallað glaðlega, „Orð kvöldsins“, til að kveikja á útvarpinu kl. 22:12, og látið það ganga á meðan gestaskvaldrið heldur áfram á lægri nótunum. Gestir sem þekkja okkur minna, t.d. nágrannar, eru hissa; en allir hrífast með. „Þetta er af því ég nenni aldrei að lesa Biblíuna,“ segi ég, „meira að segja ekki Nýja testamentið, ég bara steinsofna. En þarna fáum við perlur þræddar upp á band, alveg fyrirhafnarlaust, og þetta er æðislegt veganesti, þetta er nefnilega svo praktískt. Eða er ekki lífið flókið? Við hefðum aldrei komist í gegnum daglegt líf, hvað þá hjónaband og uppeldi, án leiðsagnar. Þetta er svona abstrakt styrkur, maður skilur það ekki en það virkar.“Aðrir gullmolar Ef RÚV er að þessum breytingum til þess að koma til móts við fjölmenningarþjóðfélagið, hvet ég þau til að gera þveröfugt: Halda þessu og fá inn fleiri gullmola, já, gimsteina, frá öðrum menningarhópum; jafnt á íslensku sem og á öðrum tungumálum. Hvernig væri það? Svo finnst mér líka að fylgja ætti vefsíða á ruv.is þar sem hægt yrði að fletta upp molum daganna og lesa beinar tilvitnanir, númer ritningagreina, nöfn tónverka og sálmaskálda og heiti trúarrita. Fyrir nokkrum árum stóð styrr um Orð kvöldsins en þá var kvöldstundunum bjargað. Og nú á tímum aukinnar misskiptingar, aukinnar streitu og flóknara samfélags mættu slíkar stundir vera fleiri.Hvetja til kyrrlátra stunda Hugdetta þessu tengd: Fá landlækni, LSH, lýðheilsustöð, heilsugæslurnar, tryggingastofnun, velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, tryggingarfélög, sjúkratryggingar, lögregluna, umferðarstofu, íþróttafélög, þjóðkirkjuna, geðlækna, sálfræðinga, svo og margvíslega trúarhópa og lífssýnarfélög, til þess að hvetja til kyrrlátra stunda. Fá leiklistarnema til að semja og flytja örstutta texta á borð við „Út í kvöld? Nei, verum bara heima.“ „Kringluna eða Smáralind? Hvernig væri að kíkja frekar til ömmu?“ „Æ, ekki bílinn. Röltum bara,“ sem flytja mætti á auglýsingatímum. Slíkir molar væru heilbrigt andóf gegn öllum „kauptu/upplifðu“ áróðrinum. Þessa molasyrpu ættu ofangreindir aðilar að vilja styrkja í nafni lýðheilsu. Ég er þakklát fyrir þann kraft sem bjargaði morgunbænunum og vissulega er Orð dagsins að morgni til góð hugmynd – en hlustunin eykst ekki við þessa tilfærslu í dagskrá. Þess vegna vona ég að stjórnendur Rásar 1 sjái að sér og komi til móts við þá kröfu hlustenda sinna að halda Orði kvöldsins á sínum stað og komi ennfremur til móts við aðra trúarhópa. Að umræðuþáttur á sunnudagskvöldi geti komið í stað daglegrar trúariðkunar er mikill misskilningur.Arfur allra Íslendinga Kristinn menningararfur á Íslandi er dýrmætur, líka fyrir þá sem ekki eru kirkjuræknir og koma ekki í guðshús nema á stórum stundum. Samvinna kirkjunnar og RÚV hefur boðið upp á heimilisguðrækni sem er frábær fyrir þennan stóra hóp. Og þó ég hafi fjölmenningarlegan bakgrunn; hafi sótt Guðspekifélagið á yngri árum og sé áskrifandi að Ganglera, hafi verið í Ananda Marga og lesið margt um hindúasið og gyðingdóm, hafi hrifist af kyrrð búddatrúar og fegurð íslams og allri trúarfágun; þá verður lífsreynslan til þess að ég met kristnina æ meir – og ég er ekki ein um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við erum ekki kirkjurækin og ekki alin upp við að fara í guðshús nema á stórum stundum. Einmitt þess vegna verður þess gullmola, sem Rás 1 hefur flutt á kvöldin í áratugi, sárt saknað á mínu heimili. Ég hef hlustað á Orð kvöldsins í mörg ár og finnst það ómetanlegt. Þegar synir mínir voru ungir og með læti á háttatíma eða suðuðu um athygli, útskýrði ég fyrir þeim að þetta væri „eyrnanammið mitt“. Á unglingsárum sögðu þeir með andvarpi: „Mamma, þú hefur aldrei dottið inn í neinn þátt nema Orð kvöldsins!“ Alltaf virða þeir hlustun mína, líka maðurinn minn, og hlusti ég í eldhúsinu ganga þeir varlega um til að fá sér kvöldsnarl. Jafnvel hef ég stokkið upp frá gestum og kallað glaðlega, „Orð kvöldsins“, til að kveikja á útvarpinu kl. 22:12, og látið það ganga á meðan gestaskvaldrið heldur áfram á lægri nótunum. Gestir sem þekkja okkur minna, t.d. nágrannar, eru hissa; en allir hrífast með. „Þetta er af því ég nenni aldrei að lesa Biblíuna,“ segi ég, „meira að segja ekki Nýja testamentið, ég bara steinsofna. En þarna fáum við perlur þræddar upp á band, alveg fyrirhafnarlaust, og þetta er æðislegt veganesti, þetta er nefnilega svo praktískt. Eða er ekki lífið flókið? Við hefðum aldrei komist í gegnum daglegt líf, hvað þá hjónaband og uppeldi, án leiðsagnar. Þetta er svona abstrakt styrkur, maður skilur það ekki en það virkar.“Aðrir gullmolar Ef RÚV er að þessum breytingum til þess að koma til móts við fjölmenningarþjóðfélagið, hvet ég þau til að gera þveröfugt: Halda þessu og fá inn fleiri gullmola, já, gimsteina, frá öðrum menningarhópum; jafnt á íslensku sem og á öðrum tungumálum. Hvernig væri það? Svo finnst mér líka að fylgja ætti vefsíða á ruv.is þar sem hægt yrði að fletta upp molum daganna og lesa beinar tilvitnanir, númer ritningagreina, nöfn tónverka og sálmaskálda og heiti trúarrita. Fyrir nokkrum árum stóð styrr um Orð kvöldsins en þá var kvöldstundunum bjargað. Og nú á tímum aukinnar misskiptingar, aukinnar streitu og flóknara samfélags mættu slíkar stundir vera fleiri.Hvetja til kyrrlátra stunda Hugdetta þessu tengd: Fá landlækni, LSH, lýðheilsustöð, heilsugæslurnar, tryggingastofnun, velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, tryggingarfélög, sjúkratryggingar, lögregluna, umferðarstofu, íþróttafélög, þjóðkirkjuna, geðlækna, sálfræðinga, svo og margvíslega trúarhópa og lífssýnarfélög, til þess að hvetja til kyrrlátra stunda. Fá leiklistarnema til að semja og flytja örstutta texta á borð við „Út í kvöld? Nei, verum bara heima.“ „Kringluna eða Smáralind? Hvernig væri að kíkja frekar til ömmu?“ „Æ, ekki bílinn. Röltum bara,“ sem flytja mætti á auglýsingatímum. Slíkir molar væru heilbrigt andóf gegn öllum „kauptu/upplifðu“ áróðrinum. Þessa molasyrpu ættu ofangreindir aðilar að vilja styrkja í nafni lýðheilsu. Ég er þakklát fyrir þann kraft sem bjargaði morgunbænunum og vissulega er Orð dagsins að morgni til góð hugmynd – en hlustunin eykst ekki við þessa tilfærslu í dagskrá. Þess vegna vona ég að stjórnendur Rásar 1 sjái að sér og komi til móts við þá kröfu hlustenda sinna að halda Orði kvöldsins á sínum stað og komi ennfremur til móts við aðra trúarhópa. Að umræðuþáttur á sunnudagskvöldi geti komið í stað daglegrar trúariðkunar er mikill misskilningur.Arfur allra Íslendinga Kristinn menningararfur á Íslandi er dýrmætur, líka fyrir þá sem ekki eru kirkjuræknir og koma ekki í guðshús nema á stórum stundum. Samvinna kirkjunnar og RÚV hefur boðið upp á heimilisguðrækni sem er frábær fyrir þennan stóra hóp. Og þó ég hafi fjölmenningarlegan bakgrunn; hafi sótt Guðspekifélagið á yngri árum og sé áskrifandi að Ganglera, hafi verið í Ananda Marga og lesið margt um hindúasið og gyðingdóm, hafi hrifist af kyrrð búddatrúar og fegurð íslams og allri trúarfágun; þá verður lífsreynslan til þess að ég met kristnina æ meir – og ég er ekki ein um það.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun