Óverðtryggð eða verðtryggð lán? Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2014 10:39 Ein mikilvægasta ákvörðun margra á lífsleiðinni er kaup á íbúðarhúsnæði. Grundvallarbreytingar á því lánakerfi sem í boði er leiða af sér mikla óvissu sem gerir þessa ákvörðun töluvert snúna. Hvað gerist nú þegar nefnd um afnám verðtryggingar hefur skilað sínum tillögum? Sjálfsagt mun óvissan setja íbúðarkaup margra á ís um sinn. Hvaða áhrif mun þessi óvissa hafa t.d. á fasteignaverð? Ef löng verðtryggð lán heyra sögunni til þá munu eflaust eignir með slíkum lánum áhvílandi verða vinsælar til yfirtöku á næstu misserum. Minni eignir ættu að seljast nokkuð hratt en hætt er við að stóru eignirnar sitji eftir. Ástæðan er sú að það verður mun erfiðara fyrir lántakendur að standast greiðslumat vegna óverðtryggðra lána.Greiðslubyrði Lánveitendur vilja fá endurgreitt, sem er eðlilegt. Þeir vilja fá vexti og þar að auki hámarka líkurnar á að höfuðstóllinn haldi í við verðlag. Þess vegna munu bankar og aðrir lánveitendur, að öllu óbreyttu, hækka vexti á óverðtryggðum lánum ef verðbólgan eykst. Það er jú endurskoðunarákvæði í flestum lánasamningum á nokkurra ára fresti. Greiðslubyrðin yrði þá mun þyngri á óverðtryggðu lánunum til að byrja með í samanburði við verðtryggðu lánin. Aftur á móti sér fólk höfuðstólinn lækka hraðar á óverðtryggðu lánunum því það borgar lánin hraðar niður. Það er að segja, ef það stenst greiðslumat og fær lán yfirhöfuð.Óverðtryggt vs. verðtryggt Vextir eru háir á Íslandi, bæði verðtryggðir og óverðtryggðir. Margir hafa bent á að vextir þurfi að lækka svo lántakar standi undir endurgreiðslum af íbúðarlánum til lengri tíma. Það gæti hæglega gerst ef verðtryggð lán heyra sögunni til.Lægri vextir Ef greiðslubyrði íbúðarlána þyngist almennt, þá má gera ráð fyrir að greiðslugeta verði ekki til staðar eða a.m.k. mun minni en áður. Markaðurinn þarf því að ná nýju jafnvægi, sem getur annars vegar átt sér stað með lækkun á fasteignaverði eða hins vegar með lægri vöxtum. Þar sem verð á íbúðarhúsnæði lækkar treglega, þá er ólíklegt að jafnvægi náist þannig nema á mjög löngum tíma. Hinn möguleikinn er að Seðlabankinn beiti sér og lækki vexti. Sú vaxtalækkun gæti átt sér stað á tiltölulega stuttum tíma ef aðstæður og vilji eru fyrir hendi. Þar af leiðandi er mun líklegra að lægra vaxtastig leiði til nýs jafnvægis á markaði með íbúðarhúsnæði, fremur en lægra fasteignaverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta ákvörðun margra á lífsleiðinni er kaup á íbúðarhúsnæði. Grundvallarbreytingar á því lánakerfi sem í boði er leiða af sér mikla óvissu sem gerir þessa ákvörðun töluvert snúna. Hvað gerist nú þegar nefnd um afnám verðtryggingar hefur skilað sínum tillögum? Sjálfsagt mun óvissan setja íbúðarkaup margra á ís um sinn. Hvaða áhrif mun þessi óvissa hafa t.d. á fasteignaverð? Ef löng verðtryggð lán heyra sögunni til þá munu eflaust eignir með slíkum lánum áhvílandi verða vinsælar til yfirtöku á næstu misserum. Minni eignir ættu að seljast nokkuð hratt en hætt er við að stóru eignirnar sitji eftir. Ástæðan er sú að það verður mun erfiðara fyrir lántakendur að standast greiðslumat vegna óverðtryggðra lána.Greiðslubyrði Lánveitendur vilja fá endurgreitt, sem er eðlilegt. Þeir vilja fá vexti og þar að auki hámarka líkurnar á að höfuðstóllinn haldi í við verðlag. Þess vegna munu bankar og aðrir lánveitendur, að öllu óbreyttu, hækka vexti á óverðtryggðum lánum ef verðbólgan eykst. Það er jú endurskoðunarákvæði í flestum lánasamningum á nokkurra ára fresti. Greiðslubyrðin yrði þá mun þyngri á óverðtryggðu lánunum til að byrja með í samanburði við verðtryggðu lánin. Aftur á móti sér fólk höfuðstólinn lækka hraðar á óverðtryggðu lánunum því það borgar lánin hraðar niður. Það er að segja, ef það stenst greiðslumat og fær lán yfirhöfuð.Óverðtryggt vs. verðtryggt Vextir eru háir á Íslandi, bæði verðtryggðir og óverðtryggðir. Margir hafa bent á að vextir þurfi að lækka svo lántakar standi undir endurgreiðslum af íbúðarlánum til lengri tíma. Það gæti hæglega gerst ef verðtryggð lán heyra sögunni til.Lægri vextir Ef greiðslubyrði íbúðarlána þyngist almennt, þá má gera ráð fyrir að greiðslugeta verði ekki til staðar eða a.m.k. mun minni en áður. Markaðurinn þarf því að ná nýju jafnvægi, sem getur annars vegar átt sér stað með lækkun á fasteignaverði eða hins vegar með lægri vöxtum. Þar sem verð á íbúðarhúsnæði lækkar treglega, þá er ólíklegt að jafnvægi náist þannig nema á mjög löngum tíma. Hinn möguleikinn er að Seðlabankinn beiti sér og lækki vexti. Sú vaxtalækkun gæti átt sér stað á tiltölulega stuttum tíma ef aðstæður og vilji eru fyrir hendi. Þar af leiðandi er mun líklegra að lægra vaxtastig leiði til nýs jafnvægis á markaði með íbúðarhúsnæði, fremur en lægra fasteignaverð.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar