Markaðurinn er ekki bara fyrir stór fyrirtæki Hermann Þráinsson skrifar 5. ágúst 2014 07:00 NASDAQ OMX-kauphallirnar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli beint kastljósinu að smærri félögum og bent á að drifkraftur nýsköpunar og hagvaxtar liggi ekki hvað síst hjá þeim, enda um gríðarlegan fjölda fyrirtækja að ræða í þessum hópi. Þetta hefur verið stutt með tölfræðilegum samantektum þar sem kemur fram að vaxtarhraði og starfsmannafjölgun lítilla og meðalstórra fyrirtækja er meiri en annarra félaga. Grundvallarhlutverk kauphalla er að leiða saman fyrirtæki sem leita fjármagns og fjárfesta á skipulegum verðbréfamarkaði, en ekki síður að styðja við smærri fyrirtæki á leið þeirra til vaxtar. Af Norðurlandamörkuðunum er það sænski markaðurinn sem hefur laðað að sér flestar nýskráningar og þá sérstaklega á þessu ári, en mikil vakning hefur orðið í Svíþjóð um kostina sem felast í því að sækjast eftir fjármögnun á markaði og þá sérstaklega fyrir minni fyrirtæki. Danski og finnski markaðurinn eru á ágætis skriði og vonandi mun sá íslenski taka kipp í haust, ef lífeyrissjóðir geta séð fram á aukna heimild til að bæta fyrirtækjum sem skráð eru á First North Iceland við eignasafnið sitt. Fjölbreytileiki Lítum aðeins á sænska markaðinn. Fyrstu sex mánuði ársins hafa 32 félög skráð sig á NASDAQ OMX Stockholm og þar af 23 á First North-markaðinn. Ef skoðuð eru nokkur dæmi um félög sem hafa valið skráningarleiðina á First North í Stokkhólmi þá má sjá að um fjölbreytta flóru er að ræða. Brighter vinnur að þróun á „svissneska vasahnífnum“ fyrir sykursjúka, Mackmyra framleiðir sænskt viskí, 2E Group sérhæfir sig í tónleika- og ráðstefnuhaldi, Dignitana vinnur við þróun á hettu sem kemur í veg fyrir hármissi hjá krabbameinssjúklingum í efnameðferð og Paradox Entertainment framleiðir tölvuleiki, kvikmyndir og borðspil. Það er ekki eingöngu fjölbreytileiki þessara fyrirtækja sem er áhugaverður heldur einnig það að samanlagt markaðsverðmæti þeirra er rétt rúmlega markaðsvirði Fjarskipta sem var önnur minnsta nýskráningin hér á landi síðustu ár. Stöðugt er verið að vinna að umbótum á regluverki fyrir félög á markaði. Vegast þar á sjónarmið annars vegar um að aflétta reglubyrði þannig að regluverk sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri félög sem kjósa að sækjast eftir skráningu og hins vegar að slík aflétting á reglubyrði verði ekki framkvæmd á kostnað fjárfesta og gagnsæis á markaði. First North-regluverkið ætti ekki að fæla álitleg fyrirtæki frá þeim valkosti sem markaðurinn er, eins og dæmi frá Svíþjóð hafa sýnt. Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að fara á markað, en markaðurinn á að vera augljós valkostur fyrir þau fyrirtæki sem leita fjármögnunar, hvort sem er með útgáfu hlutabréfa eða skuldabréfa á First North. Við teljum að mörg fyrirtæki séu að horfa að ósekju fram hjá þeim tækifærum sem skráning á markað getur veitt þeim og takmarka þannig möguleikana á frekari vexti. Það er hvorki stærð né virði fyrirtækja sem er helsta viðmið varðandi hvort þau henti á markað, heldur framtíðarstefna og plön stjórnenda og eigenda þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
NASDAQ OMX-kauphallirnar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli beint kastljósinu að smærri félögum og bent á að drifkraftur nýsköpunar og hagvaxtar liggi ekki hvað síst hjá þeim, enda um gríðarlegan fjölda fyrirtækja að ræða í þessum hópi. Þetta hefur verið stutt með tölfræðilegum samantektum þar sem kemur fram að vaxtarhraði og starfsmannafjölgun lítilla og meðalstórra fyrirtækja er meiri en annarra félaga. Grundvallarhlutverk kauphalla er að leiða saman fyrirtæki sem leita fjármagns og fjárfesta á skipulegum verðbréfamarkaði, en ekki síður að styðja við smærri fyrirtæki á leið þeirra til vaxtar. Af Norðurlandamörkuðunum er það sænski markaðurinn sem hefur laðað að sér flestar nýskráningar og þá sérstaklega á þessu ári, en mikil vakning hefur orðið í Svíþjóð um kostina sem felast í því að sækjast eftir fjármögnun á markaði og þá sérstaklega fyrir minni fyrirtæki. Danski og finnski markaðurinn eru á ágætis skriði og vonandi mun sá íslenski taka kipp í haust, ef lífeyrissjóðir geta séð fram á aukna heimild til að bæta fyrirtækjum sem skráð eru á First North Iceland við eignasafnið sitt. Fjölbreytileiki Lítum aðeins á sænska markaðinn. Fyrstu sex mánuði ársins hafa 32 félög skráð sig á NASDAQ OMX Stockholm og þar af 23 á First North-markaðinn. Ef skoðuð eru nokkur dæmi um félög sem hafa valið skráningarleiðina á First North í Stokkhólmi þá má sjá að um fjölbreytta flóru er að ræða. Brighter vinnur að þróun á „svissneska vasahnífnum“ fyrir sykursjúka, Mackmyra framleiðir sænskt viskí, 2E Group sérhæfir sig í tónleika- og ráðstefnuhaldi, Dignitana vinnur við þróun á hettu sem kemur í veg fyrir hármissi hjá krabbameinssjúklingum í efnameðferð og Paradox Entertainment framleiðir tölvuleiki, kvikmyndir og borðspil. Það er ekki eingöngu fjölbreytileiki þessara fyrirtækja sem er áhugaverður heldur einnig það að samanlagt markaðsverðmæti þeirra er rétt rúmlega markaðsvirði Fjarskipta sem var önnur minnsta nýskráningin hér á landi síðustu ár. Stöðugt er verið að vinna að umbótum á regluverki fyrir félög á markaði. Vegast þar á sjónarmið annars vegar um að aflétta reglubyrði þannig að regluverk sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri félög sem kjósa að sækjast eftir skráningu og hins vegar að slík aflétting á reglubyrði verði ekki framkvæmd á kostnað fjárfesta og gagnsæis á markaði. First North-regluverkið ætti ekki að fæla álitleg fyrirtæki frá þeim valkosti sem markaðurinn er, eins og dæmi frá Svíþjóð hafa sýnt. Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að fara á markað, en markaðurinn á að vera augljós valkostur fyrir þau fyrirtæki sem leita fjármögnunar, hvort sem er með útgáfu hlutabréfa eða skuldabréfa á First North. Við teljum að mörg fyrirtæki séu að horfa að ósekju fram hjá þeim tækifærum sem skráning á markað getur veitt þeim og takmarka þannig möguleikana á frekari vexti. Það er hvorki stærð né virði fyrirtækja sem er helsta viðmið varðandi hvort þau henti á markað, heldur framtíðarstefna og plön stjórnenda og eigenda þeirra.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun