Örugg neytendavara á markaði Birna Hreiðarsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 11:15 Daglega notum við eða komumst í snertingu við alls kyns neytendavöru sem við göngum út frá að sé eins örugg og mögulegt er að ætlast til á sanngjarnan hátt. Í lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu segir að einungis megi setja örugga vöru á markað. Í þessu felst að vara þarf að uppfylla þær kröfur sem neytandi má með sanngirni ætla að vara uppfylli og varð meðal annars til þess að kaupin áttu sér stað. Lögin ná yfir hvers kyns vöru sem notuð er af neytendum að undanskildum matvælum og lyfjum, en sérlög gilda auk þess einnig í ýmsum tilfellum um ákveðna vöruflokka, til dæmis vörur sem lúta reglum um CE-merkingar. Það er engu að síður staðreynd að í ýmsum tilvikum eru vörur settar á markað sem ekki uppfylla kröfur og geta því ógnað heilsu og öryggi neytenda. Að undanförnu hafa borist fréttir af innköllun á vöru af markaði sem ekki uppfyllir settar kröfur. Hér má nefna föt með of löngum reimum og uppstoppuð dýr sem með réttu áttu að uppfylla reglur um öryggi leikfanga og CE-merkingu. Í þessum tilvikum eru fyrirtæki og eftirlitsstjórnvöld að bregðast við annmörkum á vöru með því að taka hana af markaði, í fyrrgreindum dæmum til að vernda börn frá hugsanlegu tjóni við að komast í snertingu við vöru eða við notkun hennar. Í sumum tilfellum er hægt að lagfæra annmarkana og setja vöruna aftur á markað, stundum er hins vegar eina leiðin að farga vörunni. Báðar leiðirnar hafa óhjákvæmilega í för með sér kostnað fyrir framleiðandann og í sumum tilvikum skert orðspor fyrirtækis.Samkeppnisforskot Til að tryggt sé eins og unnt er að vara uppfylli settar kröfur er því grundvallaratriði að framleiðandi sjái til þess að framkvæmt sé áhættumat á vörunni áður en til markaðssetningar kemur. Það felur í sér að lagt er mat á allar fyrirséðar hættur sem upp geta komið við notkun vörunnar, ekki síst með tilliti til viðkvæmra neytenda svo sem barna og eldra fólks. Nauðsynlegar leiðbeiningar og varúðarmerkingar sem þurfa að fylgja vörunni byggjast að miklu leyti á niðurstöðu áhættumatsins. Einnig þarf að huga að ýmsum öðrum atriðum, svo sem að umbúðir séu hannaðar í samræmi við reglur og að nægilegar upplýsingar um vöruna séu aðgengilegar. Að mörgu er því að hyggja áður en neytendavara er sett á markað. Fyrirtækjum sem eru að fóta sig í nýsköpun er sérstaklega bent á að skoða þessi mál vandlega og láta greina öll þau atriði sem uppfylla þarf til að markaðssetning sé í samræmi við reglur. Það margborgar sig að hafa þessi mál í lagi frá upphafi, þá er eftirleikurinn auðveldari. Hin hliðin á málinu er sú staðreynd að umræddar reglur eru byggðar á samevrópskum kröfum sem gilda á öllu EES-svæðinu. Með því að uppfylla þessar kröfur opnast möguleiki fyrir framleiðanda til markaðssetningar vörunnar á um 520 milljóna manna markaði. Það er ekki lítils virði. Engum vafa er undirorpið að samevrópskar reglur um öryggi vöru auka neytendavernd. En einnig skal áhersla lögð á að þau fyrirtæki sem tryggja eins og kostur er að vara muni ekki á neinn hátt geta valdið neytendum tjóni með því að láta framkvæma áhættumat á vörunni og láta í té allar upplýsingar um rétta notkun vörunnar hljóta einfaldlega að hafa samkeppnisforskot fram yfir þau fyrirtæki sem kasta til höndum um þessi grundvallaratriði við framleiðslu og markaðssetningu vöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Daglega notum við eða komumst í snertingu við alls kyns neytendavöru sem við göngum út frá að sé eins örugg og mögulegt er að ætlast til á sanngjarnan hátt. Í lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu segir að einungis megi setja örugga vöru á markað. Í þessu felst að vara þarf að uppfylla þær kröfur sem neytandi má með sanngirni ætla að vara uppfylli og varð meðal annars til þess að kaupin áttu sér stað. Lögin ná yfir hvers kyns vöru sem notuð er af neytendum að undanskildum matvælum og lyfjum, en sérlög gilda auk þess einnig í ýmsum tilfellum um ákveðna vöruflokka, til dæmis vörur sem lúta reglum um CE-merkingar. Það er engu að síður staðreynd að í ýmsum tilvikum eru vörur settar á markað sem ekki uppfylla kröfur og geta því ógnað heilsu og öryggi neytenda. Að undanförnu hafa borist fréttir af innköllun á vöru af markaði sem ekki uppfyllir settar kröfur. Hér má nefna föt með of löngum reimum og uppstoppuð dýr sem með réttu áttu að uppfylla reglur um öryggi leikfanga og CE-merkingu. Í þessum tilvikum eru fyrirtæki og eftirlitsstjórnvöld að bregðast við annmörkum á vöru með því að taka hana af markaði, í fyrrgreindum dæmum til að vernda börn frá hugsanlegu tjóni við að komast í snertingu við vöru eða við notkun hennar. Í sumum tilfellum er hægt að lagfæra annmarkana og setja vöruna aftur á markað, stundum er hins vegar eina leiðin að farga vörunni. Báðar leiðirnar hafa óhjákvæmilega í för með sér kostnað fyrir framleiðandann og í sumum tilvikum skert orðspor fyrirtækis.Samkeppnisforskot Til að tryggt sé eins og unnt er að vara uppfylli settar kröfur er því grundvallaratriði að framleiðandi sjái til þess að framkvæmt sé áhættumat á vörunni áður en til markaðssetningar kemur. Það felur í sér að lagt er mat á allar fyrirséðar hættur sem upp geta komið við notkun vörunnar, ekki síst með tilliti til viðkvæmra neytenda svo sem barna og eldra fólks. Nauðsynlegar leiðbeiningar og varúðarmerkingar sem þurfa að fylgja vörunni byggjast að miklu leyti á niðurstöðu áhættumatsins. Einnig þarf að huga að ýmsum öðrum atriðum, svo sem að umbúðir séu hannaðar í samræmi við reglur og að nægilegar upplýsingar um vöruna séu aðgengilegar. Að mörgu er því að hyggja áður en neytendavara er sett á markað. Fyrirtækjum sem eru að fóta sig í nýsköpun er sérstaklega bent á að skoða þessi mál vandlega og láta greina öll þau atriði sem uppfylla þarf til að markaðssetning sé í samræmi við reglur. Það margborgar sig að hafa þessi mál í lagi frá upphafi, þá er eftirleikurinn auðveldari. Hin hliðin á málinu er sú staðreynd að umræddar reglur eru byggðar á samevrópskum kröfum sem gilda á öllu EES-svæðinu. Með því að uppfylla þessar kröfur opnast möguleiki fyrir framleiðanda til markaðssetningar vörunnar á um 520 milljóna manna markaði. Það er ekki lítils virði. Engum vafa er undirorpið að samevrópskar reglur um öryggi vöru auka neytendavernd. En einnig skal áhersla lögð á að þau fyrirtæki sem tryggja eins og kostur er að vara muni ekki á neinn hátt geta valdið neytendum tjóni með því að láta framkvæma áhættumat á vörunni og láta í té allar upplýsingar um rétta notkun vörunnar hljóta einfaldlega að hafa samkeppnisforskot fram yfir þau fyrirtæki sem kasta til höndum um þessi grundvallaratriði við framleiðslu og markaðssetningu vöru.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar