HM heima í stofu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. júní 2014 15:00 Tölvuleikur World Cup 2014 EA Sports gefur nú í fimmta sinn út tölvuleik samhliða heimsmeistarakeppni. EA Sports World Cup er sá glæsilegasti sem fyrirtækið hefur gefið út, um það er ekki deilt. Leikurinn byggir á því sem hefur gengið vel í eldri leikjunum, enda kannski óþarfi að finna upp hjólið í sífellu. Þrátt fyrir glæsilegar umbúðir, flotta grafík og gott hljóð, er leikurinn ekki laus við litla pirrandi galla. Spilurum er boðið í ferðalag til Brasilíu en í staðinn þurfa þeir að gefa afslátt á raunveruleikanum, því gallarnir á leiknum gera leikinn óraunverulegan. Að mínu mati hafa leikirnir sem tengjast stórmótum alltaf verið skemmtilegastir. Þeir fanga stemninguna og færri leikmenn í leiknum gefur framleiðendum tækifæri til að fanga séreinkenni hvers og eins. Aldrei hefur EA Sports tekist betur í því en nú. En þegar leikurinn er spilaður verður maður var við alls konar galla. Þeir tengjast liðsvali á HM, og eiga bara við lið Englands, af einhverri furðulegri ástæðu. Einnig er erfitt að fá að vita hvaða leikmenn í liðinu manns eru þreyttir, þegar komið er á síðari stig HM. Spilunin er að mestu góð, en gallar úr fyrri Fifa-leikjum gera vart við sig. Leikmenn haga sér oft eins og þeir hlaupi eftir fyrirfram ákveðnum brautum og tölvan skorar óeðlilega oft úr fráköstum, sem er afar pirrandi fyrir kappsfulla spilara. Fyrir okkur Íslendinga er stærsti kosturinn væntanlega sá að við getum fengið að leika gegn Króatíu aftur og komið liðinu á HM. Þá byrjar maður einum fleiri og hálftími eftir, en staðan er tvö - núll fyrir Króötum. EA Sports hafa verið framar öðrum í netspilun og halda þeim titli í þessum leik. Nýjar leiðir eru farnar í að fanga stemningu í miðjum leik, með því að sýna aðdáendur í höfuðborg landanna sem spila og viðbrögð þjálfaranna. Boðið er upp á útvarpsþætti í stað tónlistar, sem er frábær viðbót fyrir vana Fifa-spilara. Útkoman er því flottar umbúðir, sem eru með nokkra smávægilega og pirrandi galla. Góð stemning, flottur leikur og nauðsynlegur undirbúningur fyrir HM-aðdáendur sem vilja upplifa HM heima í stofu. Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Tölvuleikur World Cup 2014 EA Sports gefur nú í fimmta sinn út tölvuleik samhliða heimsmeistarakeppni. EA Sports World Cup er sá glæsilegasti sem fyrirtækið hefur gefið út, um það er ekki deilt. Leikurinn byggir á því sem hefur gengið vel í eldri leikjunum, enda kannski óþarfi að finna upp hjólið í sífellu. Þrátt fyrir glæsilegar umbúðir, flotta grafík og gott hljóð, er leikurinn ekki laus við litla pirrandi galla. Spilurum er boðið í ferðalag til Brasilíu en í staðinn þurfa þeir að gefa afslátt á raunveruleikanum, því gallarnir á leiknum gera leikinn óraunverulegan. Að mínu mati hafa leikirnir sem tengjast stórmótum alltaf verið skemmtilegastir. Þeir fanga stemninguna og færri leikmenn í leiknum gefur framleiðendum tækifæri til að fanga séreinkenni hvers og eins. Aldrei hefur EA Sports tekist betur í því en nú. En þegar leikurinn er spilaður verður maður var við alls konar galla. Þeir tengjast liðsvali á HM, og eiga bara við lið Englands, af einhverri furðulegri ástæðu. Einnig er erfitt að fá að vita hvaða leikmenn í liðinu manns eru þreyttir, þegar komið er á síðari stig HM. Spilunin er að mestu góð, en gallar úr fyrri Fifa-leikjum gera vart við sig. Leikmenn haga sér oft eins og þeir hlaupi eftir fyrirfram ákveðnum brautum og tölvan skorar óeðlilega oft úr fráköstum, sem er afar pirrandi fyrir kappsfulla spilara. Fyrir okkur Íslendinga er stærsti kosturinn væntanlega sá að við getum fengið að leika gegn Króatíu aftur og komið liðinu á HM. Þá byrjar maður einum fleiri og hálftími eftir, en staðan er tvö - núll fyrir Króötum. EA Sports hafa verið framar öðrum í netspilun og halda þeim titli í þessum leik. Nýjar leiðir eru farnar í að fanga stemningu í miðjum leik, með því að sýna aðdáendur í höfuðborg landanna sem spila og viðbrögð þjálfaranna. Boðið er upp á útvarpsþætti í stað tónlistar, sem er frábær viðbót fyrir vana Fifa-spilara. Útkoman er því flottar umbúðir, sem eru með nokkra smávægilega og pirrandi galla. Góð stemning, flottur leikur og nauðsynlegur undirbúningur fyrir HM-aðdáendur sem vilja upplifa HM heima í stofu.
Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira