Ólafur Björn Loftsson, NK, tryggði sér í dag fullan þáttökurétt á Nordic-mótaröðinni fyrir næstu leiktíð. Leikið var á Skjoldernæsholm vellinum á Sjálandi.
Nordic-mótaröðin er skandinavísk mótaröð og með góðri spilamennsku undanfarna daga hefur Ólafur tryggt sér sæti á mótaröðinni. Ólafur spilaði hringina þrjá á 212 höggum; 70, 71 og 71 höggum og lenti í 12. sæti. Efstu 25 tryggðu sér sæti á næstu leiktíð.
„Þetta er bara frábært. Ég er búinn að vera hér í 10 daga og þetta gekk bara mjög vel," sagði Ólafur Björn í samtali við Vísi.
„Ég er 100% með þáttökkurétt á þessu móti fyrir næstu leiktíð, en ég tek þátt í úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í nóvember. Hún fer fram í Valencia og þar verða Birgir Leifur Hafþórsson og Þórður Rafn Gissurason einnig."
Styrktaraðilar Ólafs gera honum kleift að taka þátt í þessu, en það er enginn smá kostnaður við að taka þátt í svona móti.
„Þetta er gífurlega kostnaðarsamt, en ég er með frábæra styrktaraðila eins og Forskot, Icelandair, Valitor og Eimskip sem gera mér kleift að taka þátt í þessu," sagði Ólafur Björn við Vísi að lokum.
Ólafur Björn tryggði sér þáttökkurétt á Nordic-mótaröðinni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti




„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti




„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn
