Ákall til þjóðar, stöndum vörð um réttindi barna og unglinga Ragnheiður Rafnsdóttir skrifar 7. desember 2014 15:00 Það þykja sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa lífinu laus við ofbeldi. Allir eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til lífs, óháð litarhætti, kynferði, trúarskoðunum, stjórnmálaskoðunum eða öðrum skoðunum. Árið 1948 var lagður grunnur að alþjóðlegum mannréttindum með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Börn eiga að njóta sömu réttinda og fullorðið fólk. Með tilkomu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var fullgiltur á Íslandi 1992 og lögfestur í febrúar 2013, börnum var tryggður réttur óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn miðar að því að tryggja öllum börnum 18 ára og yngri vernd og umönnun ásamt því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Miðað við þann fjölda barna sem býr í stríðshrjáðum löndum, býr við fátækt, ofbeldi og vanrækslu þá hljóta þau ekki þessa vernd og öryggi. Barn deyr á fimm mínútna fresti í heiminum vegna ofbeldis, milljónir barna búa við ótta og angist og áfallastreita hrjáir þriðjung barna sem beitt hafa verið ofbeldi. Réttindi þessara barna eru ekki virt og ekki er farið að lögum um vernd og umönnun. Þótt mikil og góð vinna hafi átt sér stað undanfarna áratugi sitjum við enn uppi með óviðunandi ástand er varðar réttindi barna og unglinga. Uppalendum ber samkvæmt lögum að koma afkvæmum sínum á legg, ber að elska þau og virða og tryggja öryggi þeirra. Barn sem fer í gegnum bernskuna með þessa hluti að leiðarljósi kemur til með að treysta á sjálft sig og virða. Barn sem ekki fær ástúð eða öryggi missir trú á sjálfu sér og á erfitt með að treysta öðrum. Til lengri tíma litið fara umtalsverðir fjármunir í t.d. sérfræðiaðstoð, lyfjakostnað ásamt kostnaði vegna vinnutaps hjá einstaklingum. Einstaklingar sem beittir hafa verið ofbeldi í æsku eru líklegri til áhættuhegðunar á borð við áfengis og vímuefnaneyslu sem getur síðan leitt til alvarlegra sjúkdóma. Raddir barna verða að heyrast hærra, börn og unglingar eru skynsöm og réttsýn og eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna rétt á því að tala sínu máli og hafa tækifæri til að tjá skoðanir sínar. Ofbeldi og ill meðferð á börnum og unglingum er ekki einkamál fjölskyldu þolenda, hver og einn þarf að líta í eigin barm og ákveða hvað þeir geti gert til hjálpar. Það er ekki ásættanlegt að sita hljóður og hunsa fréttir af börnum í neyð. Næsta barn gæti verið þitt barn eða þér tengt. Þú getur haft áhrif. Tökum afstöðu og stöndum með börnunum okkar, þau eiga rétt á áhyggjulausri barnæsku, laus við ofbeldi. Þetta er ákall barna til þjóðarinnar, tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi barna. Ragnheiður Rafnsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur, meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það þykja sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa lífinu laus við ofbeldi. Allir eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til lífs, óháð litarhætti, kynferði, trúarskoðunum, stjórnmálaskoðunum eða öðrum skoðunum. Árið 1948 var lagður grunnur að alþjóðlegum mannréttindum með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Börn eiga að njóta sömu réttinda og fullorðið fólk. Með tilkomu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var fullgiltur á Íslandi 1992 og lögfestur í febrúar 2013, börnum var tryggður réttur óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn miðar að því að tryggja öllum börnum 18 ára og yngri vernd og umönnun ásamt því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Miðað við þann fjölda barna sem býr í stríðshrjáðum löndum, býr við fátækt, ofbeldi og vanrækslu þá hljóta þau ekki þessa vernd og öryggi. Barn deyr á fimm mínútna fresti í heiminum vegna ofbeldis, milljónir barna búa við ótta og angist og áfallastreita hrjáir þriðjung barna sem beitt hafa verið ofbeldi. Réttindi þessara barna eru ekki virt og ekki er farið að lögum um vernd og umönnun. Þótt mikil og góð vinna hafi átt sér stað undanfarna áratugi sitjum við enn uppi með óviðunandi ástand er varðar réttindi barna og unglinga. Uppalendum ber samkvæmt lögum að koma afkvæmum sínum á legg, ber að elska þau og virða og tryggja öryggi þeirra. Barn sem fer í gegnum bernskuna með þessa hluti að leiðarljósi kemur til með að treysta á sjálft sig og virða. Barn sem ekki fær ástúð eða öryggi missir trú á sjálfu sér og á erfitt með að treysta öðrum. Til lengri tíma litið fara umtalsverðir fjármunir í t.d. sérfræðiaðstoð, lyfjakostnað ásamt kostnaði vegna vinnutaps hjá einstaklingum. Einstaklingar sem beittir hafa verið ofbeldi í æsku eru líklegri til áhættuhegðunar á borð við áfengis og vímuefnaneyslu sem getur síðan leitt til alvarlegra sjúkdóma. Raddir barna verða að heyrast hærra, börn og unglingar eru skynsöm og réttsýn og eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna rétt á því að tala sínu máli og hafa tækifæri til að tjá skoðanir sínar. Ofbeldi og ill meðferð á börnum og unglingum er ekki einkamál fjölskyldu þolenda, hver og einn þarf að líta í eigin barm og ákveða hvað þeir geti gert til hjálpar. Það er ekki ásættanlegt að sita hljóður og hunsa fréttir af börnum í neyð. Næsta barn gæti verið þitt barn eða þér tengt. Þú getur haft áhrif. Tökum afstöðu og stöndum með börnunum okkar, þau eiga rétt á áhyggjulausri barnæsku, laus við ofbeldi. Þetta er ákall barna til þjóðarinnar, tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi barna. Ragnheiður Rafnsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur, meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar