Lífið

Þvílík breyting á einni manneskju

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Sinead O'Connor setti nýja mynd af sér á netið í gær til að hita upp fyrir útgáfu nýjustu plötu sinnar I'm Not Bossy, I'm the Boss en platan kemur út 12. ágúst.

Á myndinni er Sinead með svart hár, með dökka augnmálningu og íklædd svörtum leðurkjól.

Sinead er nánast óþekkjanleg á myndinni en almenningur er vanari að sjá hana með snoðaðan koll og í litríkum fötum.

I'm Not Bossy, I'm the Boss er tíunda stúdíóplata söngkonunnar en nýtt lag, Take Me to Church, fer í spilun sama dag og platan kemur út.

Nýja Sinead.
Svona þekkjum við Sinead betur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.