Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 30-28 | Stelpurnar luku keppni með sæmd Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 15. júní 2014 00:01 Þórey Rósa Stefánsdóttir, hornamaður Íslands. Vísir/valli Ísland skellti Slóvakíu í fjörugum, kaflaskiptum og skemmtilegum leik í Höllinni í dag. Því miður skipti leikurinn engu máli. Íslensku stelpurnar voru heldur betur vel stemmdar og þær hreinlega keyrðu yfir gestina á upphafsmínútum leiksins. Íris Björk varði allt sem á markið kom og stelpurnar geisluðu af sjálfstrausti. Ísland komst í 5-0 og fyrsta mark Slóvakíu kom ekki fyrr en eftir tæpar sjö mínútur. Mest náði íslenska liðið átta marka forskoti í hálfleiknum, 11-3, en þá fór allt í baklás hjá stelpunum. Slóvakar gengu á lagið, skoruðu fimm mörk í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Þá tók íslenska liðið aðeins við sér á nýjan leik og leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Íris Björk varð 13 skot í hálfleiknum og var með 52 prósenta markvörslu. Karen skoraði 6 mörk í hálfleiknum en þurfti reyndar 13 skot til þess. Það var bras á íslenska liðinu í upphafi síðari háfleiks og slóvakíska liðið hélt áfram að saxa á forskot íslenska liðsins. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náði Slóvakía að jafna, 21-21. Þarna héldu margir að íslenska liðið myndi brotna en því fór víðsfjarri. Stelpurnar sýndu mikinn karakter með því að gefa aftur í og halda frumkvæðinu út leikinn. Slóvakía komst aldrei yfir og Ísland vann að lokum sanngjarnan sigur, 30-28. Karen skaut kannski mikið en skoraði tíu góð mörk og tók af skarið þegar á reyndi. Íris varði frábærlega oft á tíðum. Vörnin með Hildigunni og Sunnu fremsta í flokki steig síðan upp á ögurstundu. Flottur leikur en því miður skilar það liðinu engu þar sem Slóvakía var búin að tryggja sér sæti á EM.Karen: Okkur sjálfum að kenna "Það var auðvitað mjög fínt að vinna þennan leik en engu að síður er ég mjög vonsvikin að það skili okkur ekki neinu," sagði Karen Knútsdóttir eftir leik og hún virtist enn vera að jafna sig á því að hafa misst af EM-sætinu. Þegar Slóvakía tók stig af Frökkum í síðustu viku þá var ljóst að þessi leikur myndi ekki skipta neinu máli. Slóvakía var komin á EM. "Við töpuðum þessu sjálfar í október. Þetta er okkur sjálfum að kenna." Þó svo stelpurnar væru úr leik sýndu þær flottan karakter í dag. Mættu af krafti í leikinn og brotnuðu ekki þegar sótt var að þeim. "Við vorum ákveðnar að fara í sumarfrí á jákvæða nótunum. Engu að síður er ég ógeðslega fúl. Ég var að reyna að brosa eftir leik. Það munar ekki nema einu marki að við náum inn á EM. Það er hrikalega svekkjandi."Ágúst: Breiddin er að aukast "Þetta gefur okkur að við erum í aðeins betri stöðu næst þegar er dregið í riðla þannig að þetta skipti einhverju máli," segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins. "Stelpurnar sýndu mikinn karakter og spiluðu á köfum virkilega vel. Auðvitað er þetta samt súrsætt en við þurfum að draga lærdóm af þessari keppni og taka það með okkur í næstu keppni." Íslenska liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í undankeppninni og það hafði sitt að segja. "Við misstum út 10-12 leikmenn og á lengri tíma þá held ég að þetta skili okkur miklu. Við erum að auka breiddina og fleiri leikmenn að koma inn í hópinn hjá okkur. Það er jákvætt. "Við erum samt með mikið af atvinnumönnum og við sýndum mikinn styrk með því að klára þennan leik eins og alvörulið." Íslenski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Sjá meira
Ísland skellti Slóvakíu í fjörugum, kaflaskiptum og skemmtilegum leik í Höllinni í dag. Því miður skipti leikurinn engu máli. Íslensku stelpurnar voru heldur betur vel stemmdar og þær hreinlega keyrðu yfir gestina á upphafsmínútum leiksins. Íris Björk varði allt sem á markið kom og stelpurnar geisluðu af sjálfstrausti. Ísland komst í 5-0 og fyrsta mark Slóvakíu kom ekki fyrr en eftir tæpar sjö mínútur. Mest náði íslenska liðið átta marka forskoti í hálfleiknum, 11-3, en þá fór allt í baklás hjá stelpunum. Slóvakar gengu á lagið, skoruðu fimm mörk í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Þá tók íslenska liðið aðeins við sér á nýjan leik og leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Íris Björk varð 13 skot í hálfleiknum og var með 52 prósenta markvörslu. Karen skoraði 6 mörk í hálfleiknum en þurfti reyndar 13 skot til þess. Það var bras á íslenska liðinu í upphafi síðari háfleiks og slóvakíska liðið hélt áfram að saxa á forskot íslenska liðsins. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náði Slóvakía að jafna, 21-21. Þarna héldu margir að íslenska liðið myndi brotna en því fór víðsfjarri. Stelpurnar sýndu mikinn karakter með því að gefa aftur í og halda frumkvæðinu út leikinn. Slóvakía komst aldrei yfir og Ísland vann að lokum sanngjarnan sigur, 30-28. Karen skaut kannski mikið en skoraði tíu góð mörk og tók af skarið þegar á reyndi. Íris varði frábærlega oft á tíðum. Vörnin með Hildigunni og Sunnu fremsta í flokki steig síðan upp á ögurstundu. Flottur leikur en því miður skilar það liðinu engu þar sem Slóvakía var búin að tryggja sér sæti á EM.Karen: Okkur sjálfum að kenna "Það var auðvitað mjög fínt að vinna þennan leik en engu að síður er ég mjög vonsvikin að það skili okkur ekki neinu," sagði Karen Knútsdóttir eftir leik og hún virtist enn vera að jafna sig á því að hafa misst af EM-sætinu. Þegar Slóvakía tók stig af Frökkum í síðustu viku þá var ljóst að þessi leikur myndi ekki skipta neinu máli. Slóvakía var komin á EM. "Við töpuðum þessu sjálfar í október. Þetta er okkur sjálfum að kenna." Þó svo stelpurnar væru úr leik sýndu þær flottan karakter í dag. Mættu af krafti í leikinn og brotnuðu ekki þegar sótt var að þeim. "Við vorum ákveðnar að fara í sumarfrí á jákvæða nótunum. Engu að síður er ég ógeðslega fúl. Ég var að reyna að brosa eftir leik. Það munar ekki nema einu marki að við náum inn á EM. Það er hrikalega svekkjandi."Ágúst: Breiddin er að aukast "Þetta gefur okkur að við erum í aðeins betri stöðu næst þegar er dregið í riðla þannig að þetta skipti einhverju máli," segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins. "Stelpurnar sýndu mikinn karakter og spiluðu á köfum virkilega vel. Auðvitað er þetta samt súrsætt en við þurfum að draga lærdóm af þessari keppni og taka það með okkur í næstu keppni." Íslenska liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í undankeppninni og það hafði sitt að segja. "Við misstum út 10-12 leikmenn og á lengri tíma þá held ég að þetta skili okkur miklu. Við erum að auka breiddina og fleiri leikmenn að koma inn í hópinn hjá okkur. Það er jákvætt. "Við erum samt með mikið af atvinnumönnum og við sýndum mikinn styrk með því að klára þennan leik eins og alvörulið."
Íslenski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Sjá meira